Fréttir

Sesselía Ólafs er bæjarlistamaður Akureyrar 2023

Lesa meira

Ekki í boði að færa rusl frá einum stað og yfir á annan

,,Ruslahaugur verður aldrei neitt annað en ruslahaugur, hvort sem hann er staðsettur í Hörgársveit eða á Akureyri,“ segir Leifur Þorkelsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Heilbrigðisnefnd hefur bent á að talsvert af lausamunum hafi verið safnað saman á lóð á Moldhaugnahálsi í Hörgársveit. Sama fyrirtæki, Skútabergi hefur verið gert að bæta úr umgengni á lóð við Sjafnarnes á Akureyri.

Vinna stendur yfir við gerð aðal- og deiliskipulags á Moldhaugnahálsi í Hörgársveit. Tillögur sem liggja fyrir gera ráð fyrir margháttaðri starfsemi á hálsinum. Meðal annars verður þar geymslusvæði, ferðaþjónusta, starfsmannabúðir og steypustö

Lesa meira

„Hughrif mín geta breyst hratt og þá fylgi ég eðlishvötinni“

Sýningaropnun Päivi Vaarula í Deiglunni

Lesa meira

Hér er spurt út í fyrsta kaupfélag landsins

Spurningaþraut #3

Lesa meira

Að eiga í faðmlagi við möru

Afhverju ættu hjúkrunarfræðingar að segja JÁ við samningnum?

Lesa meira

Maðurinn og náttúran

Ég hef alið manninn og stofnað til fjölskyldu síðastliðin ár á Seyðisfirði, en þangað fluttum við eftir að hafa verið þar eitt stórskemmtilegt sumar. Það er eitthvað töfrandi við Seyðisfjörð sem laðar að - oft eins og þar sé að verki einhver x-factor, sem er blanda skynjunar og svo auðvitað þeirrar uppbyggingar og krafts sem ríkir þar í samfélaginu. Hvað skynjunina varðar þá hefur bæjarfjallið Bjólfurinn ef til vill sitt að segja. Mig langar að vitna til dulsýnar Ingibjargar á Ísafirði úr bókinni Íslensk fjöll séð með augum andans. Þar segir meðal annars um Bjólfinn: 

Lesa meira

Nornakústur?

Eldur er alvörumál og nei.... það eru engar nornir í Kjarnaskógi !   Verkfærið atarna er ekki nornakústur heldur eldvarnarklappa en þessa dagana er verið að koma þeim fyrir við allar helstu leiðir skógarins

Lesa meira

Veðurlagsins blíða eykur yndishag

Steingrímur Thorsteinsson var ekki í vandræðum með að koma orðum að hlutunum  og hann á þessa hendingu  i fyrirsögn  hér að ofnan sem reyndar má mæta vel yfirfæra á  okkur hér á Norðurlandi i dag.   Síðasti dagur vetrar og sólin leikur svo sannarlega við okkur. Lögmannshlíðin er algjör sælureitur og skelltu íbúar og starfsfólk sér út í sólina, byrjuðu að huga að beðum og tóku leikfimina úti í góða veðrinu

Í morgun komu þeir bræður Luddi og Dúlli heim eftir vetrardvöl í Hörgársveitinni, þeir voru ekki lengi að koma sér fyrir í garðinum og var vel tekið á móti þeim af öllum, mönnum sem dýrum.

Lesa meira

Fyllt á í Grímsey

Rúmur mánuður er síðan að Grímseyjarferjan Sæfari fór í slipp til Akureyrar. Síðan þá hefur fisk- og vöruflutningum verið bjargað með fiskiskipinu Þorleifi og farþegaflutningar eingöngu farið fram með flugi Norlandair milli Akureyrar og Grímseyjar, sem er með áætlun 4 daga vikunnar.

Lesa meira

Bæjarstjórn Akureyrar Rætt um reglur varðandi lokun gatna

Á fundi bæjarstjórnar í gær lagði Hilda Jana Gísladóttir Samfylkingu sem var málshefjandi fram tillögu um lokun ,, þess hluta Hafnarstrætis sem kallast göngugatan verði alfarið lokuð vélknúnum ökutækjum yfir sumarmánuðina, júní, júlí og ágúst. Á þeim tíma verði þó tryggt aðgengi fyrir P-merkt ökutæki fyrir hreyfihamlaða, ökutæki slökkviliðs og sjúkrabíla sem og aðgengi rekstraraðila vegna aðfanga.“

 

Lesa meira