Flúgandi hálka förum varlega
Lögreglan á Norðurlandi sendi frá sér rétt í þessu tilkynningu þar sem varað er við mikilli hálku og hvetur vegfarendur til þess að sýna aðgát sem við skulum gera.
Lögreglan á Norðurlandi sendi frá sér rétt í þessu tilkynningu þar sem varað er við mikilli hálku og hvetur vegfarendur til þess að sýna aðgát sem við skulum gera.
Á fundi bæjarráðs í dag var samþykkt að halda áfram stuðningi við Flugklasan Air66N en áður hafði ráðið samþykkt á fundi sínum þann 5 október s.l. að stuðningur við starfssemina yrði ekki framhaldið frá og með næstu áramótum.
Facebooksíða SAk segir frá því að geðræktarhundurinn Leó hafi hlotið tilnefningu ásamt öðrum hundum sem afreks- og þjónustuhundur ársins 2023.
SSNE hefur boðað til fundar í dag kl. 16,30 í Íþróttahúsinu á Þelamörk með íbúum Hörgársveitar vegna hugmynda um byggingu líforkuvers á Dysnesi. Á fundinn mæta ýmsir sem að verkefninu koma svo sem skipulagsfulltrúi og verkefnastjórar líforkuversins sem halda framsögu og verða pallborðsumræður í kjölfarið, þar sem fulltrúar Matvælaráðuneytisins og Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytisins taka þátt.
Líkan af systurskipunum Sléttbak EA 304 og Svalbak EA 302 var afhjúpað og afhent við hátíðlega athöfn í matsal Útgerðarfélags Akureyringa, í gær, nákvæmlega hálfri öld eftir að þessi glæsilegu skip komu í fyrsta sinn til Akureyrar.
Að smíði líkansins stendur hópur er kallar sig „Stellurnar,“ sem er áhugahópur um varðveislu sögu ÚA togara. Líkanið smíðaði Elvar Þór Antonsson á Dalvík.
Sveitarstjórn Svalbarðstrandarhrepps lýsir þungum áhyggjum af stöðu bænda og íslensks landbúnaðar vegna mikilla kostnaðarhækkana á aðföngum og vegna íþyngjandi vaxtakostnaðar á skuldsettum búum.
Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs, kynnti fjárhagsáætlun Akureyrrbæjar fyrir árið 2024 og sagði meðal annars að sveitarfélagið stæði frammi fyrir miklum áskorunum þar sem umtalsverð óvissa ríkti í efnahagsmálum landsins og ástandið í heimsmálunum flækti einnig myndina.
Nýtt leiksvæði hefur formlega verið tekið í notkun við Grenivíkurskóla. Svæðið er hið glæsilegasta með litlum íþróttavelli með körfuspjöldum, fjölbreyttum leiktækjum og opnu svæði þar sem koma má fyrir hjóla/brettarömpum síðar. Hóll til að renna sér niður af var byggður upp efst á lóðinni, „Þorgeirshóll". Þá verður komið fyrir skrautgróðri á lóðinni innan um og á milli leiksvæðanna, vonandi strax á næsta ári.
Í gær, þriðjudaginn 31. október 2023, var síðasti formlegi vinnudagurinn hans Bjössa, fyrrum formanns, eftir rúmlega 41 ár í starfi fyrir Einingu-Iðju og Einingu þar á undan. Í gær reiknaði hann út að starfsdagar hans fyrir félagið væru þar með orðnir 14.612. Starfsmenn félagsins segja við þessi tímamót í lífi Bjössa; takk kærlega fyrir samstarfið undanfarin ár og áratugi.