Fréttir

Flúgandi hálka förum varlega

Lögreglan á Norðurlandi sendi frá sér rétt í þessu  tilkynningu þar sem  varað er  við mikilli hálku og  hvetur vegfarendur til þess að sýna aðgát  sem við skulum gera. 

Lesa meira

Akureyri - Bæjarráð styður við starfssemi Flugklasans Air66N árið 2024

Á fundi bæjarráðs í dag var samþykkt að halda áfram stuðningi við Flugklasan Air66N en áður hafði ráðið samþykkt á fundi sínum þann 5 október s.l. að stuðningur við starfssemina yrði ekki framhaldið frá og með næstu áramótum. 

Lesa meira

Af geðræktarhundinum Leó

Facebooksíða SAk segir frá því að geðræktarhundurinn Leó hafi hlotið tilnefningu ásamt öðrum hundum sem afreks- og þjónustuhundur ársins 2023.

Lesa meira

Hörgársveit - Kynningarfundur vegna hugmynda um líforkuver á Dysnesi

SSNE hefur boðað til fundar í dag kl. 16,30  í Íþróttahúsinu á Þelamörk með íbúum Hörgársveitar  vegna hugmynda um byggingu líforkuvers á Dysnesi. Á fundinn mæta ýmsir sem að verkefninu koma svo sem  skipulagsfulltrúi og verkefnastjórar líforkuversins sem halda framsögu og verða pallborðsumræður  í kjölfarið, þar sem fulltrúar Matvælaráðuneytisins og Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytisins taka þátt.

Lesa meira

Líkan af „Stellunum“ afhjúpað við glæsilega athöfn

Líkan af systurskipunum Sléttbak EA 304 og Svalbak EA 302 var afhjúpað og afhent við hátíðlega athöfn í matsal Útgerðarfélags Akureyringa, í gær, nákvæmlega hálfri öld eftir að þessi glæsilegu skip komu í fyrsta sinn til Akureyrar.

Að smíði líkansins stendur hópur er kallar sig „Stellurnar,“ sem er áhugahópur um varðveislu sögu ÚA togara. Líkanið smíðaði Elvar Þór Antonsson á Dalvík.

Lesa meira

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps hefur áhyggjur af stöðu bænda.

Sveitarstjórn Svalbarðstrandarhrepps lýsir þungum áhyggjum af stöðu bænda og íslensks landbúnaðar vegna mikilla kostnaðarhækkana á aðföngum og vegna íþyngjandi vaxtakostnaðar á skuldsettum búum.


Lesa meira

Standa vörð um barnafjölskyldur og tekjulægri hópa

Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs, kynnti fjárhagsáætlun Akureyrrbæjar fyrir árið 2024 og sagði meðal annars að sveitarfélagið stæði frammi fyrir miklum áskorunum þar sem umtalsverð óvissa ríkti í efnahagsmálum landsins og ástandið í heimsmálunum flækti einnig myndina.

Lesa meira

Hvað gera iðjuþjálfar?

Sonja Finns og Iris Myriam skrifa

Lesa meira

Grenivík - Allir ánægðir með nýja leiksvæðið

Nýtt leiksvæði hefur formlega verið tekið í notkun við Grenivíkurskóla. Svæðið er hið glæsilegasta með litlum íþróttavelli með körfuspjöldum, fjölbreyttum leiktækjum og opnu svæði þar sem koma má fyrir hjóla/brettarömpum síðar.  Hóll til að renna sér niður af var byggður upp efst á lóðinni, „Þorgeirshóll".  Þá verður komið fyrir skrautgróðri á lóðinni innan um og á milli leiksvæðanna, vonandi strax á næsta ári.

Lesa meira

Björn Snæbjörnsson lætur af störfum

Í gær, þriðjudaginn 31. október 2023, var síðasti formlegi vinnudagurinn hans Bjössa, fyrrum formanns, eftir rúmlega 41 ár í starfi fyrir Einingu-Iðju og Einingu þar á undan. Í gær reiknaði hann út að starfsdagar hans fyrir félagið væru þar með orðnir 14.612. Starfsmenn félagsins segja við þessi tímamót í lífi Bjössa; takk kærlega fyrir samstarfið undanfarin ár og áratugi.

Lesa meira