Fréttir

Vel gekk að selja byggingarrétt í Móahverfi 1 áfanga

Akureyrarbær bauð í mars byggingarrétt i Móahverfi 1 áfanga til kaups og er óhætt að segja að vel hafi til tekist.  Móahverfi er eins og fólki er kunnugt nýtt íbúðahverfi í norðvesturhluta Akureyrar þar sem gert er ráð fyrir að byggðar verði allt að 1.100 íbúðir á næstu árum. Akureyrarbær auglýsti nú eftir tilboðum í 11 lóðir í fyrsta áfanga auk þess sem auglýstar voru tvær lóðir þar sem úthlutun  byggði á uppbyggingu íbúða á grundvelli stofnframlaga.

Lesa meira

Ladies Circle 7 afhendir Rauða krossinum 300.000 krónur

Ladies Circle 7 hélt á dögunum góðgerðarviðburðinn List, lyst og list þar sem safnað var fyrir verkefni Eyjafjarðardeildar Rauða krossins

Lesa meira

Fiskidagurinn mikli snýr aftur í sumar

Fiskidagurinn mikli snýr aftur í sumar eftir heimsfaraldur og verður boðið til hátíðar  dagana  10-13 ágúst nk. ,, Undirbúningur hefur staðið síðan í haust og gengur vel“ segir Júlíus Júlíusson .

Lesa meira

Höfðingleg gjöf til Skógræktarfélags Eyjafjarðar

Skógræktarfélag Eyfirðinga fékk í gær forláta bandsög að gjöf frá Guðmundi Þorsteinssyni, söng og skipasmíðameistara.  Bandsögin sú arna á sér merka sögu, var keypt ný til skipasmíðastöðvar KEA á eftirstríðsárum, þjónaði síðar Slippstöðinni á Akureyri um árabil áður en hún barst í eigu Guðmundar.

Hann hefur haldið hefur gripnum vel við, enda er hún eins og ný úr kassanum og kemur til með að nýtast okkur afar vel til viðarvinnslu í Kjarnaskógi. Við þökkum höfðinglega gjöf !

 Þetta kemur Fram á facebook síðu Skógræktarfélags Eyfirðinga

 

 

Lesa meira

Undan með nagladekkin

Þann 15 apríl nk. eiga nagladekk að vera farin undan bílum án þess  þó að fólk þurfi að fá sting í hjartað strax yfir því að aka enn á nöglunum en burt þurfa þeir nú samt.  Það fer alltaf allt á hliðina á dekkjaverkstæðum á þessum árstíma,  vefnum fýsti að vita hvort skollin væri á vertíð?

Lesa meira

Vinnur þú í öðru bæjarfélagi en þú býrð í?

Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) leitar eftir þátttakendum í rannsókn. Þátttakendur þurfa annað hvort að búa í jaðarbyggðum höfuðborgarsvæðisins og sækja vinnu á höfuðborgarsvæðið eða vera íbúar í nærsveitum Akureyrar sem sækja vinnu þangað.
 
Rannsóknin snýst um fjarvinnu og mögulegar breytingar þar á í kjölfar Covid og áhrif þess á vegakerfið, rannsóknin er styrkt af Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar.
Þátttakendum er boðið að skrá sig í gjafaleik þar sem 10.000 kr. gjafabréf frá Landsbankanum er í boði.
 
Endilega takið þátt með því að fylgja slóðinni: https://survey.sogolytics.com/r/fjarvinna
Lesa meira

Vindar nýsköpunar blása á Siglufirði

Annað árið í röð komu helstu fjárfestar landsins saman á Siglufirði undir lok marsmánaðar til fundar við frumkvöðla í orku-, auðlinda- og umhverfismálum

Lesa meira

Akureyringar að verða 20.000 talsins

Samkvæmt tölum frá Þjóðskrá voru Akureyringar 19.989 þann 1 apríl sl. og því afar líklegt að 20.000 íbúamarkinu verði náð núna á næstu dögum.

Lesa meira

Keyptu allan tækjabúnað úr þrotabúi N4

Ætla sér stóra hluti í framleiðslu á innlendu efni fyrir vefsjónvarp

Lesa meira

Góður gangur í sameiningarviðræðum Sparisjóðs Höfðhverfinga og Sparisjóðs Austurlands

Eins og vefurinn greindi frá í mars sl. ákváðu stjórnir Sparisjóðs Höfðhverfinga ses. og Sparisjóðs Austurlands hf. að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu sjóðanna.

Lesa meira