Mjög góð þátttaka í kvennaverkfalli á Húsavík og Akureyri
Konur og kvár á Akureyri og á Húsavik létu sig ekki vanta á baráttufundi sem haldnir voru í dag og má með sanni segja að góður andi hafi verið ríkjandi, samstaðan algjör.
Konur og kvár á Akureyri og á Húsavik létu sig ekki vanta á baráttufundi sem haldnir voru í dag og má með sanni segja að góður andi hafi verið ríkjandi, samstaðan algjör.
„Vonandi geta einhverjir nýtt sér þessa styrki og þessa lausn sem notuð hefur verið annars staðar og gefið góða raun,“ segir Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit. Sveitarfélagið hefur boðið upp á fjárstyrk til eigenda fasteigna í Eyjafjarðarsveit sem vilja setja upp varmadælur sem draga úr notkun raforku til upphitunar á íbúðarhúsnæði. Miðað er við fasteignir þar sem er föst búseta og dreifikerfi hitaveitu nær ekki til.
10. bekkur Borgarhólsskóla sýnir Pitz Pörfekt í Samkomuhúsinu
Einn af hornsteinum jafnréttisbaráttunnar hér á landi er að tryggja rétt til fæðingarorlofs og tryggja atvinnuöryggi barnshafandi kvenna og síðar beggja foreldra, þannig að óheimilt sé að segja starfsmanni upp störfum vegna fyrirhugaðs fæðingar- eða foreldraorlofs.
Þriðjudaginn 24. október eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn eins og konur gerðu fyrst á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975. Það var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið.
Opnuðu jetski leigu á Húsavík í sumar
NorðurHjálp er nýr nytjamarkaður sem opnaður verður að Hvannavöllum 10 á Akureyri í næstu viku, fimmtudaginn 26. október kl. 12.30. Að honum standa fjórar konur sem allar hafa um árabil tekið þátt í sjálfboðaliðastarfi og eiga þá ósk heitasta að láta gott af sér leiða. Þetta eru þær Sæunn Ísfeld Guðmundsdóttir, Guðbjörg Thorsen, Anna Jóna Vigfúsdóttir og Stefanía Fjóla Elísdóttir. Alla hafa þær að baki langa reynslu af sjálfboðaliðastörfum.
Sæunn segir að undanfarna daga hafi þær stöllur verið að sanka að sér allra handa dóti, húsgögnum, fatnaði, leikföngum, glermunum og bókum, eða bara hverju sem er sem fólk vill láta af hendi og gefa framhaldslíf hjá öðrum. „Við þiggjum allt, stórt og smátt, gamalt og nýtt,“ segir hún og að viðtökur hafi verið góðar. Markaðurinn sé óðum að taka á sig fína mynd og fyllast af fjölbreyttum varningi.
Þann 5. október síðastliðinn fór fram útskrift nemenda viðUHI – University of the Highlands and Islands. Símenntun HA átti þar sjö útskriftarnema úr MBA-náminu. MBA-námið við UHI býður upp á 100% fjarnám og mikinn sveigjanleika svo nemendur geta stundað námið á sínum hraða.
Þetta er í annað sinn sem nemendur frá Símenntun útskrifast úr MBA-náminu og að þessu sinni mættu fjórir útskriftarnemanna til Perth og tóku þátt í hátíðarhöldunum. Ein þeirra er Freydís Heba Konráðsdóttir eða Freyja, eins og hún er kölluð dagsdaglega.
,,Við höfum óskað eftir viðræðum við sveitarfélögin og vonum að ákvörðunin verði endurskoðuð,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands um þá ákvörðun nokkurra sveitarfélaga að hætta þátttöku í verkefni flugklasans Air66N. Alls eru 16 sveitarfélög á Norðurlandi og hafa 12 þeirra styrkt verkefnið, Akureyrarbær greiddi 9 milljónir króna á ári og önnur samtals um 5 milljónir eða sem næst 300 krónur á hvern íbúa þeirra.
Jonna, Jónborg Sigurðardóttir opnar sýningu sína Hlýnun í Hofi laugardaginn 21. október kl. 15.
Jonna notar myndlist sína til að vekja athygli á samfélagslegum þàttum. Verkin á sýningunni eru óhefðbundinn textílverk sem vísa í ruglið og bullið í neyslu okkar og það sem er að gerast í heiminum. Hamfara hlýnun, bràðnun jökla og fleira. Þar eru líka Skólphreinsistöðvar og móðursýki.
„Verk mín eru öll unnin úr endurvinnslu efnum. Ég nota lopa og garnafganga sem ég hef tekið við frá öðrum og margt sem annars hefði endað í ruslinu, ég geng svo langt að tvinna saman stutta spotta og nýti allt. Stæðsti partur af efnivið mínum er mikið magn af mjög vel prjónuðum bútum sem íbúi á Hlíð, Herborg Kàradóttir prjónaði, en hún þjàðist af Alzheimer og lést 2021. Mér þykir vænt um að fá að nota handverk hennar og gera það að mínu. Að lokum hvet ég fólk til að hugsa um neyslu sína, maður byrjar á sjàlfum sér,“ segir Jonna.
Jonna útskrifaðist úr màlunardeild Myndlistarskólans á Akureyri 1995 og úr fatahönnun frá København Mode og Design skolen2011. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og verið virk í myndlistar lífi à Akureyri