Fréttir

„Maður hefur auðvitað gott af þessu, hreyfing stuðlar að vellíðan“

Kári Páll Jónasson er einn þeirra fjölmörgu Íslendinga sem stundað hefur almenningsíþróttir af miklu kappi, raunar mun lengur en þessi tvö hugtök; lýðheilsa og almenningsíþróttir rötuðu inn í almenna umræðu.

Lesa meira

Þvílík seigla, úthald og ástríða hjá einni konu

„Þetta verkefni hefur gengið dásamlega vel,“ segir María Pálsdóttir stjórnarmaður í Ferðamálafélagi Eyjafjarðarsveitar, en verklokum á stóru og miklu verkefni, smíði á risakúnni Eddu var fagnað hjá Beate Stormo eldsmið og bónda í Kristnesi. Fjölmenni mætti heim á hlað í Kristnesi og skoðaði gripinn sem um ókomin ár verður eitt af kennileitum Eyjafjarðarsveitar.

 

Lesa meira

Stofa Jennýjar Karlsdóttur opnuð á Safnasafninu

Jennýjarstofa var opnuð á Safnasafninu á Svalbarðsströnd í dag  samhliða opnun á sumarsýningum safnsins.

Lesa meira

Wilson Skaw dregið til hafnar í Krossanesi

Laust fyrir kl 16 í dag laugardag kom dráttarbáturinn Grettir sterki með flutningaskipið Wilson Skaw í drætti til Akureyrar frá Steingrímsfirði og var skipinu lagt að syðri bryggju í Krossanesi með aðstoð Grettis og dráttarbátsins Seifs.  

Lesa meira

Fjölgun nemenda í iðjuþjálfun kallar á fleiri pláss á vettvangi

Iðjuþjálfunarfræðideild Háskólans á Akureyri og Iðjuþjálfafélag Íslands hafa tekið höndum saman í að hvetja starfandi iðjuþjálfa til að taka bæði á móti nemendum í stuttar vettangsheimsóknir og bjóða fram vettvangsnámspláss í iðjuþjálfun – starfsrétttindanámi.

Lesa meira

„Ég vona að Húsavíkingar fjölmenni í Samkomuhúsið því þetta verður einstakt“

„Hátíðin í ár verður tileinkuð listakonunni Huldu og undurfallega Skjálfandaflóa. Una Stef mun loka hátíðinni með nýju samstarfsverkefni sínu sem ber heitið Huldumál – Ný íslensk sönglög við ljóð Huldu,“ segir Harpa ánægð með að Skjálfandi sé að snúa aftur.

Lesa meira

Alþjóðlegur dagur ljósmæðra

Á heimasíðu SAK er sagt frá því að alþjóðlegur dagur ljósmæðra sé í dag 5. maí en markmið dagsins er að vekja athygli um heim allan á því mikilvæga starfi sem ljósmæður sinna.

Lesa meira

Samstarfssamningur Akureyrarbæjar og Samtakanna ´78 var undirritaður í dag

Í dag var undirritaður sérstakur samstarfssamningur Akureyrarbæjar og Samtakanna ´78 um þjónustu og fræðslu sem samtökin veita í sveitarfélaginu. Samninginn undirrituðu Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri og Daníel E. Arnarson framkvæmdastjóri Samtakanna ´78.

Lesa meira

Flóttaleiðir

 Í ágætu viðtali við Andra Teitsson bæjarfulltrúa í síðasta Vikudegi var honum tíðrætt um nauðsyn þess að koma á flóttaleiðum í núverandi ráðhúsi bæjarins. Þetta er laukrétt hjá honum og ekki seinna vænna að uppfylla lágmarkskröfur í þeim efnum ekki síst ef ætlunin er að halda áfram núverandi starfsemi í húsinu.  Slíkt verkefni ætti ekki að vefjast fyrir bæjarfulltrúum okkar því mín reynsla síðustu áratugina sýnir að þeir hafa náð undragóðum árangri við að útbúa og nýta sér fjölbreyttar flóttaleiðir í málefnum bæjarins. Sá flótti snýst um að komast hjá að framkvæma það sem búið er að ákveða í bæjarstjórn og gildir þá einu hvort þær ákvarðanir voru samþykktar með naumum meirihluta eða að um þær hafi verið algjör samstaða. Aðalatriðið er að forðast framkvæmdir ef nokkur                        kostur er og hefur hugmyndaflugið oft verið óviðjafnanlegt.

Nefna má nokkur dæmi um þennan sífellda flótta.

Lesa meira

Föstudagsfréttir úr Hrísey

Maí er mættur með fyrstu þrastarungana, grænkandi gras og frostlausar nætur.

Það hefur verið töluvert um gesti í eyjunni í dagsferðum og veðrið hefur hjálpað okkur að taka vel á móti þeim. Það voru ekki margir eyjaskeggjar sem tóku þátt í plokkdeginum mikla, en það er nú bara vegna þess að við höfum okkar eiginn hreinsunardag hér í Hrísey og nú fer að styttast í hann. Það er þó alltaf góður siður að taka upp rusl ef maður getur á gönguferðum sínum og setja í næstu tunnu eða gám. Sést hefur til fólks prófa frisbígolfvöllinn og er hann að koma góður undan vetri.

Lesa meira