Í gær var tilkynnt hvaða einstaklingar hefðu hlotið sæmdarheitin Íþróttakona og Íþróttakarl hjá Þór árið 2025. Í kvennaflokki var fótboltakonan Hulda Björg Hannesdóttir kjörin og er það í fyrsta sinn sem hún hlýtur viðurkenninguna. Í karlaflokki var það fótboltamaðurinn Sigfús Fannar Gunnarsson sem var kjörinn og er það einnig fyrsta skiptið sem hann hlýtur þessa viðurkenningu.
Guðni Arnar Guðnason, sérfræðingur í lyf- og innkirtlalækningum, hefur verið ráðinn tímabundið sem forstöðulæknir lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri í fjarveru Guðjóns Kristjánssonar. Að hans sögn eru tækifærin mörg þegar kemur að frekari uppbyggingu lyflækninga á SAk en jafnframt áskoranir sem snúi fyrst og fremst að mönnun og að tryggja þekkingu til framtíðar.
Aðalstjórn Íþróttafélagsins Þórs býður félagsfólki, velunnurum, starfsfólki og iðkendum að mæta í Hamar þriðjudaginn 6.janúar þar sem kjöri íþróttafólks Þórs 2025 verður lýst. Samkoman hefst kl. 17.
Um áramótin taka nýir eigendur við Jónsabúð. Jón Ingólfsson og Jórlaug Daðadóttir hafa nú selt reksturinn og nýir eigendur eru Erica Rivera og Hreinn Skúli Erhardsson. Búðin verður lokuð 2. janúar, en opnar laugardaginn 3. janúar og verður síðan opin með sviðuðu sniði og verið hefur.