Ævintýraleg stemning hefur ríkt í Glerárskóla þessa viku þar sem Harry Potter þemadagar fara nú fram með pompi og prakt. Þetta er í fimmta sinn sem skólinn heldur slíka daga, og líkt og áður, er Glerárskóla umbreytt í sjálfan Hogwarts – skóla galdra og seiða.
Tólf tóna kortérið hefst á nýjan leik í Listasafninu á Akureyri á morgun, laugardaginn 4. október, kl. 15-15.15 og kl. 16-16.15. Þá mun lettneska listakonan Diana Sus frumflytja eigið spunaverk, Glit sálarinnar
Minnisvarði hefur verið reistur við Skjaldarvík til heiðurs Stefáni Jónssyni, klæðskerameistara og bónda, sem átti og rak stórbú í Ytri- og Syðri-Skjaldarvík.
Önnur vinnustofa í verkefninu Allt til enda fer fram dagana 11. og 12. október næstkomandi í Listasafninu á Akureyri. Þá mun Örn Alexander Ámundason, myndlistarmaður, bjóða börnum í 7.-10. bekk að skoða sögu gjörningalistar og gera spennandi tilraunir með miðilinn. Aðgangur er ókeypis, en skráning nauðsynleg á heida@listak.is.