Fréttir

Fjörtíu ár frá fyrsta stígnum

Stígar í skógarskjóli eru afar mikilvægt lýðheilsuverkfæri og verðmæt skógarafurð. Í haust hefur grisjunarfólk Skógræktarfélags Eyfirðinga unnið markvisst að því að breikka stíga í Kjarnaskógi svo snjótroðarinn nýi eigi greiðari leið þar um til hagsbóta fyrir göngu- og skíðaunnendur á komandi vetri.

Lesa meira

Klemma á byggingamarkaði meðan ástandið er erfitt

„Það er eitthvað til af nýjum óseldum íbúðum á Akureyri, staðan er þannig að  mikil óvissa er ríkjandi og margir halda að sér höndum,“ segir Heimir Kristinsson varaformaður Byggiðnaðar, félags byggingamanna. Mikill samdráttur er í fjölda nýrra framkvæmda og nam hann um 68% á milli ára á landsvísu að því er fram kemur í nýjustu talningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Lesa meira

„Alltaf ánægjulegt að skila einhverju til baka“

Gleðja íbúa Hvamms þrettánda árið í röð

Lesa meira

Lýst er eftir vitnum

Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi eftirfarandi tilkynningu út fyrr í kvöld. 

Lesa meira

Bæjarráð Akureyri um þyrlu fyrir norðan

Bæjarráð Akureyrar fagnar framkominni þingsályktun um fasta starfsstöð á Akureyri fyrir eina af þyrlum Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

JÓLASKRAUT MEÐ MIKILVÆGAN TILGANG!

Velferðarsjóður Eyjafjarðarsvæðis, Glerártorg og Slippurinn Akureyri kynna spennandi samstarf í aðdraganda jólanna.

Lesa meira

Öld liðin frá fæðingu Jón Marteins Jónssonar klæðskera og kaupmanns

Í dag 3. nóvember, eru 100 ár liðin frá fæðingu Jóns Marinós Jónssonar klæðskera og kaupmanns, en hann var stofnandi hinnar alkunnu  Herradeildar JMJ á Akureyri.

Lesa meira

„Bleikjan hefur í raun fylgt mér alla tíð“

Ísland flytur út sjávarafurðir til nærri níutíu þjóðlanda og eðli málsins samkvæmt eru markaðslögmálin mismunandi, enda kröfur og hefðir ólíkar eftir löndum.

Þrátt fyrir gæði og ferskleika íslenskra sjávarafurða selur fiskurinn sig ekki sjálfur, síður en svo.

Á einni málstofu Sjávarútvegsráðstefnunnar í Reykjavík í dag voru sagðar sögur úr heimi sölumála sjávarafurða, tilgangurinn var að miðla þekkingu og reynslu til annarra.

Birgir Össurarson sölu- og markaðsstjóri Ice Fresh Seafood, sem annast sölu afurða Samherja og fleiri fyrirtækja, var einn þeirra sem sagði frá sinni reynslu í sölumálum en hann hefur starfað í greininni í áratugi.

Lesa meira

Þingeyjarsveit styður Flugklasann Air66N

 

 

 

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur samþykkt að halda áfram stuðningi við Flugklasann Air66N. Markaðstofa Norðurlands sendi erindi til Þingeyjarsveitar líkt og fleiri sveitarfélaga á Norðurlandi og óskaði stuðnings við verkefnið. 

Lesa meira

,,Sjáðu mamma, ég gat þetta!”

Fjögurra ára sonur minn hrópaði úr stórum kastala: ,,Mamma sjáðu mig ég er svo duglegur, ég gat þetta!!"

 Ég svaraði:  ,,Já ég sá það, þú klifraðir upp alveg sjálfur og fórst mjög varlega."

 Hann:  ,,Já ég gat þetta alveg sjálfur.”

Lesa meira