„Það hefur verið mikið að gera hjá okkur síðustu daga, stöðugur straumur og sem dæmi tókum við á tókum við á móti 100 þúsund einingum á föstudag. Það er næstmesta magn sem við höfum fengið á einum degi,“ segir Indriði Helgason verkstjóri hjá Endurvinnslunni á Akureyri. Endurvinnslan sér um móttökum allra einnota drykkjarvöruumbúða hér á landi, greiðir út skilagjald, undirbýr til útflutnings og selur til endurvinnslu. Ísland var fyrsta land í heiminum til að koma á skilagjaldskerfi á landsvísu fyrir allar einnota drykkjarvöru umbúðir. Frá því fyrirtækið hóf starfsemi árið 1989 hefur náðst góður árangur í söfnuninni, skilin nálagast það að vera um 90% á ársgrundvelli.