Fréttir

Nýjar reglur um fjárhagsaðstoð hjá Akureyrarbæ

Nýjar reglur um fjárhagsaðstoð hjá Akureyrarbæ voru samþykktar á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Meirihlutinn lagði fram breytingartillögu við  reglur um fjárhagsaðstoð á fundinum en þær miða að því að aðstoða þá sem höllustum fæti standa.

Lesa meira

Af bogum og flugdrekum Eyrarpúka

Ingólfur Sverrisson skrifar Þanka gamals Eyrarpúka

Í mínu ungdæmi á Eyrinni fór oft drjúgur tími í að smíða eigin leikföng, vopn og verjur. Á þeim tíma var ekki mikið úrval slíkra hluta í búðum og enn síður peningar til að fjárfesta í þeim þá sjaldan þeir voru á boðstólum. 

Lesa meira

Endurvinnslan 100 þúsund dósum skilað inn á einum degi

„Það hefur verið mikið að gera hjá okkur síðustu daga, stöðugur straumur og sem dæmi tókum við á tókum við á móti 100 þúsund einingum á föstudag. Það er næstmesta magn sem við höfum fengið á einum degi,“ segir Indriði Helgason verkstjóri hjá Endurvinnslunni á Akureyri. Endurvinnslan sér um móttökum allra einnota drykkjarvöruumbúða hér á landi, greiðir út skilagjald, undirbýr til útflutnings og selur til endurvinnslu. Ísland var fyrsta land í heiminum til að koma á skilagjaldskerfi á landsvísu fyrir allar einnota drykkjarvöru umbúðir. Frá því fyrirtækið hóf starfsemi árið 1989 hefur náðst góður árangur í söfnuninni, skilin nálagast það að vera um 90% á ársgrundvelli.

Lesa meira

Aðgegni fyrir alla í hjarta bæjarins

Framkvæmdir komnar vel af stað við sameiginlega lóð kirkju og Bjarnahúss

Lesa meira

Framsókn stendur með bændum

Nú er sumarið komið og senn líður að þinglokum, tíminn líður hratt og kjörtímabilið er áður en við vitum af hálfnað. Ég hef fengið þann heiður að fá að vera þingmaður Framsóknar síðustu tvö ár eftir að hafa verið varaþingmaður árin á undan. Í grunninn er ég þó bóndi og baráttan fyrir bættum kjörum bænda var það sem dreif mig áfram til þess að bjóða mig fram til þings

Lesa meira

Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík tilnefnd sem VIRKt fyrirtæki 2023

Gott samstarf hefur verið á milli HSN á Húsavík og atvinnutengingar VIRK undanfarin ár og fær stofnunin hrós fyrir gott viðmót og viðhorf gagnvart þjónustuþegum

Lesa meira

Íbúar í Hörgársveit nú komnir yfir 800

Íbúar í Hörgársveit eru nú samkvæmt samantekt Þjóðskrár orðnir 801 og hefur fjölgað um 97 frá 1. desember 2021 og um 32 frá 1. desember 2022. 

Lesa meira

Föstudagsfréttir úr Hrísey

Það er ekki alvöru föstudagur ef ekki koma fréttir frá Hrísey, gjörið þið svo vel hér. Sumardagurinn fyrsti var í gær og hér í Hrísey var bæði sólskin og hiti. Margt fólk heimsótti eyjuna, bæði í dagsferðum og til dvalar yfir langa helgi. Það því líf og fjör á hátíðarsvæðinu og dásamlegt að heyra hlátrasköllin í bland við fuglasönginn. Fuglarnir eru að snúa heim eftir vetrardvöl á hlýrri slóðum og flögra nú um eyjuna í leit að maka með tilheyrandi söngvaflóði. 

Lesa meira

Þúsundir á Andrésar andar leikum í Hlíðarfjalli

Andrésar andar leikarnir standa nú sem hæst í Hlíðarfjalli og er talið að allt að 3.000 gestir séu í bænum af því tilefni.

Lesa meira

Rándýr spurningaþraut

Spurningaþraut Vikublaðsins #4

Lesa meira