Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar?
Einhver myndi segja að sá bóndi er seldi frá sér allar bestu mjólkurkýrnar væri vitlaus maður. Utan ef tilgangurinn væri að pakka saman, hætta rekstri og selja hæstbjóðanda.
Einhver myndi segja að sá bóndi er seldi frá sér allar bestu mjólkurkýrnar væri vitlaus maður. Utan ef tilgangurinn væri að pakka saman, hætta rekstri og selja hæstbjóðanda.
Grunnstef Lýðræðisflokksins er gott samstarf við Nato sem er varnarbandalag og hefur verið hornsteinn í utanríkisstefnu Íslands
Í Menntastefnu Akureyrarbæjar segir: „Verkviti er gert hátt undir höfði til þess að börn nái í síauknum mæli að tengja saman hug og hönd í skapandi umhverfi. Akureyrarbær hefur ríkan metnað til þess að í hverjum skóla starfi hæft og öflugt fólk og að eftirsóknarvert sé að starfa þar. Stuðningur skólayfirvalda við starfsþróun leikur þar stórt hlutverk“. Skipulag skóla gerir ráð fyrir samvinnu starfsfólks, sveigjanleika í skipulagi, teymiskennslu og samþættingu námsgreina“ (Menntastefna Akureyrarbæjar, 2020-2025).
Heilbrigðiskerfið okkar er hjartað í því velferðarsamfélagi sem tekist hefur að byggja upp á Íslandi. Á yfir 40 fundum sem Samfylkingin bauð til um allt land til að ræða heilbrigðis- og öldrunarmál var ljóst að sinnuleysi og fyrirhyggjuskortur undanfarinna ríkisstjórna er að hola innan öryggistilfinningu fólks. Ekki síst í okkar kjördæmi þar sem vegalengdir eru langar, veður viðsjál og langt til Reykjavíkur. Að heilsugæslan neyðist til að reiða sig á íhlaupalækna til að bjarga vandanum tímabundið stoðar lítt. Það byggir ekki upp það traust og samfellu sem þarf til að fólk njóti þess margháttaða ávinnings sem rannsóknir hafa sýnt að fylgi því að hafa fastan heimilislækni. Enda settum við það sem okkar fyrsta heit í nýju framkvæmdaplani heilbrigðismála til tveggja kjörtímabila.
Við erum tilbúin.
Búsetutengdur munur á notkun þjónustu sérgreinalækna er mjög mikill. Íbúar dreifbýlis nota þjónustuna mun minna en höfuðborgarbúar og íbúar Vestfjarða og Austfjarða minnst allra, nefnilega þrisvar sinnum minna en höfuðborgarbúar. Lýðheilsuvísar benda ekki til þess að íbúar í dreifbýli séu heilsubetri en höfuðborgarbúar. Nærtæk skýring á þessum mun er að kaupandi þjónustunnar, ríkið, lætur sig engu varða hvar þjónustan er veitt og hún hefur nær öll byggst upp í Reykjavík. Í versta falli er afleiðingin sú að þau sem búa næst þjónustunni nýta hana umfram þörf og hin sem fjær búa minna en æskilegt væri. Hvoru tveggja er hættulegt og brýnt að rýna lög og hvort þeim er fylgt.
Af þeim 27 fjölmiðlum sem hlutu rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla 2024 voru 13 staðbundnir fjölmiðlar og af þeim 10 staðsettir utan höfuðborgarsvæðisins. Hver og einn af þessum staðbundnu miðlum þjónar gríðarlega mikilvægu hlutverki í sinni heimabyggð og styrkveitingin því sannarlega fagnaðarefni.
Hver króna sem fer til íþróttafélaga er króna sem skilar sér margfalt til baka í samfélagið. Um kosti íþróttastarfs á Íslandi verður ekki deilt. Starfið er faglegt, fjölbreytt og gott. Það sem hefur breyst á undanförnum árum er að íþróttir eru gríðarlega atvinnuskapandi. Félögin á Íslandi í dag eru orðin stærri og komin með fleiri starfsmenn í full störf. Ásamt því að afleidd störf tengd íþróttum á Íslandi, t.d. í ferðaþjónustu, eru orðin ansi mörg og drjúg.
Greinin er skrifuð í nafni Stangaveiðifélags Akureyrar, Stangaveiðifélagsins Flúða, Veiðifélags Fnjóskár, Veiðifélags Eyjafjarðarár, Veiðifélags Hörgár, Fiskirannsókna ehf, félagsskapar sem kallast Bleikjan - Styðjum stofninn, SUNN - Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi, Landssambands veiðifélaga, NASF – Verndarsjóðs villtra laxastofna og Íslenska náttúruverndarsjóðsins – IWF.
Þetta er grundvallarspurning sem allir íslendingar þurfa að gera upp við sig ásamt þeirri spurningu hvort byggð eigi yfir höfuð að haldast annars staðar en á sv-horninu. Með ríkjandi borgríkisstefnu síðustu ára í boði Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hefur það skilað 85% þjóðarinnar á eitt horn landsins.
Það snjóaði um daginn. Götur urðu flughálar. Og ég dreif mig með bíl konu minnar í dekkjaskipti. Þú kemst að eftir tíu daga, var svarið sem ég fékk.