Fréttir

Beate Stormo eldsmiður og bóndi í Kristnesi Hrærð yfir jákvæðum viðbrögðum

„Það er góð tilfinning að hafa lokið þessu verki,“ segir Beate Stormo eldsmiður og bóndi í Kristnesi í Eyjafjarðarsveit, en hefur undanfarin tvö ár verið önnum kafin við að smíða risakúnna Eddu, sem verður nýtt kennileiti í sveitinni sem er eitt helsta framleiðsluhérað mjólkur hér á landi. Kýrin er 3 metrar á hæð, 5 á lengd og 140 á breiddina.

Beate segir að verkið hafi fengið mjög jákvæð viðbrögð og hún sé hrærð yfir því hve fólk hafi tekið verkinu vel og hrósað smíðinni. „Kýr eru fallegar skepnur, hver og ein hefur sinn karakter og þær eiga líka langa sögu með mannfólkinu, nánast frá upphafi vega og eiga líka sínar sterku rætur í norrænni goðafræði. Það er því svolítið leiðinlegt hvað margir eru farnir að níða kúnna niður. Mitt mat er að kýrin sé stórbrotin skepna og ég vildi umfram allt skapa fallega kú.“

Lesa meira

Varaformaður Byggiðnar um smíðakennslu í Oddeyrarskóla Skapandi greinar lenda oft utangarðs í skólakerfinu

„Það er forkastanlegt en því miður alltof algengt að handverks- og listgreinar lendi utangarðs í skólakerfinu,“ segir Heimir Kristinsson varaformaður Byggiðnar, félags byggingarmanna.

Tilefnið er sú hugmynd að nýta smíðastofa í Oddeyrarskóla undir leikskóladeild til að mæta brýnni þörf fyrir leikskólapláss á Akureyri. Gert er ráð fyrir að ný leikskóladeild verði opnuð í endurbættri smíðastofu Oddeyrarskóla síðsumars.

Lesa meira

Gul viðvörun vegna veðurs!

Veðurstofa íslands hefur gefið út viðvörun vegna veðurs sunnudag  og mánudag og má segja hreint út að framundan sé hreint skítaveður sem gengur ekki niður fyrr en sinni hluta mánudagsins.

Lesa meira

Þankar gamals Eyrarpúka

Sjálfsbjargarviðleitni var í hávegum höfð hjá okkur strákunum á Eyrinni um miðja síðustu öld. Við biðum ekki eftir því að bálkestir yrðu hlaðnir fyrir gamlárskvöld heldur hlóðum þá sjálfir, við biðum ekki eftir að fá vopn og verjur að gjöf heldur smíðuðum þau sjálfir og við biðum heldur ekki eftir að bærinn opnaði fótboltavelli handa okkur en gerðum þá sjálfir.

Lesa meira

Velferðarráð Sjá fram á skerðingu á þjónustu í sumar því ekki fæst starfsfólk

Velferðarráð hefur þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem er komin upp varðandi mönnunarvanda stuðningsþjónustu Akureyrarbæjar og sér fram á skerðingu á þjónustu í sumar vegna þess. 

Hulda Elma Eysteinsdóttir formaður velferðarráðs segir að ekki hafi gengið vel að ráða fólk í sumarafleysingu á velferðarsviðið og enn vanti þar nokkur stöðugildi til að unnt verði að halda uppi fullnægjandi þjónustu í sumar.

Lesa meira

„Við hlökkum til að tengjast, kynnast og læra“

-Segir Huld Hafliðadóttir, forstöðukona STEM Húsavík sem fagnar ársafmæli verkefnisins með áfangasigri

Lesa meira

KA konur Íslandsmeistarar í blaki

KA konur urðu Íslandsmeistarar i blaki í kvöld þegar þær löguð lið Aftureldingar í þremur hrinum gegn tveimur í  algjörum spennutrylli sem fram fór í KA heimilinu.  Úrslit í einstökum hrinum vour sem hér segir. :  17 25, 21 21, 25 17, 20 25 og 15 12.

KA konur eru því annað árið í röð handhafar allra titla sem hægt er að vinna í kvennablaki sem verður að teljast mjög vel að verki staðið.

 

Lesa meira

Föstudagsfréttir frá Hrísey

Það hafa verði fallegir dagarnir í Hrísey.

Veður hefur verið að mestu gott og margir sjást í görðum sínum í vor og snemm-sumarverkum. Fuglar eru farnir að verpa í görðum og um alla ey og því ágætt að minna fólk á að fara varlega ef gengið er utan vega. Einnig biðjum við fólk að passa ferfættu vini sína, hafa í taumi og vernda þannig fuglalífið í Hrísey. 

Lesa meira

Græðgin flytur fljót

Ferðalangar um hringveginn í Hörgárdal hafa í áranna rás eflaust rekið augun í malarhauga á bökkum Hörgár hér og þar, efni sem unnið hefur verið úr farvegi og eyrum árinnar líkt og við fjölmörg önnur íslensk vatnsföll. Malartekja við vatnsföll er vandmeðfarin svo ekki sé meira sagt. Hún þarf að vera afar hófleg og taka þarf fullt tillit til lífríkisins og náttúrunnar allrar. Að öðrum kosti getur mikill skaði hlotist af slíku brölti.

Lesa meira

SAk - Stofnuð verði þekkingar- og ráðgjafarmiðstöð um ME-sjúkdóminn

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela Sjúkrahúsinu á Akureyri í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Norðurlands að koma á fót þekkingar- og ráðgjafarmiðstöð um ME sjúkdóminn. Alþjóðlegi ME dagurinn er í dag sem miðar að því að efla vitund um sjúkdóminn sem veldur langvarandi vöðvaverkjum og bólgum í heila eða mænu.

Vitað er að ýmsar sýkingar geta valdið ME sjúkdómnum. Hluti sjúklinga sem veiktust af Akureyrarveikinni þegar hún geisaði fyrir 75 árum þróaði með sér ME. Í fyrstu var talið að um mænuveikifaraldur væri að ræða en nú er flest talið benda til þess að um sýkingu hafi verið að ræða þótt sýkillinn hafi aldrei fundist. Fjölmörgum faröldrum eins og Akureyrarveikinni hefur verið lýst í heiminum þar sem sýkill hefur ekki fundist og hluti þeirra sem veikist þróar með sér langvarandi sjúkdómseinkenni líkt og ME.

Lesa meira