Leyfilegt að taka besta vininn með á Sykurverk
„Okkur langaði óskaplega mikið að prófa þetta, við gefum þessu sem tilraun nokkra mánuði en skemmst er frá því að segja að fyrstu dagarnir fara vel af stað,“ segir Helena Guðmundsdóttir sem ásamt tveimur dætrum sínum, Karolínu Helenudóttur og Þórunni Jónu Héðinsdóttur rekur kaffihúsið Sykurverk við Strandgötu á Akureyri. Þar á bæ hafa öll tilskilin leyfi fengist frá Heilbrigðiseftirliti Eyjafjarðar þannig að hundar geta fylgja eigendum sínum á kaffihúsið. „Við hlökkum mikið til að sjá hvernig þetta þróast, fyrstu hundarnir eru þegar mættir og sitja prúðir í taumi hjá eigendum sínum.“