Fréttir

Ævintýragarðurinn við Oddeyrargötu 17 opinn

„Það er draumur hvers manns að skapa og miðla með öðrum. Með það í huga hef ég á síðustu árum skapað hin ýmsu verk sem ég staðset svo í garðinum við heimili mitt,“ segir Hreinn Halldórsson alþýðulistamaður, Oddeyrargötu 17 á Akureyri en þar hefur hann komið upp sannkölluðum Ævintýragarði.

Lesa meira

Vikublað dagsins er komið út.

Blað dagsins hefur litið dagsins ljós og það er eins  og vera ber eitt  og annað þar að finna.

Krossgata og spurningar. Geta pabbar ekki grátið spyr Inga Dagný Eydal, Vaglaskógur verður opnaður um helgina, eldri borgurum gefst á ný kostur á að kaupa heitar máltíðir á viðráðanlegu verði.

Ólöf Björk Sigurðardóttir(Ollý)  fékk á dögunum gullmerki fyrir sjálfboðaliðastörf innan íþróttahreyfingarinnar, en hún hefur staðið í stafni íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar í nær tvo áratugi.

Á Húsavík ,,reis» BarnaBær í krakkaveldi

Hjálmar Bogi fer yfir fyrsta árið við stjórn á Norðurþingi, Steini Pé og Fúsi Helga skrifa afmælisgrein um Hún og Eiríkur Jóhannsson  formaður KA er i viðtali  

 Áskriftarsíminn er 860 6751!

Lesa meira

EasyJet hefur áætlunarflug til Akureyrar

Eitt stærsta flugfélag Evrópu, easyJet, mun fljúga beint frá Gatwick í London til Akureyrar næsta vetur í áætlunarflugi. Flugfélagið hefur nú þegar opnað fyrir bókanir, en fyrsta flugferðin verður 31. október. Flogið verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum, út mars 2024.

Lesa meira

Lestrarátak í Glerárskóla

Nemendur á yngsta- og miðstigi Glerárskóla hafa varla litið upp úr bókunum síðustu daga. Efnt var til sérstaks lestrarátaks meðal krakkanna sem sannarlega sló í gegn. Átakið varði í 13 kennsludaga og heimalestur var talinn með. Alls lásu nemendurnir í samtals 1.506 klukkustundir og meðallestur nemanda var 6,73 klukkustundir.

Lesa meira

AC/DC gerð góð skil á Græna hattinum

Á rokkmessunni fá aðdáendur sveitarinnar að heyra lög eins og Back in black, Thunderstruck, You shook me all night long, Highway to hell og fleira

Lesa meira

Hótel Akureyri: Glæsileg hús með einstaka sögu

„Stækkun hótelsins hefur verið á teikniborðinu í nokkur ár,“ segir Daníel Smárason eigandi Hótels Akureyrar þar sem stórhuga framkvæmdir eru fyrirhugaðar á næstu misserum.

Hótelið er nú í húsi við Hafnarstræti 67 – 69, Skjaldborg eins og það heitir. Því húsi standa líka yfir framkvæmdir, þar verður ný móttaka, kaffibar og 52 herbergi og segir hann að ætlunin sé að starfsemi verði hafin þar fyrir jól.

 

Lesa meira

Fleiri gestir og meiri tekjur á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli

Unnið er að undirbúningi sumaropnunar fyrir útivistarfólk í Hlíðarfjalli þessa dagana. Stefnt er að því að opna hjólagarð þegar aðeins er liðið á júlímánuð og verður hann opin fram í september. Farið verður í umfangsmikla og kostnaðarsama viðhaldsvinnu í sumar, meðal annars við Fjarkann og Fjallkonuna. Einnig verður nýr vír settur í Stromplyftuna, gírabúnaður endurnýjaður í Hjallabraut og svo mætti áfram telja. Þar fyrir utan er tímabært að ráðast í ýmsar framkvæmdir og endurnýjun á húsakosti svæðisins.Viðamesta framkvæmd sumarsins á skíðasvæðinu er bygging nýrrar vélageymslu, reisulegs stálgrindarhúss, og eru áætluð verklok 2024

Lesa meira

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar sýninguna sína Vegamót í Hofi

Á vegamótum er horft um farinn veg og einstaka viðkomustaði tímans með allt það hafurtask sem fylgt hefur hverjum og einum í gegnum lífið. Fundnir hlutir, eins og mannfólkið, koma víða að og varpa ljósi á ólíka menningarheima en eru um leið vitnisburður um sömu gildi og sömu þrár hvert sem litið er. 

Lesa meira

Ég er enginn royalisti

Egill P. Egilsson skrifar um óminni æsku sinnar

Lesa meira

Stærstur hluti starfsemi HSN flytur í Sunnuhlíð um næstu áramót

Stærstur hluti af starfsemi Heilbrigðisstofnunar Norðurlands flytur í Sunnuhlíð um næstu áramót, heimahjúkrun verður áfram í núverandi húsnæði við Skarðshlíð og sálfélagsleg þjónusta og geðheilsuteymi flytja í Hvannavelli 14.  Unnið er að því að finna húsnæði fyrir þann hluta yfirstjórnar sem er á Akureyri.

Lesa meira