Viltu höggva þitt eigið jólatré?
Ef þú ert þeirrar gerðar að það höfðar til þín að velja og höggva jólatréð sem svo seinna í stofunni þinni stendur og stjörnurnar glampa á, þá er tækifærið að renna upp!
Ef þú ert þeirrar gerðar að það höfðar til þín að velja og höggva jólatréð sem svo seinna í stofunni þinni stendur og stjörnurnar glampa á, þá er tækifærið að renna upp!
Vettvangsteymi er úrræði innan Akureyrarbæjar sem styður einstaklinga með geðfötlun og viðvarandi vímuefnavanda. Teymið veitir þjónustu alla daga ársins og aðstoðar við verkefni sem snúa að athöfnum daglegs lífs, svo sem innkaupum, erindrekstri, áminningum um lyfjatöku og öðru sem þarf hverju sinni.
Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Sólrún Óladóttir, lektor og deildarforseti við Iðjuþjálfunarfræðideild er vísindamanneskjan að þessu sinni
KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins þann 2. desember og fór styrkúthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Var þetta í 91. skipti sem veitt er úr sjóðnum sem rekur starfsemi sína allt aftur til ársins 1936. Úthlutað var tæplega 28 milljónum króna til 63 aðila. Styrkúthlutun tók til þriggja flokka samkvæmt reglugerð sjóðsins: Menningar- og samfélagsverkefna, Íþrótta- og æskulýðsfélaga og Ungra afreksmanna.
Bæjarráð Akureyrar telur algjört forgangsmál að nýtt hjúkrunarheimili verði tekið í notkun á Akureyri eins fljótt og auðið er, enda sár þörf fyrir fleiri hjúkrunarheimili í sveitarfélaginu. Bæjarráð ræddi á dögunum um nýbyggingu hjúkrunarheimilis á Akureyri.
Leikfélag VMA setur í vetur upp leikritið Vertu Perfect eftir Pétur Guðjónsson í leikstjórn höfundar. Þetta verður heimsfrumsýning á verkinu en til stóð að setja það upp af Nemendafélagi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki árið 2021 og var æfingaferli langt komið, í leikstjórn Péturs. En vegna Covid-faraldursins varð ekkert af því.
Það var margt um manninn á Ráðhústorginu í gær þegar ljós voru tendruð á jólatréinu sem er gjöf fra Randers vinabæ Akureyrar i Danmörku og Jólaþorpið á ,,Torginu" var formlega opnað.
Hið vinsæla lambadagatal Ragnars Þorsteinssonar, sauðfjárbónda og ljósmyndara í Sýrnesi Aðaldal, er nú orðið ellefu vetra og ekkert lát á eftirspurn.Ragnar tekur að venju allar myndirnar í dagatalið á sauðfjárbúi fjölskyldunnar í Sýrnesi.
Samfylking, Miðflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn náðu öll tveimur þingmönnum, Viðreisn og Flokkur fólksins einu þingmanni hvor flokkur. Önnur framboð náðu ekki inn að þessu sinni.
Fulltrúar minnihlutans í umhverfis- og mannvirkjaráði Akureyrarbæjar lýsa yfir efasemdum um staðsetningu jöfnunarstoppistöðvar á bökkum Glerár, á móts við Glerártorgi. Jöfnunarstöð Strætisvagna Akureyrar var rædd á fundi ráðsins sem og endurskoðun á leiðakerfi SVA vegna færslunnar og lagðar fram tvær leiðir til að koma til móts við þá breytingu.