Fréttir

Vindar nýsköpunar blása á Húsavík

Krubbur hugmyndahraðhlaup 2025

Lesa meira

Þokkaleg bjartsýni ríkjandi innan ferðaþjónustunnar á Norðurlandi

„Við finnum fyrir þokkalegri bjartsýni á gott sumar hjá ferðaþjónustuaðilum á Norðurlandi. Það er ekki farið að bera neitt á afbókunum t.d. frá Bandaríkjamönnum,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Vangaveltur hafa verið upp að dregið gæti úr ferðahug þarlendra í kjölfar þess að haldið er með öðrum hætti um stjórnartauma þar en við eigum að venjast eftir að Trumpstjórnin tók við völdum.

Lesa meira

Landslag andlitanna í Deiglunni

Facial Landscapes – Landslag andlitanna er heiti á sýningu sem Angelika Haak, mars gestalistamaður Gilfélagsins heldur í Deiglunni kl. 16 í dag, fimmtudaginn 27. mars.

Lesa meira

Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða?

Þú ert mætt til læknisins þíns og bíður niðurstöðu úr sýnatökum. Nokkuð er síðan þú fórst að finna fyrir einkennum sem að lokum urðu til þess að þú ákvaðst að láta skoða hvað mögulega væri að.

Lesa meira

Árangursríkt lestrarátak í Glerárskóla

Á heimasíðu Akureyrarbæjar segir frá lestrarátaki sem nemendur Glerárskóla hafa sökkt í síðustu daga. 

,,Efnt var til sérstaks lestrarátaks meðal krakkanna sem sannarlega sló í gegn. Átakið varði í tvær vikur og lesið var af kappi í skólanum og heima. Á hverjum degi átaksins var birt súlurit á göngum skólans sem sýndi hversu mikið hver bekkur var búinn að lesa. Á gangi skólans og í skólastofum voru niðurteljarar sem sýndu hversu langt var eftir af átakinu. Ýmislegt var gert til þess að auka stemninguna hjá nemendum og hvetja til lestrar.

Lesa meira

Stækkum Skógarlund!

Í Skógarlundi á Akureyri rekur Akureyrarbær vinnustað þar sem veitt er þjónusta til fólks með langvarandi stuðningsþarfir skv. lögum nr. 38/2018. Fullorðnir einstaklingar stunda virkni og vinnu á skilgreindum vinnusvæðum ásamt því að stutt er við ýmsa félagslega þætti, umönnun og afþreyingu. Einnig er framleidd í Skógarlundi listræn gjafavara af ýmsu tagi.

Lesa meira

Sveitarstjóri og oddviti Þingeyjarsveitar Ræddu hagsmunamálin við ráðamenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri og Gerður Sigtryggsdóttir oddviti í Þingeyjarsveit gerðu sér ferð til Reykjavíkur til að hitta ráðamenn og ræða hagsmunamál Þingeyjarsveitar. Þær funduðu meðal annars með forstöðumanni Jöfnunarsjóðs þar sem farið var yfir nýjar úthlutunarreglur og hvaða þýðingu þær hafa fyrir sveitarfélagið.

Lesa meira

Framsýn Vill aukinn byggðakvóta til Raufarhafnar

Framsýn stéttarfélag hefur lengi haft áhyggjur af atvinnuástandinu á Raufarhöfn enda atvinnulífið einhæft og þá hefur laxeldi á landi eða sjó hvað þá ferðaþjónusta eða önnur atvinnustarfsemi en fiskvinnsla ekki náð sér á strik í byggðarlaginu. Það er ólíkt mörgum minni sjávarplássum í öðrum landsfjórðungum s.s. á Vestfjörðum og/eða á Austurlandi. Fólksfækkun hefur verið viðvarandi vandamál á síðustu áratugum á norðausturhorninu sem tengist ekki síst einhæfu atvinnulífi.

Lesa meira

Ágústa Ágústsdóttir þingmaður Miðflokksins í Norðaustukjördæmi lýsti lífi þolanda líkamlegs og kynferðislegs ofbeldis í ræðustól Alþingis í dag

Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins í Norðaustukjördæmi, lýsti líkamlegu sem og kynferðslegu ofbeldi sem hún varð fyrir í 14 ár í ræðu sem hún flutti á Alþingi í dag.

Vefur Vikublaðsins fékk góðfúslegt leyfi Ágústu til þess að birta ræðuna.

Lesa meira

Aðalfundur Félag eyfirskra kúabænda Stóri-Dunhagi með mestar afurðir í fyrra

Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur á aðalfundi Félags eyfirskra kúabænda nýverið. Verðlaunagripina gerði Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir, Höllin verkstæði Hörgársveit.Góðir gestir komu til fundarins, þeir Trausti Hjálmarsson formaður BÍ og Rafn Bergsson, formaður Nautgripadeildar BÍ.

Lesa meira