Þingeyjarsveit - Nýr snjótroðari í Kröflu
Þingeyjarsveit hefur fest kaup á snjótroðara til að nota á skíðasvæðinu í Kröflu. Íþróttafélagið Mývetningur mun hafa umsjón með notkun tækisins, en félagið hefur unnið gríðarlega mikilvægt starf síðustu ár við að byggja upp öflugt skíðastarf á svæðinu.