Golfklúbbur Akureyrar - Framkvæmdir í fullum gangi
Miklar framkvæmdir hafa verið í byggingu nýrrar inniaðstöðu Golfklúbbs Akureyrar, síðastliðinn vetur var kjallari byggður en smá hlé var gert yfir sumarmánuðina vegna hita og svo var aftur hafist handa í ágústmánuði við reisingu stálgrindar. Stálgrindin reis hratt og ekki hægði á þegar yleiningarnar fóru hver af annarri að hlaðast upp. Nú í dag þegar þetta er skrifað er búið að loka húsinu með yleiningum og flestir gluggar komnir í einnig. Fyrr í vikunni var svo hafist handa við millibygginguna sem tengir golfskálann við nýju bygginguna.