Baldvin Gunnarsson Íslandsmeistari Pro Open
Sannkölluð myndaveisla frá síðasta sjókrossmóti vetrarins sem fram fór á Fjarðarheiði
Sannkölluð myndaveisla frá síðasta sjókrossmóti vetrarins sem fram fór á Fjarðarheiði
Á föstudag var tilkynnt að 28 verkefni hljóti styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2023 fyrir alls 550 milljónir. Verkefnið "Hrísey - greið leið um fornar slóðir" hlaut 27 milljónir króna og "Grímsey - bætt upplifun og öryggi" hlaut 6,8 milljónir króna, hvort tveggja eru verkefni sem Akureyrarbær sótti um fyrir hönd eyjanna.
Eyfirski safnadagurinn verður haldinn á fimmtudag, Sumardaginn fyrsta, 20. apríl en þann dag opna söfn og sýningar við Eyjafjörð dyr sínar fyrir gestum og gangandi.
„Þetta eru auðvitað vonbrigði. Beint flug á Norðurland breytir landslagi ferðaþjónustunnar, ekki síst að vetri til þar sem aðgengi að svæðinu gjörbreytist,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Niceair tilkynnti eins og kunngut er fyrir páska að það hafi gert hlé á flugi sínu til og frá Akureyri og áður hafði þýska flugfélagið Condor frestað beinu flugi til Akureyrar um eitt ár.
Sauðburður hófst með fyrra fallinu á Laxamýri nyrst í Reykjahverfi þetta vorið. Atli Vigfússon bóndi á Laxamýri var með myndavélina á lofti enda löngu landskunnur fyrir myndir sínar af búfénaði á 25 ára ferli sem fréttaritari Morgunblaðsins. Þess má geta að ljósmyndasýning Atla; „Kýrnar kláruðu kálið“ var opnuð laugardaginn 1. apríl sl. í Safnahúsinu á Húsavík. Undirtitill sýningarinnar er Bændur og búfé – samtal manns og náttúru – óður til sveitarinnar. Sýningin er opin þriðjudaga-laugardaga til 29. apríl. Þessa sýningu ætti engin að láta fram hjá sér fara.
Fyrir rúmum tveimur árum skrifaði ég grein hér í Vikublaðið um þau áform að efla heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Heilsu- og sálfræðiþjónustan tók til starfa í kjölfarið með það að markmiði að vera miðstöð heilsueflingar. Þar er veitt sálfræðiþjónusta og heilsuráðgjöf fyrir börn og fullorðna, hvort sem þörf er á hefðbundinni meðferð, ráðgjöf, greiningu á vanda eða þverfaglegri teymisþjónustu. Að auki er áhersla á fræðslu og lýðheilsu forvarnir fyrir einstaklinga og vinnustaði,
„Það hefur talsvert verið kvartað yfir þessu við okkur, en því miður er lítið sem við getum gert eins og staðan er,“ segir Leifur Þorkelsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands. Fyrirtækið Auto ehf á Svalbarðsströnd á mikið magn gamalla bíla sem þeir hafa dreift hingað og þangað um Akureyrarbæ.
Um talsvert langan tíma hafa sem dæmi þrír bílar í eigu fyrirtækisins staðið óhreyfðir á sunnanverðu planinu við Norðurtorg og þá er einnig bíll á vegum félagsins skammt frá, á plani neðan við bifreiðaskoðun Frumherja. Leifur segir að í vetur hafi nokkrir bílar í eigu Auto staðið við Ráðhúsið á Akureyri en þeir hafi verið fjarlægðir nú.
Listamaður frá Kýpur vann með börnum úr Borgarhólsskóla á Húsavík
Sigrún Björk Jakobsdóttir framkvæmdastjori Isavia Innanlandsflugvalla segir í samtali við Vikublaðið að viðbygging við flugstöðina á Akureyri muni rísa von bráðar, von sé á stáli í grind hússins í byrjun maí
Hjónin Jóhanna Ásdís Baldursdóttir og Örlygur Hnefill Örlygsson, hóteleigendur á Húsavík keyptu í vikunni allan búnað úr þrotabúi fjölmiðlafyrirtækisins N4 ehf.