Fréttir

Grýtubakkahreppur - Knappur rekstur en sterk staða og bjartar horfur

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps stafesti ársreikning fyrir áriö 2022 á fundi sínum í gær.  Rekstur sveitarfélagsins hefur verið frekar þröngur síðustu misserin og 17 milljóna tap varð á rekstri samstæðu sveitarfélagsins, A + B hluta, á árinu 2022. Það er raunar nokkur bati frá fyrra ári og jókst veltufé frá rekstri verulega. Heildartekjur voru kr. 716 millj. og höfðu hækkað um 10% frá fyrra ári. Gjöld fyrir afskriftir og fjámagnsliði voru kr. 689 millj og höfðu hækkað um tæp 6%. Þrátt fyrir tapið hækkaði eigið fé sveitarfélagsins og var í árslok kr. 431 millj.

Lesa meira

Meirihluti bæjarráðs Akureyrar hefur samþykkt samning um uppbyggingu á félagssvæði KA

Meirihluti bæjarráðs  Akureyrar hefur samþykkt samning um uppbyggingu á félagssvæði KA. Fræðslu- og lýðheilsuráð hafði áður samþykkt samninginn fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísað honum til bæjarráðs

 

Lesa meira

Starfsfólk sundlauga samþykkja verkfall um Hvítasunnuhelgina

Starfsfólk sundlauga og íþróttamannvirkja átta sveitarfélaga á Vestur, Norður- og Austurlandi samþykkti að leggja niður störf um Hvítasunnuhelgina í atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi, sjá nánar á somulaun.is

Lesa meira

Aflið, miðstöð gegn kynferðis- og heimilisofbeldi Nýir einstaklingar hafa ekki verið fleiri í fimm ár

Alls komu 112 nýir einstaklingar í viðtöl hjá Aflinu, miðstöð fyrir þá sem orðið hafa fyrir kynferðis- eða heimilisofbeldi. Ekki hafa fleiri nýir komið inn á einu ári frá því árið 2018. Alls nutu 163 skjólstæðingar þjónustu Aflsins á liðnu ári. „Einstaklingar sem sækja þjónustu Aflsins eru ekki varnarlaus fórnarlömb ofbeldis heldur einstaklingar sem hafa lifað af ofbeldi,“ segir Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir verkefnastýra Aflsins.

Starfsemi Aflsins fer að  stærstum hluta fram í húsakynnum þess við Aðalstræti 14 ár Akureyri, en að auki er boðið upp á þjónustu við skjólstæðinga annars staðar. Skrifað hefur verið undir samning við skóla- og félagsþjónustu Austur – Húnavatnssýslu og í kjölfarið býður Aflið upp á reglulega ráðgjöf á Blönduósi. Starfsemin hófst nú í vikunni. Erla Lind Friðriksdóttir ráðgjafi á skrifstofu Aflsins á Akureyri sinnir Blönduósi og segir mikilvægt að bjóða upp á viðtöl í heimabyggð eða sem næst henni til að auðvelda fólki að nálgast hana. Þjónusta hefur verið í boði á Húsavík í rúmt ár. Áður sinntu ráðgjafar frá Akureyri skjólstæðingum fyrir austan, en nú hefur heimamaður tekið við því kefli og býður Aflið upp á ráðgjöf á Egilsstöðum og þarf því ekki að aka langar leiðir. Erla Lind segir að til að byrja með verði boðið upp á viðtöl á Blönduósi einu sinni í mánuði en reynist þörfin meiri verði aukið við.

Lesa meira

Nýtt Vikublað er komið út.

Nýtt Vikublað er komið út. Að venju er þar eitt og annað að finna. Krossgáta og spurningar sem dæmi fyrir þá sem vilja spreyta sig á þvílíku,  eins Þankar gamals Eyrarpúka.

Við segjum frá bagalegu ástandi sem upp er komið á Sjúkrahúsinu á Akureyri, þar sem undanfarið hafa allt að 25% rúma verið nýtt af öldruðu fólki sem kemst ekki á hjúkrunarheimili. Gripið hefur verið til þess ráðs að senda aldraða á hjúkrunarheimili í nágrannabyggðalögum.

Lesa meira

Áform um hótelbyggingu við Hafnarstræti 75

Fyrirhugað er að reisa hótelbyggingu á lóð nr. 75 við Hafnarstræti og tengja hana við núverandi hús á lóð nr. 73 með tengibyggingu.

Lesa meira

Opnun í Verksmiðjunni á Hjalteyri 20. maí

Myndlistarsýningin „Leiðni leiðir” eftir Sigurð Guðjónsson opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri laugardaginn 20. maí, 

Lesa meira

Húsavíkurbær rampaður upp

Bæjarbúar á Húsavík hafa eflaust tekið eftir framkvæmdum undanfarið fyrir framan valin fyrirtæki og stofnanir í bænum. Hér er verið að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða en það er verkefnið „Römpum upp Ísland“ sem stendur fyrir framkvæmdunum

Lesa meira

Vinnslulausnir frá Slippnum Akureyri vöktu mikla athygli á sjávarútvegssýningu í Barcelona

Slippurinn Akureyri kynnti á dögunum starfsemi sína, þjónustu og framleiðslu, á Seafood Processing Global sýningunni í Barcelona. Sýningin er alþjóðleg og er vettvangur alls hins besta og framsæknasta í heiminum sem sjávarútvegsfyrirtæki og aðilar í greininni hafa upp á að bjóða.

Lesa meira

Aldraðir sendir tímabundið í laus pláss á hjúkrunarheimili í nágrannabyggðum

Öldruðum einstaklingum sem liggja inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri og bíða eftir hjúkrunarrými hefur fjölgað undanfarna mánuði, en að meðaltali eru milli 20-25% bráðarýma SAk upptekin af þessum sökum. Rúmanýting á bráðalegudeildum SAk er oft yfir 100% en talið er ásættanlegt að um 5% rýma á sjúkrahúsum séu nýtt af einstaklingum sem bíða eftir úrræði á hjúkrunarheimili.

Mikið álag hefur verið á bráðalegudeildum SAk bæði vegna fjölda sjúklinga og skorts á heilbrigðisstarfsfólki. Stjórnendur SAk hafa í samvinnu við stjórnvöld og stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Norðurlands leitað lausna á vandanum en búast má við enn fleiri sjúklingum á SAk í sumar þegar ferðamannastraumurinn eykst og metfjöldi skemmtiferðaskipa leggja að höfn. 

Lesa meira