Togarajaxlar stefna aftur í ,,siglingu“

Menn  eru vart komnir heim þegar farið er að ráðgera næstu næstu ,,siglingu
Menn eru vart komnir heim þegar farið er að ráðgera næstu næstu ,,siglingu" Mynd Grimsby Fishing Heritage Centre

Þeir eru vart búnir að taka upp úr ferðatöskum sínum og alls ekki farnir að snerta ,,tollinn“ þegar þeir eru farnir að leggja drög að næstu ferð!

Sigfús Ólafur Helgason hvatamaður eða segir maður ferðafrömuður, kastaði því fram á Facebooksíðu þeirra togarasjómanna sem fóru til Englands fyrir skömmu hvort ekki væri ástæða til þess að heimsækja Þýskaland, því eins og fólk rekur minni til var töluvert um siglingar íslenskra togara til Cuxhaven og Bremerhaven til að selja fisk.

Óhætt að er að segja að viðtökur við þessari hugmynd séu ótrúlegar því í dag sirka tæpu ári fyrir brottför hafa 35 skráð sig i ferðina en heildarfjöldi þeirra sem fara munu verður 42. Það er s.s að verða fullt þó svo að ferðin sem slík hafi ekki verið formlega auglýst, skipulag hennar lagt fram, eða heildarverð gefið upp.

Sjómenn treysta greinlega sínum ,,skipper“ sem í þessu tilfelli er Sigfús fyrrum togarasjómaður og í dag virkur ferðafrömuður en hann skrifar þetta á Facebook í morgun

,,Væntanlegir Þýskalandsfarar 2026.

Í dag eru komnar 35 skráningar í fyrirhugaða ferð okkar til Þýskalands að ári.

Vissulega eru allar þessar skráningar með ákveðnum fyrirvörum, en á móti get ég sagt að við Davíð Hauksson erum jafnákveðnir í að fara þessa ferð og við ákváðum með Bretlandsferðina sem var farin þannig að okkur er full alvara að kalla eftir þessum forskráningum.

Við ætlum með 42 með okkur svo það er farið að fækka sætum í þessa forskráningu.

Því fyrr því betra er að hafa samband og láta setja nafnið sitt á listann" segir Fúsi Helga eins og hann er alltaf kallaður í færslu sinni.  

Nýjast