Hagsmunir bráðveikra í húfi

Bæjarráð Akureyrar telur mikilvægt að tillaga Njáls Trausta Friðberssonar til þingsályktunar um fasta starfsstöð þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri nái fram að ganga.
Bæjarráð Akureyrar telur afar brýnt að tillaga til þingsályktunar um fasta starfsstöð þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri nái fram að ganga.
„Hagsmunir bráðveikra eru í húfi, einnig fólks í lífsháska, á láði sem legi,“ segir í bókun bæjarráðs.
„Ört vaxandi athafnasemi á hafsvæðinu norður af Íslandi mun væntanlega knýja Landhelgisgæsluna - og það fyrr en síðar - til að sinna þessu mikilvæga hafflæmi sem aldrei fyrr. Þyrla á Akureyri gæti gegnt þar lykilhlutverki, bæði hvað varðar viðbragð og eftirlit.“