Fréttir

Iðnaðarsafnið á Akureyri Kraftur í smíði líkana af sögufrægum skipum

Verið er að leggja lokahönd á smíði líkans af eikarbátnum Húna sem fagnar 60 ára afmæli sínu á vordögum. Það verður afhjúpað við athöfn sem efnt verður til við hátíðarhöld í tengslum við sjómannadaginn í byrjun júní. Elvar Þór Antonsson á Dalvík smíðar líkanið af Húna og er það svo gott sem tilbúið að sögn Sigfúsar Ólafs Helgasonar safnstjóra Iðnaðarsafnsins.

Lesa meira

Glímukóngur- og drottning krýnd á Akureyri um helgina

112. Íslandsglíman fer fram laugardaginn 15. apríl í íþróttahúsi Glerárskóla

Lesa meira

Föstudagsfréttir frá Hrísey

Við hefjum föstudagsfréttir á því að minnast Árna Tryggvasonar, leikara og Hríseyings.   Árni var fæddur þann 19.janúar 1924 að Víkurbakka á Árskógsströnd en flytur ungur til Hríseyjar með fjölskyldu sinni þar sem hann ólst upp. Árni lést þann 13.apríl á Eir.

Við vottum fjölskyldu Árna innilegar samúðarkveðjur. Fallinn er frá góður Hríseyjar-sonur.

Lesa meira

Frá Orku náttúrunnar. Gamla hraðhleðslustöðin við Glerártorg uppfærð á árinu

Á samfélagsmiðlum í morgun hefur verið bent á afleitt aðgengi að hleðslustöð ON sem stendur við Glerártorg á Akureyri. Orka náttúrunnar tekur heilshugar undir að aðgengi að umræddri stöð er langt frá því að vera boðlegt hreyfihömluðum og stenst alls ekki þær kröfur sem Orka náttúrunnar setur sér við uppsetningu hleðslustöðva í dag.

Lesa meira

Eining Iðja kannar stöðu á niðurgreiddum gjaldabréfum Niceair

Fjölmargir félagsmenn Einingar-Iðju hafa keypt og notað niðurgreidd gjafabréf frá Niceair á orlofsvef félagsins á undanförnum mánuðum.

Lesa meira

HVE GLÖÐ ER VOR ÆSKA?

Oft ..... þegar ég stend fyrir framan nemendur, sem ég geri nánast daglega, fæ ég tár í augun vegna þess sem ég skynja, sé og upplifi. Mér finnst ég finna fyrir hjartslætti nemenda, finna hvernig þeim líður og hversu mikið þá þyrstir í þau tækifæri sem lífið hefur upp á að bjóða. Kannski er þetta ímyndun! Ég skynja líka forvitni, virðingu og þakklæti. Yfirleitt langar mig að ganga að hverjum og einum eftir fyrirlestur, faðma alla og færa þeim orku sem nýtist þeim í framtíðinni.

Lesa meira

Mikið álag á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Mikið álag hefur verið á legudeildum Sjúkrahússins á Akureyri það sem af er ári og var rúmanýting á lyflækninga-, skurðlækninga- og geðdeild sjúkrahússins vel yfir 100% á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Lesa meira

Fjölskylduhús á Akureyri -þjálfunar og meðferðarstaður fyrir börn og fjölskyldur í vanda

Í Velferðarráði Akureyrarbæjar var nýverið fjallað um undirbúning að stofnun þjálfunar-og meðferðarstaðs þar sem veitt væri sérhæfð þjónusta til barna og fjölskyldna þeirra sem glíma við ýmiskonar flóknar félagslegar og heilsufarslegar aðstæður. Greinarhöfundur, sem situr fyrir hönd Samfylkingarinnar í Velferðarráði, óskaði eftir umfjöllun um hvar þetta mál væri statt, en nú í nokkur ár hefur umræða verið um slíkan stað sem gæti þjónað hópi barna sem þurfa sértæka þjálfun og nálgun til að bæta líðan og lífsgæði.

Lesa meira

Talsverð áskorun en lærdómsríkt og skemmtilegt

Stórutjarnaskóli tekur þátt á evrópsku samstarfsverkefni

Lesa meira

Ekki fyrir fólk í hjólastól!

Jón Gunnar Benjamínsson bendir á í færslu á Facebook í dag hvernig búið er um hleðslustöð frá Orku náttúrunnar á bílaplaninu við Glerártorg.  Óhætt er að fullyrða að fólk sem nota þarf hjólastól á ekki erindi sem erfiði þar.

Lesa meira