Fréttir

Hagsmunir almennings verði hafðir að leiðarljósi í Vaðlareit

Töluverðar umræður um framkvæmdir í Vaðlareit, sköpuðust á aðalfundi Skógræktarfélags Eyjafjarðar sem haldinn var í fyrrakvöld. Vaðlareitur hefur mikið verið til umræðu undanfarna mánuði enda mikið um að vera í reitnum.

Lesa meira

KA er Íslandsmeistarar í blaki karla

KA tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn  í blaki karla þegar liðið lagði lið Hamars frá Hveragerði 3-1 í hrinum en leikið var í KA heimilinu. Þetta var fjórða viðreign liðanna í þessari úrslitarimmu.  KA vann þrjár þeirra en lið Hamars sem var ríkjandi Íslandsmeistari  eina.

Þetta er í sjöunda skiptið sem KA fagnar Íslandsmeistaratitlinum í blaki karla.  

 

 

 

 

 

Lesa meira

Greifinn gerir styrktarsamning við Hafdísi Sigurðardóttur hjólreiðakonu

Hafdís átti ótrúlegu gengi að fagna á síðasta keppnisári og er ríkjandi Íslands og bikarmeistari í bæði götuhjólreiðum og tímatöku kvenna auk þess sem hún var valin Íþróttakona Akureyrar og Hjólreiðakona Íslands.

”Við á Greifanum viljum standa við bakið á Hafdísi enda mikilvægt að fyrirtækin í bænum styðji við afreksfólkið okkar og hefur Hafdís sýnt það og sannað að hún er ekki einungis afbragðs keppnismanneskja heldur frábær fyrirmynd sem hefur eflt hjólreiðar á svæðinu og hvatt aðra áfram til árangurs” segir í tilkynningu.

Hafdís segir það gríðarlega mikilvægt fyrir sig að jafn þekkt og öflugt fyrirtæki og Greifinn velji að verða bakharl hjá sér enda ærinn kostnaður að vera íþróttamaður á landsbyggðinni. Svo er Greifinn líka mathöll útaf fyrir sig, frábær matur fyrir keppni og eftir.

Hafdís er er að fara að keppa á Reykjanesi á fyrstu bikarmótum sumarsins um helgina og óskum við henni góðs gengis.

Lesa meira

Þegar að lífið fölnar í saman­burði...

Fyrirvari: Þessi grein er skrifuð af manneskju en ekki gervigreind

Tíminn er dýrmætur.

Tíma sem við sóum getum við ekki fengið aftur.

Tímanum er best varið í það sem veitir okkur gleði, ánægju og lífsfyllingu.

  • Á meðal barna í elstu bekkjum grunnskóla og á framhaldsskólaaldri eru 2 af hverjum 3 sem segjast eyða miklum tíma á samfélagsmiðlum*
  • Um 80% barna á aldrinum 9-18 ára spila tölvuleiki. Um þriðjungur þeirra segist eyða miklum tíma í spilun þeirra**
Lesa meira

Fundargerð Veðurklúbbs Dalbæjar áttunda maí. 2023

Mætt voru, Haukur Haraldsson, Bergur Þór Jónsson, Hörður Kristgeirsson, Magnús Gunnlaugsson, Sigríður Hafstað, Guðrún Skarphéðinsdóttir, Jón Garðarsson, Kristján Loftur Jónsson og Þóra Jóna Finnsdóttir.

 Mikið er dásamlegt hve margir hafa nú þegar sýnt því áhuga að tengjast okkur á andlitsbókinni, eftir þennan stutta tíma síðan við ákváðum að flækjast í netið þá eru rúmlega 1250 manns búin að vingast við okkur og þökkum við kærlega fyrir stuðninginn og áhugann.

Vegna veikinda er fundurinn í seinna lagi.

Lesa meira

Norðurorka Fjárfestingaþörf er heldur að aukast vegna uppbyggingar nýrra hverfa

Fjárfestingaþörf hjá Norðurorku er heldur að aukast, ný hverfi eru að byggjast upp á Akureyri og í nágrannasveitarfélögum. „Þær væntingar að hægt verði að draga úr fjárfestingum munu ekki ganga eftir á næstu árum,“ sagði Eyþór Björnsson forstjóri Norðurorku á ársfundi nýverið.

Hann nefndi einnig að ráðast þyrfti í umfangsmiklar rannsóknir og fjárfrekar framkvæmdir á næstu árum til að mæta aukinni og vaxandi þörf fyrir heitt vatn á starfssvæði Norðurorku. Nú standa yfir rannsóknir á jarðhita í Eyjafirði þar sem boraðar eru u.þ.b. 30 hitastigulsholur sem eru fyrstu skrefin í því að staðsetja líklegan nýtanlegan jarðhita. Norðurorka hefur aukið umtalsvert við fjármagn til rannsókna, þróunar og nýsköpunar.

Lesa meira

Af hröfnum og Flókum - Spurningaþraut #7

Hér er spurt um allt milli himins og jarðar

Lesa meira

Skaðaminnkandi þjónusta kynnt á Akureyri

Rauði krossinn við Eyjafjörð heldur kynningu á skaðaminnkunarverkefninu Frú Ragnheiði næsta miðvikudag kl. 16:30 í húsnæði sínu við Viðjulund 2 á Akureyri. Þar verður farið yfir hvað felst í þjónustu Frú Ragnheiðar og notkun á Naloxone nefúða verður kynnt, en nefúðinn getur veitt lífsbjargandi neyðaraðstoð við ofskömmtun.

Rauði krossinn á Íslandi rekur skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiður á þremur stöðum á landinu, á Höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum og á Akureyri. Frú Ragnheiður vinnur eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði sem gengur út á að takmarka skaðann og áhættuna sem getur fylgt vímuefnanotkun í æð og að bæta lífsgæði og heilsufar notenda, fremur en að reyna að fyrirbyggja notkunina sjálfa. Þannig má takmarka skaðann sem fylgir þessari notkun, bæði fyrir notendur og samfélagið í heild.

Lesa meira

Sjúkrahúsið á Akureyri Líknarmiðstöð hefur verið stofnuð

Líknarmiðstöð Sjúkrahússins á Akureyrar hefur formlega verið stofnuð og var af því tilefni efnt til fræðsludags um málefnið.  Ein af áætlununum sem heilbrigðisráðuneyti gaf úr 2021 var að komið yrði á fót tveimur líknarmiðstöðum á landinu, á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri.Á SAk hefur verið farið í greiningarvinnu um stöðu líknarþjónustu innan stofnunarinnar og rýnt í það hlutverk sem stofnuninni er ætlað að veita út frá aðgerðaráætluninni.

Lesa meira

Anna María með silfurverðlaun á Evrópubikarmóti ungmenna

Anna María Alfreðsdóttir endaði í 2 sæti í liðakeppni og 7 sæti í einstaklings keppni á Evrópubikarmóti ungmenna sem haldið var í Catez Slóveníu í síðustu viku.

Lesa meira