Hörgársveit - Kynningarfundur vegna hugmynda um líforkuver á Dysnesi

Verður liforkuver reist á Dysnesi?
Verður liforkuver reist á Dysnesi?

SSNE hefur boðað til fundar í dag kl. 16,30  í Íþróttahúsinu á Þelamörk með íbúum Hörgársveitar  vegna hugmynda um byggingu líforkuvers á Dysnesi. Á fundinn mæta ýmsir sem að verkefninu koma svo sem  skipulagsfulltrúi og verkefnastjórar líforkuversins sem halda framsögu og verða pallborðsumræður  í kjölfarið, þar sem fulltrúar Matvælaráðuneytisins og Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytisins taka þátt.

Í upplysingablaði frá SSNE kemur fram að öll 10 sveitarfélögin sem aðild eiga að SSNE hafi  fengið kynningu á því sem lagt er upp með í fyrsta fasa líforkugarðanna og í kjölfarið tekið þátt í stofnun þróunarfélags um verkefnið; Líforkugarðar ehf. Félagið hefur  sótt um lóð á landi Dysness til vinnslunnar, og virkt samtal er á milli landeigenda og forsvarsfólks verkefnisins.

,,Undirbúningur líforkugarða á Dysnesi hefur notið dyggs stuðnings Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytisins, enda til mikils að vinna að efla innviði til nýtingar lífmassa, stuðla að innlendri orkuframleiðslu og draga úr losun vegna lífræns úrgangs . Líforkuverið sjálft er hvorki stórt né flókið fyrirbæri, um er að ræða ver sem annað getur allt að 10.000 tonnum af dýraleifum, en raunhæft magn inn í verið er nær 3.000 tonnum. Um er að ræða hillulausn með þekktri tækni sem uppfyllir evrópuskilmála þegar kemur að smitvörnum og öryggi, en efnið er malað niður í ákveðna kornastærð, smitefni óvirkjuð með þrýstisæfingu, fitan skilin frá og afurðirnar eru á endanum fita og kjötmjöl. Öll vinnsla fer fram innandyra, þ.e. hræjum er keyrt inn til vinnslu en ekki geymd á hlaði eða slíkt.

Verkefnið sem hefur verið teiknað upp á Dysnesi tekur mið af framtíðar BAT-kröfum þegar kemur að lyktarstjórnun, mengunarvörnum og hreinsun vatns. Í Finnlandi og Noregi hefur byggst upp blómlegur iðnaður í kringum vinnslu af þessu tagi, þar sem ferlar og innviðir eru samnýttir – m.a. inn í matvælaframleiðslu" segir enn fremur í upplysingum frá SSNE

 

 

Nýjast