Þriðjudagsfyrirlestur: Kristín Elva Rögnvaldsdóttir – Að skapa list fyrir og eftir ME greiningu
Þriðjudaginn 7. nóvember kl. 17-17.40 heldur Kristín Elva Rögnvaldsdóttir, myndlistarkona, Þriðjudagsfyrirlestur í Ketilhúsinu undir yfirskriftinni Að skapa list fyrir og eftir ME greiningu. Í fyrirlestrinum mun hún fjalla um reynslu sína af listsköpun með og án vitneskju um að vera haldin taugasjúkdómnum ME. Eitt af helstu einkennum ME er yfirþyrmandi þreyta, oft í kjölfar andlegrar eða líkamlegrar áreynslu. Þegar Kristín Elva stundaði myndlistarnám var hennar stærsta hindrun öll þau ólíku einkenni sem eru í sjúkdómnum. Í dag notar hún listsköpunina til þess að milda einkenni sjúkdómsins.