Hundagerði í notkun í Hrísey
Hundagerði hefur verið tekið í notkun í Hrísey. Svæðið er rúmlega 3000 fermetrar að stærð, girt af og er staðsett við Áhaldahúsið.
Hundagerði hefur verið tekið í notkun í Hrísey. Svæðið er rúmlega 3000 fermetrar að stærð, girt af og er staðsett við Áhaldahúsið.
Hermannsbúð var tekin í notkun við Útgerðarminjasafnið á Grenivík í tengslum við Grenivíkurgleði fyrir skemmstu. Þar með er Hermann TH 34, hundrað ára súðbyrðingur á heimsminjaskrá kominn í eigið húsnæði.
Ferðaþjónustuaðilar á Húsavík sem Vikublaðið ræddi við eru hóflega sáttir nú þegar háannatíminn er að líða undir lok. Örlygur Hnefill Örlygsson, forstöðumaður Húsavíkurstofu segir að hljóðið í aðilum innan greinarinnar sé almennt þokkalegt þrátt fyrir að vertíðin hafi farið rólega af stað.
Skipulagsráð Akureyrar hefur samþykkt tillögu að breytingu á aðalskipulagi á svæði í Holtahverfi norðaustan við Krossanesbraut. Þar var gert ráð fyrir íbúðabyggð en breytingin sem skipulagsfulltrúa hefur verið falið að kynna gerir ráð fyrir að heimilt verði að byggja lífsgæðakjarna á reitnum
Íbúar í þremur húsum við Skálabrekku á Húsavík yfirgáfu heimili sín í nótt vegna aurskriðu sem féll á eitt þeirra.
ADHD á kvennamáli er heiti á vinsælu námskeiði sem ADHD markþjálfarnir Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir og Sigrún Jónsdóttir bjóða upp á á Netinu í haust. Þ.e. dagana 18.- 25. september og 2. október frá kl. 18-20.30.
Það er ekki slegið slöku við í Kjarnaskógi ja frekar en fyrri daginn má segja. Þrátt fyrir endalausa, af því að virðist, rigningu vippar fólk sér bara í sparibuxurnar og setur upp skilti um göngu og hjólaleiðir eins og fram kom í skemmtilegri færslu á Facebooksíðu Skógræktarfélags Eyfirðinga í gær.
Dagana 15. – 16. ágúst fór fram námskeið fyrir verðandi leiðbeinendur í hermikennslu við Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk). Námskeiðið var haldið í nýju hermisetri Mennta- og vísindadeildar SAk.
Við vissum ekki við hverju var að búast þar sem kalt var í veðri og blautt en fjöldi gesta kom okkur svo sannarlega skemmtilega á óvart. Stemningin var líka svo góð, jákvæðni og gleði áberandi og þolinmæði gagnvart því að þurfa að bíða í röð eftir afgreiðslu,“ segir Guðrún Tryggvadóttir bóndi á Svartárkoti en þar var um liðna helgi tekið á móti gestum í tengslu við viðburðinn Beint frá býli dagurinn. Sá dagur var haldinn í öllum landshlutum, gestum bauðst að heimsækja einn þátttakenda í samtökunum og fræðast um framleiðsluna auk þess sem fleiri aðilar voru með sinn varning til sölu.
Árný Björnsdóttir, kennari við Borgarhólsskóla á Húsavík ætlar að láta gamlan draum rætast um helgina þegar hún tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka