Vel heppnuð kynning á fjölbreyttum störfum í sjávarútvegi á Starfamessu 2025 13.03.2025

Séð yfir bás Samherja á Starfamessunni / myndir samherji.is
Séð yfir bás Samherja á Starfamessunni / myndir samherji.is

Hátt í eitt þúsund nemendur 9. og 10. bekk grunnskóla á Eyjafjarðarsvæðinu auk nemenda í framhaldsskólum og Háskólanum á Akureyri sóttu Starfamessu 2025 sem haldin var í Háskólanum á Akureyri í dag, fimmtudag.

Samherji var með kynningarbás og starfsmenn kynntu starfsemi félagsins ásamt náms- og starfsmöguleikum í sjávarútvegi. Alls tóku um þrjátíu fyrirtæki og stofnanir þátt í viðburðinum, sem er árlegur.

Mörg spennandi tækifæri í sjávarútvegi

„ Við vorum átta starfsmenn Samherja sem kynntum hvers konar störf eru í boði í sjávarútvegi, sem er alþjóðleg atvinnugrein og þarfnast fólks sem margvíslega menntun. Á svona degi gefst kærkomið tækifæri til kynna fyrir ungu fólki þau fjölmörgu spennandi tækifæri sem eru til staðar í þessari atvinnugrein,“ segir Sunneva Ósk Guðmundsdóttir framleiðslustjóri landvinnslu Samherja.“

Málin rædd

Fiskborgarar og Collab

„ Að þessu sinni mætti Bessi í Bessabita með grillvagninn sinn og grillaði fiskborgara, sem nemendurnir kunnu vel að meta. Með fiskborgurunum var boðið upp á drykkinn Collab, sem inniheldur kollagen og er unnið úr fiskroði, meðal annars frá Samherja. Það má því segja að nemendurnir hafi bæði borðað og drukkið fisk. Þetta var skemmtilegur dagur og nemendurnir spurðu margs um sjávarútveg. Hérna í Eyjafirði eru mörg fyrirtæki sem þjónusta sjávarútveginn með einum eða öðrum hætti, þannig að sjávarútvegur snýst um miklu meira en að veiða og vinna fisk. Sjálf fór ég í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri og sé alls ekki eftir því,“ segir Sunneva.

 

Nemendur voru áhugasamir um starfsemi Samherja

Það er heimasíða Samherja sem sagði fyrst frá

Nýjast