Tundurdufl í veiðarfærum
Fiskvinnsluhús Útgerðarfélags Akureyringa var rýmt skömmu eftir hádegi í dag vegna tundurdufls sem kom í veiðarfæri togarans Bjargar EA. Duflið kom í síðasta holi veiðiferðarinnar. Björg kom til Akureyrar í morgun.
Fiskvinnsluhús Útgerðarfélags Akureyringa var rýmt skömmu eftir hádegi í dag vegna tundurdufls sem kom í veiðarfæri togarans Bjargar EA. Duflið kom í síðasta holi veiðiferðarinnar. Björg kom til Akureyrar í morgun.
Ísfisktogarar Samherja héldu til veiða skömmu eftir miðnætti fimmtudaginn 2. janúar 2025 og vinnsla í landvinnslum félagsins hófst um morguninn. Uppsjávarskipið Vilhelm Þorsteinsson og frystitogarinn Snæfell fóru til veiða 3. janúar. Það má því segja að hjól atvinnulífsins séu farin að snúast af krafti eftir jóla- og nýársfrí starfsfólks.
Þau Sanda María Jessen knattspyrnukona og Alfreð Leó Svansson rafíþróttamaður voru i gær útnefnd sem íþróttakona og karl Þórs fyrir árið 2024.
Hestamannafélagið Léttir á Akureyri heiðruðu þá knapa sem sköruðu fram úr á uppskeruhátíð félagsins í desember.
Tveir fyrrverandi MA-ingar hafa nýlega fengið styrki fyrir afburðaárangur þeirra í háskólanámi.
Það verður mikið um að vera í Hamri félagsheimili Þórsara i dag kl 17 en þá býður aðalstjórn félagsins ,,félagsfólki, velunnurum, starfsfólki og iðkendum að mæta í Hamar mánudaginn 6.janúar þar sem kjöri íþróttafólks Þórs 2024 verður lýst" eins og segir í tilkynningu frá stjórn.
,,Torgið" voru fengsæl fiskimið nefnd og gott reyndar ef ekki var talað um Rauða Torgið hreinlega í þvi sambandi. Það má leika sér svolítð og segja að þrír/fimm ÚA togarar séu mættir á ..Torgið'' stórglæsilegir aðvanda og ná að svo sannarlega að ,,veiða" með veru sinni á ,,miðunumn
Það er mjög gleðilegt að tilkynna að Hafdís Sigurðardóttir fær Gullhjálminn 2025. Hafdís er einstök fyrirmynd og hefur með dugnaði og óbilandi eldmóði sett sterkan svip á hjólreiðasamfélagið á Íslandi. Í ár bárust yfir 50 tilnefningar til Gullhjálmsins sem veittur er af Hjólavarpinu og Hjólreiðasambandi Íslands.
Á morgun laugardag verður þrettándabrenna í krúsunum norðan við Laugaland á Þelamörk, þar má búast við púkum enda láta slíkir ekki góða brennu framhjá sér fara.