Fréttir

Má fjársýslan semja við Rapyd?

Bæði ísraelsk yfirvöld og vopnaðir hópar Hamas og Palestínumanna hafa, síðan frá 7. október, gerst sek um stríðsglæpi og önnur alvarleg brot á alþjóðalögum samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Alvarlegastir eru þeir fjölmörgu glæpir sem hafa beinst að eða bitnað verst á börnum. Skýrslan þessi staðfestir fleiri tilfelli stríðsglæpa gegn börnum, á hernumdum svæðum Palestínu og í Ísrael, en hefur áður verið skrásett. Eru þar ekki undanskildir stríðsglæpirnir sem voru framdir í Lýðveldinu Kongó, Myanmar, Sómalíu, Nígeríu og Súdan. Eins svartur listi og þeir gerast.

Lesa meira

SAk - Færri ferðamenn hafa leitað á bráðamóttöku í ár

„Það eru alltaf sveiflur í starfseminni. Árið 2023 einkenndist af miklu álagi og gríðarlega mikilli rúmanýtingu en árið í ár er nær því sem eðlilegt þykir á bráðadeildum en oft er talið að um 85% rúmanýting sé eðlilegt viðmið,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri.

Lesa meira

Hvað er listkvöðlamenntun?

Verkefnið List fyrir viðskipti á heimskautssvæðum (Art for Arctic Business) hlaut á dögunum styrk upp á 400.000 norskar krónur frá Háskóla heimskautsslóða (UArctic) fyrir árin 2024-2026. Verkefnið er leitt af Nord háskóla og samstarfsháskólar eru Háskólinn á Akureyri, Háskólinn í Lapplandi, Norlandia Art, Linn Rebekka Åmo ENK og Myndlistarfélagið.

Lesa meira

Hópur kínverskra kafara mynda svartfugl við Flatey

Erlendur Bogason kafari  var nýverið með hóp kínverskra kafara við Flatey til að mynda lunda og aðra svartfugla neðansjávar við Flatey á Skjálfanda

Lesa meira

Matarmarkaður á Svartárkotsbúinu í Bárðardal

 Svartárkotsbúið í Bárðardal verður opið gestum á morgun sunnudag, 18. ágúst, þegar samtökin Beint frá býli halda upp á daginn með því að bjóða upp á heimsóknir á býli um land allt. Dagurinn er nú haldinn annað árið í röð. Beint frá býli dagurinn var haldinn á liðnu ári í tilefni af 15 ára afmæli samtakanna og þá á 6 lögbýlum, einum í hverjum landshluta og var tilgangurinn að kynna starfsemi heimavinnsluaðila og byggja upp tengsl þeirra á milli.

Afar góð mæting var í öllum landshlutum og almennt mikil ánægja.

Lesa meira

Lét drauminn um sjálfbæra ræktun rætast í Reykjadal

-Góð uppskera í Vallakoti í þingeyjarsveit

 

Lesa meira

Þingeyjarsveit - Vilt þú hafa áhrif?

SSNE vinnur nýja Sóknaráætlun fyrir Norðurland eystra í samráði við íbúa landshlutans. Haldnar verða 15 vinnustofur víðsvegar um landshlutann í ágúst og september. Þar gefst íbúum tækifæri til að hafa áhrif á stefnu landshlutans og val á verkefnum næstu 5 árin.

Lesa meira

Klassík á eyrinni er ný kammertónlistarhátíð

Klassík á eyrinni er splúnkuný kammertónlistarhátíð sem fer fram um komandi helgi, 17. - 18. ágúst og samanstendur af þrennum tónleikum í Sæborg í Hrísey, Glerárkirkju og Hofi.

Lesa meira

Ungmennafélagið Æskan á Svalbarðsströnd fær gamla áhaldahúsið til afnota

„Við stefnum að því að efla mjög félagstarfið í sveitarfélaginu og hlökkum mikið til að taka húsið í notkun,“ segir Birgir Ingason gjaldkeri Ungmennafélagsins Æskunnar á Svalbarðsströnd. Fyrr í sumar var gert samkomulag á milli Æskunnar og sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps um afnot félagsins að hluta húsnæðis við Svalbarðseyrarveg 8, sem er fyrrum áhaldahús sveitarfélagsins. Nú standa endurbætur yfir, „og það eru allir boðnir og búnir að liðsinna okkur eins og kostur er,“ segir Birgir.

Lesa meira

Norðurorka - Margvíslegur ávinningur af snjallmælum

Ávinningur af notkun snjallmæla er margvíslegur, fyrir viðskiptavini, veitukerfin, auðlindirnar og umhverfið. Með tilkomu snjallmæla getur þú fylgst nánar með notkuninni og þar með haft möguleika á að stjórna orkunotkun heimilisins í samræmi við raunverulega orkuþörf hverju sinni. Þannig nýtist orkan best. Betri yfirsýn gerir þér einnig kleift að bregðast hratt við ef upp kemur bilun eða óeðlileg notkun. Meiri upplýsingar og aukið gagnsæi auðvelda okkur að reka veitukerfin á hagkvæmari hátt og stuðla enn betur að ábyrgri auðlindanýtingu. Þá mun ekki lengur þurfa að lesa af mælunum þar sem álestrartölur verða sendar sjálfkrafa.

Lesa meira