KA er Kjörísbikarmeistari í blaki karla og kvenna

KA er Kjörísbikarmeistari í blaki karla og kvenna  Myndir  ka.is
KA er Kjörísbikarmeistari í blaki karla og kvenna Myndir ka.is

Karla og kvennalið KA í blaki gerðu það svo sannarlega gott í dag þegar bæði lið komu sáu og sigruðu i bikarkeppni Blaksambands Íslands.

Karlarnir riðu á vaðið og lögðu lið Þróttar Reykjavik næsta örugglega í þremur hrinum gegn engri.

Kvennaleikurinn virtist ætla að verða eign KA þegar liðið vann tvær fyrstu hrinurnar en andstæðingar þeirra úr HK voru ekki af baki dottnar, þær lögðu KA í næstu tveimur hrinum og því þurfti að leika oddahrinu. 

Þá reyndust KA konur sterkara liðið og hrósuðu sigri 3-2 og hömpuðu því bikarnum í leikslok.

Nýjast