Aukning í bókunum skemmtiferðaskipa til Norðurþings
-Varnarsigur segir forstöðumaður Húsavíkurstofu
-Varnarsigur segir forstöðumaður Húsavíkurstofu
Það jafnast ekkert á við fallegan flutning á góðu ljóði. Ljóðaunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara ljóðastundir með leikaranum Arnari Jónssyni í stofu Davíðshúss laugardaginn 18. janúar kl. 17 og sunnudaginn 19. janúar kl. 14.
-Segir Ágúst Þór Brynjarsson um Eurovision-drauminn
Um helgina verður boðið upp á tvenns konar leiðsögn um fjórar sýningar Listasafnsins á Akureyri. Á laugardaginn kl. 15 verður leiðsögn um sýningar Fríðu Karlsdóttur, Ekkert eftir nema mýktin, og Jónasar Viðars, Jónas Viðar í safneign. Aðgangur er innifalinn í miðaverði. Á sunnudaginn kl. 11-12 mun Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fræðslu og miðlunar, stýra fjölskylduleiðsögn og segja börnum og fullorðnum frá sýningunni Átthagamálverkið: Á ferð um Norðausturland liðinnar aldar og sýningu Sólveigar Baldursdóttur, Augnablik – til baka. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum sýninganna. Aðgangur á fjölskylduleiðsögnina er ókeypis í boði Norðurorku sem styrkir sérstaklega safnkennslu og fræðslu fyrir börn og fullorðna í Listasafninu.
Ný Sóknaráætlun Norðurlands eystra var samþykkt nýverið. Hún hefur þegar tekið gildi og Ný gildir til loka árs 2029. Áætlunin er stefnumótandi og í henni hafa heimamenn sameinast um framtíðarsýn, markmið og verkefni.
Jafnréttisáætlun Háskólans á Akureyri fyrir árin 2025-2028 var samþykkt af Háskólaráði í lok nóvember á liðnu ári og af Jafnréttisstofu um miðjan desember síðastliðinn.
„Það er mikill fengur að þessari plötu og við finnum fyrir miklum áhuga,“ segir Benedikt Sigurðarsson formaður Karlakórs Akureyrar-Geysis sem nýverið setti í spilum nýja plötu á Spotify. Titill plötunnar er Karlakór Akureyrar-Geysir 100 ár. Á plötunni eru alls 9 lög sem hljóðrituð voru í nóvember 2023. Kórinn fagnaði 100 ára samfelldu kórastarfi á Akureyri árið 2022.Söngstjóri Karlakórs Akureyrar-Geysis er Valmar Väljaots sem tók við kórnum árið 2021
Velferðarráð Akureyrar er tilbúið að styrkja verkefni sem góðagerðarsamtökin Okkar heimur hefur óskað eftir um 400 þúsund krónur með þeim fyrirvara að fyrir liggi að það sé að fullu fjármagnað og ljóst að það fari af stað eins og það er orðað í bókun Velferðarráðs.