Snýst um að grípa þá neyð sem er stærst þann daginn
„Ég hef verið miður mín yfir þessu stríði á Gaza frá upphafi, en það að ég fór að stunda hjálparstarf að heiman og styðja við fólk í neyð þar má rekja til þess að ég sá hjálparbeiðni á Facebook sem vakti athygli mína,“ segir Kristín S. Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur sem hefur lagt hönd á plóg og veitt aðstoð sína heiman frá sér, við þá sem eiga um sárt að binda í stríðinu á Gaza.