20 ára afmælismót skákfélagsins Goðans 13-16 mars í Skjólbrekku
20 ára afmælismót Skákfélagsins Goðans 2025 hefst fimmtudagskvöldið 13. mars kl. 19.00. Motið fer fram í félagsheimilinu Skjólbrekku í Mývatnssveit. Tefldar verða sex umferðir eftir Sviss kerfinu.
Teflt verður í einum opnum flokki.
Dagskrá 1. umferð fimmtudag 13. mars 19:00 2. umferð föstudag 14. mars 10:00 3. umferð föstudag 14. mars 16:00 4. umferð laugardag 15. mars 10:00 5. umferð laugardag 15. mars 16:00 6. umferð sunnudag 16. mars 10:00
Þrír stórmeistarar eru skráðir til leiks, þeir Þröstur Þórhallsson, Bragir Þorfinnsson og enski stórmeistarinn Simon Williams sem er stigahæsti keppandi mótsins.
Nú er 31 keppandi skráður til leiks á mótinu og má búast við að þeim fjölgi á næstu dögum. Skráningu í mótið líkur kl 13:00 fimmtudaginn 13 mars.