Fréttir

40 ára afmæli Síðuskóla í dag fimmtudag

Haldið verður upp á 40 ára afmæli Síðuskóla í dag 5. september kl. 16 í íþróttahúsi skólans.  Að lokinni formlegri dagskrá verður farið í skrúðgöngu um hverfið og loks boðið upp á veitingar í matsal skólans. Allir eru velkomnir.

Lesa meira

Enn að störfum 40 árum síðar

Tveir kennarar sem hófu störf við Verkmenntaskólann á Akureyri þegar starfsemi hans hófst haustið 1984 eru enn að störfum, kennararnir Erna Hildur Gunnarsdóttir og Hálfdán Örnólfsson.  Verkmenntaskólinn varð til við samruna þriggja skóla, þ.e. framhaldsdeilda Gagnfræðaskólans á Akureyri, Iðnskólans á Akureyri og Hússtjórnarskólans á Akureyri

Lesa meira

Hugmynd að níu hæða skrifstofubyggingu á baklóð við Glerárgötu

Hugmynd að stórhýsi á baklóð við Glerárgötu 36 á Akureyri var kynnt fyrir skipulagsráði Akureyrarbæjar nýverið. Það gerði fulltrúi frá Fjárfestingafélaginu Klöppum sem er í eigu KEA, en annað dótturfélag, Skálabrún sem hefur verkefni og fjárfestingar á þessu sviði á sínu borði myndi sjá um málið.
Næstu skref í málinu að lokinni kynningu er að fá fram afstöðu skipulagsráðs.

Lesa meira

Stórhátíð skapandi greina á Húsavík

HönnunarÞing er hátíð hönnunar og nýsköpunar sem haldin verður á Húsavík 3.-5. október nk. en þetta er í annað hátíðin er haldin á Húsavík. Áherslan í ár er tónlist og margvíslegar birtingarmyndir snertiflata hönnunar og tónlistar.

 

 

Lesa meira

Sameiginlegt útboð í brú og jöfnunarstöð

Verkefni við smíði nýrrar brúar fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur yfir Glerá, Skarðshlíð-Glerártorg verður boðið út að nýju í vetur.  Eins og Vikublaðið sagði frá á dögunum var verkið var boðið út í sumar en engin tilboð bárust þá.

Lesa meira

Viðræður um að Norðurorka taki við vatnsveitu á Hjalteyri

Hörgársveit hefur óskað eftir formlegum viðræðum við Norðurorku um hvort veitan geti tekið að sér rekstur og framkvæmdir vatnsveit á Hjalteyri. Stjórn Norðurorku hefur samþykkt að hefja formlegar viðræður við Hörgársveit um málið.

Lesa meira

Afkoma Norðurorku betri en gert var ráð fyrir

Afkoma Norðurorku eftir fyrstu 6 mánuði ársins er betri en áætlun gerði ráð fyrir. Uppgjör fyrir fyrri helming ársins var lagt fram á stjórnarfundi nýverið, fyrir Norðurorku og samstæðuna, þ.e. með rekstri Fallorku.

Lesa meira

Nýir læknar til starfa á Kristnesspítala

Kristrún Erla Sigurðardóttir sérfræðingur í heimilislækningum og Valgerður Þorsteinsdóttir sérfræðingur í öldrunarlækningum hafa verið ráðnar til starfa innan öldrunarlækningateymis SAk á Kristnesspítala.

Lesa meira

Netverslun með áfengi og nikótínvörur á Akureyri

Ölföng er heiti á netverslun með áfengi og nikótínvörur, sem tók til starfa á Akureyri nýverið. Verslunin býður viðskiptavinum upp á að sækja eða fá heimsent. Verslun félagsins er við Laufásgötu 9 á Akureyri og er opið frá kl. 15 til miðnættis alla daga.

Lesa meira

Lokaorðið - Ich bin ein Berliner

Berlín 9. nóvember 1989

Eftir menntaskóla bjó ég einn vetur í München. Hugðist nú heldur betur læra þýskuna og tala eins og innfædd. Markmiðið var metnaðarfullt en árangurinn ekki í takt við það. Reyndar heldur faðir minn að ég sé þýsku sjéni því á ferðalögum okkar á ég það til að panta veitingar á þýsku. Við skulum ekki leiðrétta það.

Lesa meira