Um eitt þúsund gestir litu við í Svartárkoti
Við vissum ekki við hverju var að búast þar sem kalt var í veðri og blautt en fjöldi gesta kom okkur svo sannarlega skemmtilega á óvart. Stemningin var líka svo góð, jákvæðni og gleði áberandi og þolinmæði gagnvart því að þurfa að bíða í röð eftir afgreiðslu,“ segir Guðrún Tryggvadóttir bóndi á Svartárkoti en þar var um liðna helgi tekið á móti gestum í tengslu við viðburðinn Beint frá býli dagurinn. Sá dagur var haldinn í öllum landshlutum, gestum bauðst að heimsækja einn þátttakenda í samtökunum og fræðast um framleiðsluna auk þess sem fleiri aðilar voru með sinn varning til sölu.