Fréttir

Píluáhugi Húsavíkinga í miklum vexti

Aðsókn í nýja og glæsilega aðstöðu Píludeildar Völsungs hefur farið fram úr björtustu vonum

Lesa meira

Tímamót í knattspyrnu-samstarfi KA og N1

Knattspyrnufélag Akureyrar, KA og N1, sem í tæplega 40 ár hafa haft árangursríkt samstarf um mótshald hins vel þekkta N1 móts KA í drengjaflokki, hafa nú ákveðið að taka höndum saman um að koma á laggirnar knattspyrnumóti fyrir stúlkur á aldrinum 9 til 10 ára sem haldið verður með svipuðu sniði og drengjamótið. KA mun annast rekstur og skipulag mótsins, en N1 verða aðalbakhjarl þess. Stúlkurnar munu etja kappi á glæsilegu KA svæðinu helgina eftir Verslunarmannahelgina, eða 8-10 ágúst næst komandi.

Lesa meira

Hafnasamlag Norðurlands Góð staða og spennandi verkefni en hættur geta verið í sjónmáli

Staða Hafnasamlags Norðurlands er afar góð um þessar mundir og mörg spennandi uppbyggingar verkefni í gangi. Ýmsar hættur eru þó í sjónmáli sem geta breytt stöðunni til hins verra. Þar ber helst að nefna þá ákvörðun stjórnvalda að taka upp innviðagjalds á farþega skemmtiferðaskipa. Þær tóku gildi um nýliðin áramót.

Lesa meira

Ný brú á Skjálfandafljót hjá Fosshóli í burðarliðnum

Vegagerðin  hefur kynnt byggingu nýrrar tvíbreiðrar brúar yfir Skjálfandafljót á Hringvegi í sveitarfélaginu Þingeyjarsveit. Brúin er hluti af grunnkerfi samgangna en núverandi brú er einbreið og uppfyllir ekki öryggiskröfur Vegagerðarinnar segir í kynningu á vefsíðu Vegagerðarinnar.

Lesa meira

Í upphaf árs; samfélag tækifæra

Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar

 

 

Lesa meira

Þjóðaratkvæðagreiðsla um viðræður við Evrópusambandið – Af hverju og hvers vegna núna?

Und­an­farið hef­ur umræða um þjóðar­at­kvæðagreiðslu um fram­hald viðræðna við Evr­ópu­sam­bandið (ESB) vakið at­hygli og verið áhuga­vert að lesa hinar ólíku hliðar og sjón­ar­mið í þess­ari umræðu. Mik­il­vægt er þó að skýra að slík at­kvæðagreiðsla snýst ekki um fram­hald eldri viðræðna held­ur um upp­haf nýrra viðræðna – og þar ligg­ur veru­leg­ur mun­ur.

Lesa meira

Hér er kona, um konu…

Konur eru núna í áhrifamestu embættum á Íslandi. Þetta er í fyrsta skipti sem það gerist, sem er að sumu leiti pínu sorglegt að hafi ekki gerst fyrr.

Lesa meira

Skíðastaðir - Fyrsti langi fimmtudagurinn í vetur og forsala vetrarkorta lýkur á morgun

Í dag er fyrsti fimmtudagurinn með lengdum opnunartíma hjá okkur í vetur en það verður opið frá 14-21 í kvöld og alla fimmtudaga í vetur. Það er því um að gera að skella sér í fjallið eftir vinnu í dag og taka kvöldmatinn þar því hægt verður að versla hamborgara uppí Strýtuskála og á Skíðastöðum verður súpa í boði ásamt öðru.

Lesa meira

Nýr aðili tekur við þjónustu gámasvæðis og grenndarstöðva

Um næstu helgi tekur nýr aðili við þjónustu grenndarstöðva og gámasvæðis Akureyrarbæjar. Reiknað er með að þau umskipti gangi snurðulaust fyrir sig en þjónustan gæti þó raskast ofurlítið um stundarsakir.

Lesa meira

Ragnheiður Gunnarsdóttir í Kisukoti langþreytt á svarleysi Akureyrarbæjar

„Það hefur ekki einn einasti maður frá Akureyrarbæ haft samband við mig síðan í apríl í fyrra. Ég hef ekki fengið nein viðbrögð við þeim tölvupóstum sem ég hef sent til starfsmanna bæjarins,“ segir Ragnheiður Gunnarsdóttir sem rekið hefur Kisukot – kattaaðstoð á heimili sínu frá því janúar árið 2012. Bæjarráð samþykkt í nóvember árið 2023 að hefja samningaviðræður við Ragnheiði sem miðuðu að því að koma starfseminni út af heimilinu og í húsnæði sem uppfyllt kröfur fyrir starfsleyfi.

Lesa meira