Fjölskylduheimilið Sólberg opnað formlega á Akureyri
Fjölskylduheimilið er rekið á grundvelli samstarfssamnings Akureyrarbæjar og mennta- og barnamálaráðuneytisins sem undirritaður var í byrjun árs.
Fjölskylduheimilið er rekið á grundvelli samstarfssamnings Akureyrarbæjar og mennta- og barnamálaráðuneytisins sem undirritaður var í byrjun árs.
Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í morgun að endurskoða þá hluta gjaldskrár bæjarins sem snerta viðkvæma hópa og barnafjölskyldur.
Elín Aradóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri markaðs- og áfangastaðaþróunar hjá Markaðsstofu Norðurlands, en starfið var auglýst í sumar. Verkefnastjóri vinnur í nánu samstarfi við ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög á öllu Norðurlandi að þróun og markaðssetningu áfangastaðarins. Hún kemur til starfa hjá MN um miðjan september.
Síðdegis í gær var undirritaður nýr samstarfssamningur Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA) og Akureyrarbæjar til næstu tveggja ára.
Markmið samningsins er að íþróttastarf á Akureyri verði áfram kraftmikið, bæjarbúum til heilla. Í því felst að skapa sem bestar aðstæður til að reka starfsemi sem tryggir bæjarbúum öflugt íþróttastarf, einkum börnum og unglingum.
Glerárkirkja og Akureyrarkirkja standa saman að fjölbreyttum sumarmessum í Akureyrarkirkju kl. 11 á sunnudögum. Sunnudaginn 18. ágúst verður bryddað upp á þeirri nýung að halda Kvæðamessu með Kvæðamannafélaginu Gefjuni.
Eins og vefurinn sagði frá 29 mai s.l óskaði Umhverfis- og mannvirkjasvið fyrir hönd Akureyrarbæjar eftir tilboðum í byggingu á nýrri steinsteyptri, eftirspenntri göngubrú yfir Glerá, um 50 metrum ofan við núverandi vegbrú á Hörgárbraut.
Tveir heilsugæslulæknar, Guðrún Dóra Clarke og Valur Helgi Kristinsson sem starfa hjá Heilsugæslunni Urðarhvarfi munu í næstu viku bjóða skjólstæðingum sínum upp á heimavitjanir. Bíll sem notaður verður til vitjana á Akureyri kom norður nú í vikunni.
Sjöfn Hulda Jónsdóttir frá Laxamýri prýðir forsíðu Vikublaðsins með þennan myndarlega hæng
Hilda Jana Gísladóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifa
Áhafnir allra skipa Samherja gæddu sér á dýrindis afmælistertum í tilefni þess að Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja fagnar í dag 70 ára afmæli.
Kristján er einn af stofnendum Samherja og hefur alla tíð verið einn af helstu stjórnendum félagsins og stýrt útgerðarsviði þess