Vilja auka þátttöku innflytjenda í samfélaginu
Sveitarfélagið Norðurþing ræðst í verkefni sem er ætlað að bjóða inn flytjendur velkomna í sveitar félagið og verða virkari þátttakendur í samfélaginu.
Verkefnið sem hefur fengið heitið Hitta Heimafólk Meet a Local er spennandi verkefni sem er hannað til að styðja við aðlögun nýrra íbúa með erlendan bak grunn í Norðurþingi.
Markmið verkefnisins er að skapa jákvætt andrúmsloft, bæta félagslega samþættingu og bæta íslenskukunnáttu, auk þess að auka þátttöku í íþróttum, félags starfi og sjálfboðavinnu.
Þetta samfélagsverkefni tengir nýja íbúa við sjálfboðaliða sem munu vera tengiliðir og hjálpa þeim að kynna sér nýtt umhverfi og taka þátt í staðbundnum við burðum og félagsstarfi.
Sveitarfélagið býður félögum, fyrirtækjum og stofnunum að taka þátt og styðja þetta mikilvæga verkefni.
Tillaga lögð fram í fjölskylduráði
Verkefnið má rekja til þess að Helena Eydís Ingólfsdóttir, fulltrúi D lista og þá formaður fjölskyldu ráðs Norðurþings lagði til á fundi ráðsins í apríl á síðasta ári að hafinn verði undirbúningur að því að koma á tengiliðaverkefni fyrir nýja íbúa í samstarfi sveitarfélagsins, vinnustaða og félaga samtaka. Með verkefninu er átt við að þegar nýir íbúar flytja í sveitarfélagið Norðurþing taki samfélagið hönd um saman og greiði leið þeirra inn samfélagið.
Í greinargerð með tillögu Helenu segir að markmiðið sé að stuðla að betri, skilvirkari og skýrari framkvæmd innan mála flokksins, og bættri þjónustu til að renna styrkari stoðum undir stjórn útlendingamála. Með þessari heildar sýn sé lögð áhersla á mannúð og virðingu og unnið gegn skaut un í íslensku samfélagi.
Horfa til Norðurlandanna
Þann 6. mars á síðasta ári sátu for maður fjölskylduráðs og sviðsstjóri velferðar og lýðheilsusviðs, fjölmenningarfulltrúi og félagsmála. stjóri webinar á vegum Nordregio um stuðningskerfi á Norður löndunum við flóttafólk og hvernig þau eru í framkvæmd í nokkrum sveitarfélögum í þeim tilgangi að kynna sér fyrirkomulag á móttöku og inngildingu flótta manna hjá sveitarfélögum á Norðurlöndunum. Í grunninn fær hver og einn flóttamaður tengilið sem aðstoðar við aðlögun að samfélaginu allt frá einföldum hlutum líkt og að læra að rata um samfélagið, hvar er bókasafn, matvörubúð og hvar er hægt læra tungumál viðkomandi lands, til flóknari hluta eins og að aðstoða við tungumálanámið.
Það er á þessum grunni sem Helena lagði til að hafinn verði undirbúningur að því að koma á tengiliðaverkefni fyrir nýja íbúa í samstarfi sveitarfélagsins, vinnu staða og félagasamtaka.
Vinsamlegra samfélag
„Með verkefninu er átt við að þegar nýir íbúar flytja í sveitar félagið Norðurþing taki samfélagið höndum saman og greiði leið þeirra inn samfélagið. Byggt verði á grunni verkefna sem kynnt voru á webinari Nordregio um norræna módelið um stuðningskerfi við flóttafólk þar sem það á í raun jafnt við um flóttafólk og nýja íbúa og er í anda þess sem ríkisstjórn Íslands hefur sammælst um varðandi aðgerðir í móttöku nýrra íbúa. Verk efnið fáið heitið “Hittu heima fólk” og á ensku “Meet a Local” Ávinningurinn af verkefninu miðað við reynslu sveitarfélaga á Norður löndunum felst meðal annars í aukinni þátttöku barna og unglinga í íþrótta og tómstunda starfi, betri aðlögun að íbúa að samfélaginu, betri íslenskukunnáttu íbúa af erlendum uppruna, aukinni þátttöku í ýmiskonar félagsstarfi og sjálfboðastarfi.
Að svo stöddu verði ekki gert ráð fyrir viðbótarkostnaði vegna verkefnisins þar sem fyrst og fremst snúi það að því að koma á netverki milli sveitarfélagsins, atvinnulífs og félagasamtaka þannig að þegar nýir íbúar flytja til Norðurþings fái þeir tengilið sem geti verið vinur sem vísar leið innan samfélagsins,“ segir í greinar gerð Helenu.
Hvers vegna kom þetta til?
Nele Marie Beitelstein, fjölmenningarfulltrúi Norðurþings sér um framkvæmd verkefnisins en hún segir það upphaflega komið til vegna hugmynda Helenu. „Þetta verkefni kom upphaflega fram sem tillaga frá Helenu Eydísi í fjölskylduráði. Ég, Helena og fleiri fórum saman á námskeið þar sem kjarninn var svona samfélagleg þátttaka (e. community sponsorship),“ segir Nele og bætir við að horft hafi verið bæði til Norðurlanda og ekki síst Kanada við þróun verk efnisins.
„Hugmyndina má rekja til Kanada og snýst um að aðlaga flótta fólk sem kemur til landsins að samfélaginu. Okkur fannst þessi nálgun áhugaverð og vildum gera eitthvað svipað hér í Norðurþingi,“ útskýrir Nele.
Auglýsa eftir þátttakendum
Tillaga Helenu var samþykkt í fjölskyldu ráði á síðasta ári og var ákveðið að ráðast í verkefnið sem nú er verið að hleypa af stokkunum.
„Nú er komið að því að hrinda verkefninu í framkvæmd. En það gengur í grófum dráttum út á það að finna sjálfboðaliða innan samfélagsins til að vera einskonar milliliðir fyrir innflytjendur inn í samfélagið. Við erum að stíga fyrstu skrefin og í næsta skrefi munum við leita að innflytjendum sem vilja taka þátt í verkefninu. Mikilvægt er að sætta sig við núverandi samsetningu íslensks samfélags, að opna fyrir innflytjendur að þátttöku í samfélagi okkar og einnig að við innflytjendur verðum að nýta okkur þátttökuna. Báðir aðilar verða að vera opnir fyrir þessu. Þannig getum við haldið áfram að búa saman í hinu nú þegar fjölbreytta íslenska samfélagi. Við innflytjendur verðum aldrei "alvöru Íslendingar", mér finnst leiðinlegt að ég fái þessa tilfinningu ennþá á hverjum degi. En það er ekki málið og er annað umræðuefni. Þátttaka skapar tilheyrandi, viður kenningu og umburðarlyndi. Við mótum öll samfélagið sem við viljum búa í!“ útskýrir Nele.
Eitt af því sem rannsóknir hafa sýnt er að börn innflytjenda skili sér síður inn í skipulagt íþróttastarf hér á landi. Þessu vill Nele breyta og vonast til að þetta verkefnið verði til þess að innflytjendur með erlendan bakgrunn muni rata betur um samfélagið okkar og verða virkari þátttakendur.
Varðandi tengiliðina segir Nele að það þurfi ekki endilega að vera einstaklingur heldur geti allt eins verið heil fjölskylda. „Þetta gæti verið fjölskylda sem hittir fjölskyldu innflytjenda og fer með þeim t.d. á blakmót svo dæmi sé tekið. Þannig bindum við vonir til þess að viðkomandi fjölskylda nái betri tengslum við félagslífið í samfélaginu í gegnum íþróttastarf barnanna og aðlagist þannig hraðar,“ útskýrir Nele en bætir við að það sé fólki í sjálfsvald sett hvað það tekur sér fyrir hendur með stuðningsfjölskyldu sinni og að það sé afar mikilvægt að viðhalda sjálfvilja, virðingar og jafnræðis allra sem að málinu koma hverju sinni.
„Annars ákveður hver sjálfur hvað hann vill gera saman, en við reynum að velja einstaklinga, fjölskyldur o.s.frv. sem passa vel saman,“ segir Nele að lokum.