Fríða Karlsdóttir sýnir á Listasafninu á Akureyri

Fríða Karlsdóttir sýnir á Listasafninu á Akureyri
Fríða Karlsdóttir sýnir á Listasafninu á Akureyri

„Það er mikill heiður og ánægja að sýna í Listasafninu á Akureyri. Safninu ber að hrósa fyrir stuðning sinn við ungt listafólk á síðustu árum. Þetta boð hefur verið mér mikill innblástur og hvatning til áframhaldandi starfa innan myndlistarinnar,“ segir Fríða Karlsdóttir en sýning hennar „Ekkert nema mýktin“ hefur staðið yfir á Listasafninu á Akureyri frá í haust. Henni lýkur um miðjan mars.

.Sýningin er í sal 12 þar sem yngra myndlistarfólk hefur sýnt undanfarin ár. Þetta er fyrsta einkasýning Fríðu í opinberu safni.

Fríða fæddist á Akureyri árið 1994 og útskrifaðist af myndlistarbraut Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam 2020. Hún býr og starfar á Akureyri og er hluti af sjálfstæða listhópnum Kaktus, sem stendur fyrir margs konar menningarstarfsemi í Ketilhúsinu sem er við Listasafnið. Hún hefur sýnt verk sín bæði hér á landi og erlendis.

„Ég vinn með frásagnir í gegnum ýmis konar miðla, s.s. vídeóverk, skúlptúra, textaverk og ýmiss konar handverk. Ég nota sterkar táknmyndir, dramatísera hversdagsleikann og segi frá einlægum upplifunum í verkunum,“ segir hún. Fríða vinnur með frásagnir í gegnum ýmis konar miðla, s.s. vídeóverk, skúlptúra, textaverk og ýmiss konar handverk. Verk hennar líkjast oft náttúrulegum fyrirbærum.

Notaleg hversdagsleg augnablik

„Í höndum Fríðu Karlsdóttur er mýktin hlýr óður til viðkvæmni og heiðarlegra mistaka – fínleg, snerting, ilmandi af blautu lyngi og slípuðum við. Í verkunum bregður fyrir notalegum hversdagslegum augnablikum; mjúkur hellir í taufellingum, sætukoppar og nakin vera sem sekkur í tjörn. Inn á milli leynast brot af ögn óhreinni mýkt; tært regnvatn flæðir niður holræsi, rauðvínsglas á hliðinni og lekandi kertavax,“ segir í sýningarskrá. En þrátt fyrir angurværð má einnig finna hnyttni og háð.“

 

Nýjast