Fréttir

Aukið við húsnæði heilsugæslunnar í Sunnuhlíð á Akureyri

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur heimilað Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) að taka á leigu um 250 fermetra húsnæðis í Sunnuhlíð og skapa þannig aukið rými fyrir starfsemi heilsugæslunnar sem þar er til húsa. Þar verður einnig starfsstöð Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands sem hefur verið með aðsetur í gömlu heilsugæslustöðinni við Hafnarstræti

Lesa meira

Samkomulag um úrbætur á húsnæði Hlíðar á Akureyri

Ríkið og Akureyrarbær hafa komist að samkomulagi um fyrirkomulag vegna nauðsynlegra framkvæmda við húsnæði hjúkrunarheimilisins Hlíðar á Akureyri

Lesa meira

Lyftistöng fyrir hitaveitu að nýta glatvarma

Unnið var við það í vikunni að leggja lagnir undir Þjóðveg 1 á gatnamótum Hörgárbrautar og Hlíðarbrautar. Verkefnið er unnið á vegum Norðurorku og snýst um að nýta glatvarma frá aflþynnuverksmiðjunni TDK í Krossanesi til upphitunar á bakrásarvatni úr kerfum Norðurorku. 

Lesa meira

Svalbarðsstrandarhreppur Umhverfisviðurkenningar 2024 - Tilnefningar óskast

Umhverfis- og atvinnumálanefnd óskar eftir tillögum frá íbúum Svalbarðsstrandarhrepps til umhverfisviðurkenningar 2024. Annarsvegar fyrir snyrtilegt íbúðarhús og hinsvegar rekstraraðila og nærumhverfi þess.

Lesa meira

Jökulsárhlaupið í 19. sinn á laugardag

Heldur var þungbúið í morgunsárið, smá súld og 5 stiga hiti. Fljótlega stytti þó upp og þegar líða tók á morguninn var komið hið ágætasta hlaupaveður og sólin lét meira segja sjá sig við verðalaunaafhendingu

Lesa meira

Akureyrarklíníkin stofnuð formlega á föstudag

Stofnun Akureyrarklíníkurinnar - þekkingar- og ráðgjafarmiðstöðvar um ME sjúkdóminn og langvarandi eftirstöðvar COVID-19 fer fram föstudaginn 16. ágúst kl. 14 í Menntaskólanum á Akureyri (Kvosinni).

Lesa meira

Unnið að nýrri sóknaráætlun fyrir Norðurland eystra

SSNE vinnur nú að nýrri Sóknaráætlun fyrir Norðurland eystra í samráði við íbúa landshlutans. Í tengslum við þá vinnu verða haldnar 15 vinnustofur víðsvegar um landshlutann í ágúst og september

Lesa meira

Líklega nyrsta myndasöguhátíð í heimi

Fyrsta Myndasöguhátíð Siglufjarðar mun eiga sér stað í sumar frá 30. ágúst til 1. september 2024. 

Lesa meira

Grenivíkurgleði 2024!

Grenivíkurgleðin árlega er viku fyrr á ferðinni en áður og verður haldin nú um helgina, 9. - 10. ágúst.

Lesa meira

Opið fyrir umsóknir um nám í einstaka námsleiðum til 15. ágúst

Einstaka deildir háskólans hafa tekið ákvörðun um að opna fyrir umsóknir nýnema á seinna umsóknartímabili. Tekið er við umsóknum í einstaka námsleiðir frá 8. ágúst til og með 15. ágúst. Eindagi skrásetningargjalda er 20. ágúst.

 Hér getur þú nálgast yfirlit yfir þær námsleiðir sem opið er fyrir umsóknir í:

 Grunnnám

  • Nútímafræði (BA).
  • Fjölmiðlafræði (BA).
  • Lögreglu- og löggæslufræði (BA).

Framhaldsnám

  • Starfstengd leiðsögn (30 ECTS viðbótardiplóma).
  • Forysta í lærdómssamfélagi (30 ECTS viðbótardiplóma).
  • Stjórnun og forysta í lærdómssamfélagi (menntavísindi 60 ECTS viðbótardiplóma).
  • Upplýsingatækni í námi og kennslu (menntavísindi 60 ECTS viðbótardiplóma).

 Tekið skal fram að umsóknarfrestur rann almennt út 5. júní og verður ekki tekið við umsóknum í aðrar námsleiðir en ofantaldar.

 

Lesa meira