Fréttir

Nýársávarp 1. janúar 2025 Katrín Sigurjónsdóttir

Enn er liðinn einn dagur

Og brátt annar tekur við

Sitjum hér, hlið við hlið

Horfum veginn fram á við

 

Þetta er kvöld til að þakka

Fyrir það sem liðið er

Allt það besta í þér

Sem þú gefið hefur mér

Gleðilegt ár.

 

Lesa meira

Gleðilegt nýtt ár

Starfsfólk Vikublaðsins óskar lesendum  blaðsins gleðilegs nýs árs með þökkum fyrir samfylgdina  á liðnu  árum.

Gleðilegt nýtt ár  !

Lesa meira

Staða hitaveitunnar erfið - Neyðarstjórn virkjuð

Neyðarstjórn Norðurorku var virkjuð fyrr í dag en í viðbragðsáætlun hitaveitu kemur fram að það skuli gert þegar staðan í heitavatnstönkum nálgast öryggismörk.

 

Lesa meira

Hrefna Sætran og Ívar Örn Hansen töfra fram gómsæta rétti

„Ristað brauð… graflaxsósa… grafinn lax… NAMM ég slefa! Grafinn lax er algjört uppáhald hjá mér um jólin. Eftir því sem ég eldist finnst mér smá erfiðara að verða spennt. Kannski út af því að hlutirnir eru aðgengilegri núna en þegar maður var yngri.

Lesa meira

Áramótapistill framkvæmdstjóra SSNE

Það er hálf ótrúlegt að enn eitt árið sé að renna sitt skeið og viðeigandi að líta yfir farinn veg. Desembermánuður var viðburðaríkur hjá SSNE og einkenndist, eins og raunar árið allt, af Sóknaráætlun Norðurlands eystra. Við hófum mánuðinn á rafrænni úthlutunarhátíð en þar voru kynnt þau 74 verkefni sem hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði Sóknaráætlunar Norðurlands eystra. Það var óvenju mikil fjölbreytni í umsóknum þessa árs og ljóst að mikil gróska er á Norðurlandi eystra í öllum geirum atvinnulífs og menningar – gróska sem er að skila sér í öflugum verkefnum sem efla landshlutann okkar.

Lesa meira

Jólabíómyndir Hefðirnar sem gera hátíðina einstaka

Jólabíómyndir hafa alltaf verið stór hluti af því að skapa hátíðarstemningu fyrir marga, þar á meðal Tinnu Malín Sigurðardóttur. Hún hefur sterkar skoðanir á mikilvægi jólabíómynda og deildi með mér sínum hefðum og uppáhaldsmyndum, sem hún hefur horft á með fjölskyldu sinni.

Í viðtalinu segir hún frá því hvernig þessar myndir hafa mótað jólahefðir hennar og hvers vegna þær skipta máli.

 

Lesa meira

Kveðja Samherja eftir samtals 119 ár

Þrír starfsmenn sem unnið hafa hjá Samherja eða tengdum félögum í samtals 119 ár láta af störfum um áramótin.

Lesa meira

Jólapíla -Pílukast yfir hátíðirnar

Pílukast hefur svo sannarlega orðið vinsælt á síðustu árum og er mikill uppgangur í íþróttinni hérlendis og erlendis. Hver sem er getur kastað pílu, það þarf bara að mæta og prófa og skemmta sér.

Lesa meira

Einu sinni var - löngu fyrir tíma Tik Tok og Tinder

Í öllu þessu daglega amstri í öldurót tímans þegar heimurinn fer stöðugt á hvolf og maður veit varla hvað snýr upp þennan daginn og niður hinn daginn er gott að ylja sér við minningar frá töluvert löngu liðinni tíð þegar hefðirnar voru í hávegum hafðar og allt þurfti að vera eins og það var árið áður. Þá voru engar tölvur sem fönguðu huga fólks, ekki snjallsímar, ekki Facebook, ekki Tik Tok, ekki Instragram og alls ekki Tinder. Og farsímarnir, fyrst þessir risastóru, komu ekki fyrr en löngu eftir að ég sleit barnsskónum.

Lesa meira

Loftið sem er fullt af keramiki

Margir hafa séð keramikjólatré, hvort sem það er hjá mömmu, ömmu eða frænku. Ekki eru allir sem vita af því að hægt sé að kaupa og mála keramik sjálfur en Monika Margrét Stefánsdóttir rekur Keramikloftið þar sem hægt er að versla slíkar vörur og föndra.

Lesa meira