Hús á leið til Húsavíkur

Bílaflotinn mjakast niður Hörgárbrautina í morgun    Myndir  Vbl.
Bílaflotinn mjakast niður Hörgárbrautina í morgun Myndir Vbl.

Það má með sanni segja að nokkuð óvenjulegur framur hafi átt leið um Akureyri nú í morgunsárið, þegar 12 veglegar flutningabifreiðar óku sem leið lá gegnum bæinn með húseiningar sem eru á leið til Húsavíkur.

Það Bjarg íbúðafélag, sem er óhagnaðardrifið íbúðafélag, sem mun byggja sex íbúða raðhús að Lyngholti 42-52 á Húsavík í samstarfi við Norðurþing. 

Einingarnar eru smíðaðar á Selfossi og má þvi segja að ferðalagið sé nokkuð langt en allt hefur gengið eins og í sögu og  kæmi ekki á óvart  ef  ferðalaginu lyki um eða upp úr hádegi í dag.  

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar  bílaflotinn fór um Akureyri nú í morgun.

Nýjast