Þingeyjarsveit styður Flugklasann Air66N
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur samþykkt að halda áfram stuðningi við Flugklasann Air66N. Markaðstofa Norðurlands sendi erindi til Þingeyjarsveitar líkt og fleiri sveitarfélaga á Norðurlandi og óskaði stuðnings við verkefnið.
„Flugklasinn hefur unnið ötullega að því að kom á reglubundnu millilandaflugi á Akureyrarflugvöll með það að markmiði að fjölga ferðamönnum á Norðurlandi og lengja dvöl þeirra á svæðinu,“ segir í bókun sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar sem telur því mikilvægt að styðja við Flugklasann Air66N og hvetur sveitarfélög á svæðinu til að gera slíkt hið sama.
Bæjarráð Akureyar samþykkti svo eins og fram kom í gær að veita 9 milljónum króna til Flugklasans árið 2024