Fréttir

Fjarstæðukennt að starfsfólk sem sinnir sömu störfum séu á mismunandi launum

„Það er fjarstæðukennt að árið 2023 sjái sveitar- og bæjarstjórar ekkert að því að starfsfólk þeirra sem sinna nákvæmlega sömu störfunum séu á mismunandi launum. Það er sárt og erfitt að vita til þess að sveitarfélögin hafi ekkert gert til að hafa áhrif á þessa stöðu og stuðla að gerð réttlátra kjarasamninga,“ segir í áskorun sem samþykkt var á samstöðufundi félagsmanna í Kili sem starfa í sundlaugum og íþróttamannvirkjum. 

Lesa meira

Fréttatilkynning - Útilistasýningin „Heimalingar VI"

Sumarið 2020 bauð Dyngjan-listhús Myndlistafélaginu á Akureyri að taka þátt í útilistasýningu við Dyngjuna-listhús sem er í landi Fífilbrekku undir fjallinu Kerlingu í Eyjafjarðarsveit. Sýningin stóð yfir í 3 mánuði frá júní byrjun fram til ágústloka.

Sköpuð voru fjölbreytt listaverk sem þoldu veður og vind íslenskt sumars. Sýningin hlaut nafnið „Heimalingar“, ástæðan fyrir því var að staðarhaldari hafði fengið að láni 2 undurfagra heimalninga, sem tóku sig vel út á sýningarsvæðinu og glöddu sýningagesti.

Nú verður opnuð 4. útilistasýningin „Heimalingar IV“.

20 heimalingar / norðlenskir listamenn sýna list sína í fjórða sinn, hjá Dyngjunni-listhúsi við Eyjafjarðarbraut eystri, 605 Akureyri, sumarið 2023.

Opið alla daga frá 14.00-17.00 frá 3. júní - 31. ágúst. 

Aðgangur ókeypis.
Velkomin að njóta menningar í fagurri náttúru Eyjafjarðarsveitar.
Nánari upplýsingar eru á Dyngjan-listhús á FB og í síma 8998770

Sýnendur :
Hadda, Brynhildur Kristinsdóttir, Jonna, Anna Þóra Karlsdóttir, Sigrún Birna Sigtryggsdóttir, Karólína Baldvinsdóttir,
Oddný E Magnúsdóttir, Aðalsteinn Þórsson, Hjördís Frímann, Joris Rademaker, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir,
Hrefna Harðardóttir, Freyja Reynisdóttir, Rosa Kristin Juliusdottir, Ragnheiður Björk Þórsdóttir, Dagrún Matthíasdóttir, Björg Eiríksdóttir, Stefán Tryggva og Sigríðarson, Hallgrímur Stefán Ingólfsson, Ólafur Sveinsson.

Lesa meira

Leitin að fullkomnun

Ég er staddur í miðborg Oslóar umkringdur veitingastöðum í leit að rétta staðnum til að borða á. Valkvíðinn hellist yfir mig og ég opna símann til þess að hjálpa mér að þrengja leitina.Með allar upplýsingar í heiminum í vasanum hlýt ég að geta fundið hinn fullkomna stað fyrir mig.

Lesa meira

Franskar, koggi og maður að nafni Franz - Spurningaþraut #9

Í spurningaþraut Vikublaðsins #9 er farið um víðan völl. Getur þú svarað öllum spurningunum?

Lesa meira

Fréttatilkynning-Ölgerðin og Egils appelsín eru bakhjarl Einnar með öllu næstu 3 árin

Ölgerðin Egill Skallagrímsson og Vinir Akureyrar hafa skrifað undir samning þess efnis að Ölgerðin verði aðal styrktaraðili bæjarhátíðarinnar Einnar með öllu sem fram fer um verslunarmannahelgina hvert ár. Það er  því er ljóst að Egils Appelsín verður á allra vörum næstu þrjú árin.

Lesa meira

Matarmál eldri borgara leyst - Heitar máltíðir í boði tvisvar í viku í sumar

Ég vona að fólkið okkar verði duglegt að nýta sér þetta þannig að hægt verði að bjóða upp á mat til kaups til frambúðar,“ segir Halla Birgisdóttir Ottesen forstöðumaður tómstundamála hjá Akureyrarbæ

Lesa meira

Kjarnafæði Norðlenska gefur út lágmarksverð fyrir næstu sláturtíð

Verð fyrir innlegg á sauðfjárafurðum mun að lágmarki hækka um 5% umfram verðlagsþróun frá síðustu sláturtíð hjá Kjarnafæði Norðlenska, KN og dótturfélögum þess en félagið hefur gefið út lágmarksverð fyrir dilkakjöt á komandi sláturtíð.

Miðað við núverandi breytingu á verðlagi frá fyrra ári, árs verðbólgu í mars 2023, væri þetta að lágmarki um 15% hækkun á meðalverði.

Með þessari ákvörðun er verið að tryggja að tekjur sauðfjárbúa sem leggja inn hjá samstæðu KN hækka umfram verðlagsþróun milli ára, miðað við sama innlegg.  Vonir standa til þess að markaðsaðstæður verði með þeim hætti að unnt verði að hækka innlegg haustið 2023 umfram áðurnefnda lágmarkshækkun.

Lesa meira

Opnað í Vaglaskógi

Tjaldstæðið og fastleigusvæði í Vaglaskógi voru opnuð fyrir helgi.

„Skógurinn kemur mjög vel undan vetri enda var hann óvenju snjóléttur,” segir Rúnar Ísleifsson skógarvörður hjá Skógræktinni Vöglum í Fnjóskadal en óvenju lítið sé af brotnum trjám eftir veturinn.

Hann segir að síðasta sumar hafi komið ágætlega út, gróðursetningar og grisjun skóglenda var óvenju mikil, ”en aftur móti var léleg aðsókn á tjaldsvæðunum enda tíðarfar ekkert sérstakt.”

Lesa meira

183 brautskráðust frá VMA sl föstudag

Í gær brautskráðust 183 nemendur frá Verkmenntaskólanum á Akureyri af tuttugu námsbrautum. Þetta er einn af allra stærstu brautskráningarhópum í tæplega fjörutíu ára sögu skólans. Brautskráningin var við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri.

Bekkurinn var þétt setinn enda brautskráningarhópurinn stór. Tuttugu og sex nemendur brautskráðust með tvö skírteini og því voru afhent 209 skírteini í dag. Á haustönn brautskráðust 93 nemendur sem þýðir að á þessu skólaári hefur VMA brautskráð 276 nemendur.

Lesa meira

Ekki er kyn þó keraldið leki - Spurningaþraut #8

Spurningar úr öllum áttum í spurningaþraut Vikublaðsins #8

Lesa meira