Fréttir

„Við skulum heldur aldrei gleyma því fornkveðna að sameinaðir stöndum vér, en sundraðir föllum vér"

Mikið fjölmenni er samankomið á hátíðarhöldum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum sem að þessu sinni fara fram á Fosshótel Húsavík. Hátíðarhöldin hófust kl. 14:00 með því að Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar flutti barátturæðu dagsins sem lesa má hér að neðan.

Ágætu gestir.

Mig langar að byrja á því að bjóða ykkur hjartanlega velkomin á 1. maí hátíðarhöld stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Það er virkilega ánægjulegt að sjá ykkur hér í dag. Kjörorð dagsins er að þessu sinni réttlæti, jöfnuður og velferð, sem er í raun leiðarstefið í allri verkalýðsbaráttu. Dagurinn er ekki bara minningarhátíð um horfna daga, hann er einnig baráttudagur og alþýða manna um heim allan kemur saman til að minna á nauðsyn samstöðu. 

Lesa meira

Krefjandi og annasöm ár en alveg frábær

„Þetta hafa verið frábær ár og ef ég mætti velja hvort ég mundi fara aftur í þetta starf myndi ég hiklaust segja já,“ segir Björn Snæbjörnsson fráfarandi formaður Einingar-iðju. Hann lét af störfum formanns félagsins á aðalfundi fyrr í vikunni, en næsta mánudag, á sjálfan verkalýðsdaginn, 1. maí eru 41 ár frá því hann hóf störf hjá Verkalýðsfélaginu Einingu. Hann fagnaði 70 ára afmæli sínu fyrr á árinu. Björn mun starfa á skrifstofu félagsins fram á haust.

Lesa meira

1. maí: Samherji í 40 ár á Akureyri 01.05.2023

Nákvæmlega 40 ár eru í dag liðin frá því togarinn Guðsteinn GK 140 sigldi inn Eyjafjörð. Frændurnir Kristján Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Þorsteinn Vilhelmsson höfðu þá keypt nær allt hlutafé í Samherja hf. í Grindavík, sem hafði gert Guðstein út og fluttu þeir félagið til Akureyrar. Hófst þar með saga félags, sem hefur frá þeim degi dafnað og vaxið í að vera eitt stærsta og öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, með rekstur í útgerð, landvinnslu, fiskeldi og sölu sjávarafurða.

Lesa meira

Fyrsti heimaleikur!

Þá er boltinn byrjaður að rúlla hjá stelpunum okkar í Þór/KA. Eftir flott undirbúningstímabil þar sem stelpurnar lögðu mikið á sig til að vera sem best undirbúnar fyrir tímabilið hófum við leik í Garðabænum á miðvikudaginn. Sterk byrjun í slyddunni og frábær úrslit hjá liðinu. Það er alltaf gott að byrja tímabilið á sigri.

Lesa meira

Baráttudagur verkalýðsins, oft er þörf, nú er nauðsyn!

Arna Jakobína Björnsdóttir skrifar: Nú þegar upp rennur baráttudagur verkalýðsins, 1. maí 2023, stendur Kjölur stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu ásamt öðrum aðildarfélögum BSRB frammi fyrir hörðum aðgerðum og verkfallsboðunum hjá sveitarfélögum.

Lesa meira

Félagið Orkey er til sölu Tekur við steikingarolíu og framleiðir lífdísel

Norðurorka hefur auglýst fyrirtækið Orkey til sölu. Orkey hefur verið starfandi undanfarin ár en félagið tekur á móti notaðristeikingarolíu án nokkurs kostnaðar og framleiðir úr hennilífdísil. Framleiðslan er einstök að því leyti að hún nýtir hreina íslenska orku til að breyta úrgangi í eldsneyti

Lesa meira

Yfirvofandi verkfall BSRB félaga

Allt stefnir í að verkfall nokkurra félaga innan BSRB verði að veruleika í kringum höfuðborgarsvæðið. Hefst um miðjan mánuðinn. Í vikunni kemur í ljós hvort víðar á landsbyggðunum verði verkfall. Meðal annars hér norðan heiða. Slæm staða en raunveruleg. 

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar

 

Lesa meira

„Myndlistin hefur alltaf blundað svolítið í mér“

Frímann Sveinsson opnar málverkasýninu í Safnahúsinu á Húsavík

Lesa meira

Kajakræðari hætt kominn við Hrísey

Rétt upp úr klukkan 14 í dag voru björgunarsveitir í Eyjafirði boðaðar út á hæsta forgangi 

Lesa meira

Ráðhúsið á Akureyri - Ráðast þarf strax í endurbætur

„Við höfum ekki tekið af skarið um framtíð ráðhússins, það kemur enn til greina að gera umfangsmiklar endurbætur á húsinu svo sem þaki, gluggum, loftræsingu  og byggja jafnframt við húsið til að rýma þá starfsemi Akureyrarbæjar sem nú er í Glerárgötu. Hinn möguleikinn er að byggja nýtt ráðhús frá grunni og selja núverandi ráðhús. Í millitíðinni þurfum við að bregðast við brýnustu viðhaldsþörf,“ segir Andri Teitsson formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrar.

Lesa meira