Fréttir

Fiskehátíðin í Grímsey s.l laugardag

Á laugardaginn var haldið upp á Fiskehátíðina í Grímsey, eins og siður er ár hvert.  Boðið var upp á girnilegt kvöldverðarhlaðborð í félagsheimilinu Múla og síðan slegið upp balli. Alls dvelja tæplega 30 manns út í eyju um þessar mundir og fögnuðu deginum saman. 

Lesa meira

Verkefni við nýjar kirkjutröppur lýkur í júní 2024

„Við stefnum að því að ljúka verkinu í júní árið 2024,“ segir Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda hjá Akureyrarbæ um framkvæmdir við nýjar kirkjutröppur við Akureyrarkirkju. Samkvæmt verksamningi átti að ljúka framkvæmdum um miðjan október síðastliðinn, en ljóst þykir nú að sú áætlun hafi verið of bjartsýn.

Lesa meira

Nýleg könnun í Danaveldi sýnir að nær helmingur kennaranema íhugar að hætta

Helga Dögg Sverrisdóttir, grunnskólakennari skrifar

 

Lesa meira

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri - Hugur okkar er hjá Grindvíkingum

Það hefur ekki farið framhjá  einum einasta manni að hamfarir ganga yfir í og við Grindavík sem m.a hafa leitt til þess að í þriðja sinn sem sögur fara af  hér á landi þurfti að rýma heilt bæjarfélag.  Óhætt er að fullyrða að hugur landsmanna sé til Grindvíkinga. 

Ásthildur Sturludóttir  bæjarstjóri sendir kveðjur til Grindvíkinga á heimasíðu  Akureyrarbæjar í morgun,  Þar segir Ásthildur  m.a. ,,Ég held að við getum öll sett okkur í spor fólksins í Grindavík sem að þurfti að yfirgefa heimili sín í flýti og óvissu og halda út í nóttina, vitandi ekki hvenær mögulegt verður að snúa til baka."

Lesa meira

Áhyggjur af stöðu bænda

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu bænda og íslensks landbúnaðar vegna mikilla kostnaðarhækkana á aðföngum og vegna íþyngjandi vaxtakostnaðar á skuldsettum búum.

Landbúnaður er stór atvinnugrein í sveitarfélaginu og mikilvægt að matvælaframleiðslu séu skapaðar öruggar rekstraraðstæðursegir í bókun sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar. Breytingar á reglugerðum og lagaumhverfi síðustu ára er lúta að aðbúnaði hefur knúið bændur til að fara í tugmilljóna fjárfestingar með tilheyrandi fjármagnskostnaði. Í núverandi vaxtaumhverfi er enginn hvati til nýliðunar sem er grafalvarleg staða. Sauðfjárbændur hafa jafnframt í áratugi þurft að glíma við erfið rekstrarskilyrði sem hefur leitt til mikillar fækkunar í þeirri starfsgrein.

Lesa meira

Gróður mikilvægur í bæjarlandinu

Bæjarráð Akureyrar tekur undir áskorun frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga varðandi trjágróður í nýjum hverfum bæjarins. SE hafði skorað á bærinn að huga betur að gróðursetningu trjágróðurs í nýjum og nýlegum hverfum bæjarins, t.d. samsíða akbrautum og á grænum svæðum

Lesa meira

„Ótrúlega magnað að finna stuðning úr öllum áttum“

Fjölskylda í Björgunarveitinni Garðari á Húsavík - Rætt er við feðginin  Júlíus Stefánsson og Júlíu Sigrúnu.

 

Lesa meira

Mikilvægt að koma upp fjölskylduhúsi á Akureyri

,,Ég tel mjög mikilvægt að komið verði á laggirnar fjölskylduhúsi á Akureyri Með þess konar úrræði er hægt að grípa mun fyrr inn í einstök mál barna í viðkvæmri stöðu, fjölga úrræðum og bæta þá þjónustuna. Með þessu úrræði væri einnig í einhverjum tilvikum hægt aðkoma í veg fyrir að grípa þurfi til lengri vistunar eða meðferðar,“ segir Hulda Elma Eysteinsdóttir formaður Velferðarráðs á Akureyri.

Lesa meira

Þakinu lyft upp á Garðar

Framkvæmdir við kaupfélagshúsið á Húsavík ganga vel

Lesa meira

Landlax og Landbleikja frá Samherja fiskeldi í íslenskar verslanir

Hafin er sala á ferskum Landlaxi og ferskri Landbleikju frá Samherja fiskeldi á íslenskum neytendamarkaði undir eign nafni. Samherji fiskeldi starfrækir einungis landeldsstöðvar og kemur að öllum stigum eldis og vinnslu á laxi og bleikju, allt frá hrognum til neytenda.

Neytendur vel upplýstir – Allar stöðvar með alþjóðlegar vottanir

Birgir Össurarson sölu- og markaðsstjóri Ice Fresh Seafood, sem annast sölu afurða Samherja, segir þetta ánægjuleg tímamót.

„Við teljum skynsamlegt að merkja vöruna sem best og undirstrika þannig gæða íslenskan Landlax og íslenska Landbleikju. Síðast en ekki síst viljum við að neytendur séu vel upplýstir um uppruna vörunnar, framleiðsluhætti og fleiri mikilvæga þætti. Samherji fiskeldi hefur framleitt landeldisfisk í um tvo áratugi. Allar stöðvar fyrirtækisins eru með alþjóðlegar vottanir og einungis er notast við gæða fóður í eldinu og öllum þáttum er stýrt með það að leiðarljósi að tryggja bestu mögulegu eldisaðstæður fyrir fiskinn. Sala á laxi og bleikju á kröfuhörðum alþjóðlegum mörkuðum hefur gengið vel og ég er sannfærður um að neytendur fagna þessum áherslubreytingum,“ segir Birgir Össurarson sölu- og markaðsstjóri Ice Fresh Seafood.

Sala hafin í verslunum

Ferskur Landlax og fersk Landbleikja frá Samherja fiskeldi fást nú þegar í nokkrum verslunum og fleiri bætast við á næstu dögum. Norðanfiskur ehf á Akranesi annast dreifingu þessara afurða.

Lesa meira