Öld liðin frá fæðingu Jón Marteins Jónssonar klæðskera og kaupmanns
Í dag 3. nóvember, eru 100 ár liðin frá fæðingu Jóns Marinós Jónssonar klæðskera og kaupmanns, en hann var stofnandi hinnar alkunnu Herradeildar JMJ á Akureyri.
Ragnar Sverrisson sem aðeins hefur komið nálægt störfum i Herradeild JMJ er tengdasonur Jóns M eins og hann var oft kallaður, Ragnar minnist tengdapabba síns í færslu á Facebook í morgun .
„Að námi loknu vann hann við iðn sína og áfram eftir að hann stofnaði Herradeild JMJ árið 1956. Síðan rak hann fatasmiðjuna Burkna til viðbótar en fatnaður þaðan gat sér gott orð um allt land. Kraftur hans og áræðni fór ekki fram hjá þeim sem honum kynntust en þó minnast hans flestir fyrir lipurð og þægilega framkomu enda var hann einstaklega vandaður maður og vildi öllum gott gera,“
„Á þessum degi minnumst við Jóns M. hér í Herradeildinni með virðingu og þakklæti. Læt fylgja nokkrar myndir frá farsælum starfsferli hans. Við vorum alla tíð miklir vinir og á ég honum mikið og margt að þakka. Blessuð sé minning Jóns Marinós Jónssonar."
Meðfylgjandi eru myndir sem Ragnar setti með færslu sinni í morgun og eru þær birtar hér með leyfi Ragnars.