Fjörtíu ár frá fyrsta stígnum

Ari Hilmarsson á Þverá fagnar því um þessar mundir að rétt um 40 ár eru liðin frá því hann lagði sin…
Ari Hilmarsson á Þverá fagnar því um þessar mundir að rétt um 40 ár eru liðin frá því hann lagði sinn fyrsta stíg í Kjarnaskógi. Mynd Skógræktarfélagið

Stígar í skógarskjóli eru afar mikilvægt lýðheilsuverkfæri og verðmæt skógarafurð. Í haust hefur grisjunarfólk Skógræktarfélags Eyfirðinga unnið markvisst að því að breikka stíga í Kjarnaskógi svo snjótroðarinn nýi eigi greiðari leið þar um til hagsbóta fyrir göngu- og skíðaunnendur á komandi vetri.

Til að fylgja því eftir þarf jarðvinnuverktaka og á myndinni má sjá Ara Hilmarsson á Þverá sem fagnar því um þessar mundir að rétt um 40 ár eru liðin frá því hann lagði sinn fyrsta stíg í Kjarnaskógi.

Þarna var verið að grisja og laga til á stígnum í Naustaborgum.

 

Nýjast