Ekkert að gerast í húsnæðismálum Kisukots Samþykkt í bæjarráði fyrir 10 mánuðum að hefja samningaviðræður
„Vægt til orða tekið þá er ég orðin mjög þreytt á þessu. Ég er reglulega spurð að því hvernig gangi að fá stuðning frá Akureyrarbæ við Kisukot, en staðan þar er bara sú sama og verið hefur, það virðist ekkert vera að gerast. Síðustu samskipti mín við bæinn voru í apríl á þessu ár. Ég hef send nokkra tölvupósta síðan en ekki fengið svör. Það er greinilegt að áhuginn er enginn,“ segir Ragnheiður Gunnarsdóttir sem hefur um árabil rekið athvarf fyrir ketti á heimili sínu, eða frá því í lok janúar árið 2012.