Fyrsta skemmtiferðaskipið kemur á sunnudag
Von er á fyrsta skemmtiferðaskipinu til Akureyrar þetta árið næsta sunnudag, 14. apríl. Samkvæmt bókunum er gert ráð fyrir að 196 skip komi til bæjarins í ár, það síðasta um mánaðamótin september október.
Von er á fyrsta skemmtiferðaskipinu til Akureyrar þetta árið næsta sunnudag, 14. apríl. Samkvæmt bókunum er gert ráð fyrir að 196 skip komi til bæjarins í ár, það síðasta um mánaðamótin september október.
Allt frá árinu 2018 hafa Akureyrardætur hjólað saman og hvatt aðrar konur á Norðurlandi í hjólreiðum. Akureyrardætur urðu til 2018 þegar 10 konur tóku þátt í Wow Cychlothon og hjóluðu hringinn í kringum landið.
Upplýsingamiðstöð ferðamanna hefur verið opnuð í Hofi. Hún verður opin alla daga frá kl. 10-15 en afgreiðslutíminn lengist í 8-16 yfir hásumarið, frá 1. júní til 31. ágúst.
Frá því um 3. apríl hafa sjómenn séð til lundans á sjó í nágrenni Grímseyjar en í gær settist hann upp á varpstöðvarnar í eyjunni.
KEA hefur selt 12% eignarhlut sinn í Slippnum á Akureyri
Alls bárust 20 umsóknir um starf sviðsstjóra velferðarsviðs Akureyrarbæjar sem auglýst var laust til umsóknar í mars. Umsóknarfrestur var til og með 3. apríl sl
Gústaf Baldvinsson framkvæmdastjóri Seagold Ltd., sem er sölufélag Samherja í Bretlandi, skrifar hér um skemmtilegt og gefandi samstarf við Dag Benediktsson sem í síðasta mánuði náði þeim frábæra árangri að verða fimmfaldur Íslandsmeistari á skíðum.
Á Facebooksíðu Skógræktarfélagsins er sagt frá því að búið séð að gera skíðagönguspor frá Kjarnaskógi og fram í Jólahús. Því er svo bætti við að færi á öllum þeirra leiðum sé frábært.
Annars er færslan hið skemmtilegasta, svona í stíl við veðrið.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir hefur tekið sæti sem matvælaráðherra í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Bjarkey tók við lyklavöldum í matvælaráðuneytinu í dag af Svandísi Svavarsdóttur sem tók við embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í nóvember árið 2021 og við embætti matvælaráðherra við stofnun matvælaráðuneytis 1. febrúar árið 2022.
Knattspyrnudómarafélag Norðurlands afhenti í dag stuðningshópi fyrir aðstandendur fólks með heilabilun hópurinn kallar sig Sólblómið styrk að upphæð kr. 350,000 sem er innkoman af seldnum aðgögnumiðum að leik KA og Þór í úrslitum Kjarnafæðismótsins sem fram fór á dögunum.