Fréttir

Brynja Dís úr Lundarskóla sigraði í upplestrarkeppni grunnskólanna

Brynja Dís Hafdal Axelsdóttir úr Lundarskóla hreppti 1. sætið í Upphátt, upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri, sem var haldin fimmtudaginn 7. mars sl. Keppnin var haldin í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi og var þetta í 23. skiptið sem hún fer fram.

Lesa meira

Tjaldsvæðið – Villigötur

Svo ég segi það strax þá óttast ég að í uppsiglingu sé meiriháttar slys á tjaldsvæðisreitnum við Þórunnarstræti. Arkitektastofan Nordic – office of Architecture hefur skilað tillögum að uppbyggingu á reitnum sem hafa fallið í góðan jarðveg hjá meiri hluta skipulagsráðs Akureyrarbæjar

Lesa meira

Götuhornið - Karl í kreppu

Barþjónar á Akureyri eru alltaf svo uppteknir að ég verð að halla mér að skiltastaur Götuhornsins og gráta þar undan óréttlæti og harðneskju heimsins ásamt eigin hjartagæsku og umhyggjusemi - sem er ómæld.

 En málið er semsagt að konan mín skilur mig alls ekki.

Sumt fólk lifir lífi sínu eftir hjartanu, aðrir með höfðinu og enn aðrir eru búnir þeim eiginleika að nota hvort tveggja saman, gott hjartalag og góða dómgreind.

Lesa meira

Lýsistankarnir á Raufarhöfn fá nýtt hlutverk

Ráðherra úthlutaði verkefninu 15 milljónum

Lesa meira

Góður gangur í Hlíðarfjalli

Aðstæður til útiveru og skíðaiðkunar í Hlíðarfjalli voru með allra besta móti í febrúar. Skíðasvæðið var opið 26 daga af 29 með nægum snjó og veðrið oft og tíðum með allra besta móti.
 
Aðsóknin er búin að vera frábær enda hafa aðstæður boðið upp á það. Hingað komu í kringum 17.000 manns í vetrarfríum grunnskóla og hér voru færeyskir hópar tvær helgar. Við höfum að auki fengið skólahópa alls staðar að af landinu og að öllu samanlögðu voru gestir í Hlíðarfjalli rúmlega 24.000 manns í febrúar sem er með því betra sem þekkist.
 
Opnunartími hefur verið lengdur um eina klukkustund bæði fimmtudaga og laugardaga og er nú opið frá kl. 10-17 á laugardögum og 13-19 á fimmtudögum. 
Nokkur snjóbráð hefur verið í hlýindum síðustu daga en þó er ennþá nægur snjór í Fjallinu og kaldari dagar fram undan. Vonum að páskahretið bregðist okkur ekki og muni færa okkur ríkulega nýja sendingu af góðum snjó.
 Framundan eru páskarnir í lok mánaðarins og má búast við að þá liggi straumurinn norður til að fara í Fjallið og njóta tónleika og annarra viðburða á Akureyri.
Lesa meira

Kaupa nýja flotbryggju fyrir Húsavíkurhöfn

Á fundi stjórnar Hafnasjóðs Norðurþings í síðustu viku lá fyrir undirritaður verksamningur um kaup á flotbryggju á Húsavík.  Samningsupphæð er 44.687.600 kr. og er hlutur Hafnabótasjóðs 60% af upphæðinni samkvæmt samgönguáætlun.

Samkvæmt verksamningi er áætlað að vinna verkið á vordögum, verklok í byrjun júní.

Lesa meira

Íslandsmeistaramótið í bogfimi - Íþróttafélagið Akur með 13 verðlaun

Íslandsmeistaramót í bogfimi var haldið nýverið í Bogfimisetrinu í Reykjavík, 11 iðkendur úr ÍF Akri voru skráðir til keppni í öllum fjórum bogaflokkum og 4 lið.

 Vel gekk á mótinu en helstu niðurstöður eru þær að Anna María Alfreðsdóttir fékk tvö gull,   Alfreð Birgisson  fékk einnig tvö gull og eitt silfur,  Georg Rúnar Elfarsson kom heim með brons. Izaar Arnar Þorsteinsson fékk silfur. Jonas Björk fékk  tvö gull og Rakel Arnþórsdóttir silfur.

 Aðstaða félagins sem opnuð var á liðnu hausti hefur breytt miklu fyrir ÍF Akur, en það má m.a. merkja á ánægju þeirra sem stunda íþróttina og mæta á æfingar, en einnig á þátttöku á mótum og þeim fjölda verðlauna sem félagsmenn koma með heim að þeim loknum.

Nú um helgina verður Íslandsmót ungmenna þar sem Akur á nokkrar keppendur sem flestir eru á leið á sitt fyrsta mót.

 

Lesa meira

Framkvæmdir á fullu á Akureyrarflugvelli

Mikið er um að vera á Akureyrarflugvelli þessa dagana og framkvæmdir við flugstöðina eru í fullum gangi. Við biðjum flugfarþega að hafa þolinmæði með okkur á meðan á þessum framkvæmdum stendur 

Nýja viðbyggingin er notuð fyrir komur í millilandaflugi. Viðbyggingin er einnig notuð fyrir komur í innanlandsflugi nema að millilandaflug sé í gangi. Ef millilandaflug er þá koma farþegar í innanlandsflugi inn í gengum bráðabirgða sal við suðurenda flugstöðvarinnar (gámaeiningar).

Lesa meira

Allt á floti í safnaðarheimilinu!

Einhverjir gætu hafa tekið eftir Einari kirkjuverði síðastliðið sumar standandi með garðslöngu að vökva inngangsbyggingu Safnaðarheimilisins. Búið var að grafa frá byggingunni og Einar var að leita að staðnum sem lak í gegn. Nú er það svo að hvert skipti bíll keyrir yfir og það drynur niður í Safnaðarheimilið þá liggja menn á bæn að það verði ekki til að nýjir lekar spretti fram. Á döfinni eru meiriháttar viðgerðir hjá söfnuðinum til að koma hlutunum í rétt horf og koma í veg fyrir enn meiri skemmdir.

Lesa meira

Körlum hjá Samherja færðir Mottumarssokkar

Krabbameinsfélag Íslands tileinkar marsmánuði körlum með krabbamein í Mottumars, sem er árvekni- og fjáröflunarátak félagsins.

Í ár er lögð áhersla á gildi hreyfingar sem forvarnar gegn krabbameinum hjá körlum en um leið aflar félagið fjár fyrir starfsemi félagsins, meðal annars með sölu Mottumarssokka. Allir karlar sem starfa hjá Samherja fá afhenta Mottumarssokka.

Starfsemi Krabbameinsfélagsins byggir á sjálfsaflafé, stuðningur almennings og fyrirtækja er því grundvöllur þess að félagið geti haldið úti öflugri starfsemi.

Lesa meira