Lokaorðið - Að breyta dimmu í dagsljós
Saga af móður, dóttur og hjúkrunarheimili. Móðirin var afar sjálfstæður bóndi og hafði fyrir löngu ákveðið að yrkja jörð sína til æviloka, fjörgömur og alein. Þrátt fyrir sjálfstæðið hafði henni stöku sinnum dottið í hug að færa sig á þéttbýlli stað, en þær tilraunir runnu jafnharðan út í sandinn. Hún ákvað þess í stað að fela dóttur sinni að setja sér stólinn fyrir dyrnar þegar að í óefni væri komið. Að setja einhverjum stólinn fyrir dyrnar var orðatiltæki sem einatt var notað á heimilinu og þýddi einfaldlega - hingað og ekki lengra.