Karlakórinn Hreimur fagnar 50 árum

Karlakórinn Hreimur. Gestir voru sammála um að söngur hefði verið virkilega fallegur og hljómfagur  …
Karlakórinn Hreimur. Gestir voru sammála um að söngur hefði verið virkilega fallegur og hljómfagur Myndir Ragnar Þorsteinsson

„Það var gríðargóð stemmning, smekkfullt hús og tónleikarnir eftirminnilegir,“ segir Arnar Ingi Gunnarsson formaður stjórnar Karlakórsins Hreims í Þingeyjarsýslu. Kórinn hélt tónleika í Ýdölum og síðar var sama efnisskrá í boði í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit. Gestir voru sammála um virkilega fallegan söng og hljómfagran. Kórinn fagnar 50 ára afmæli sínu á árinu

Á tónleikunum stigu á stokk bræðurnir frá Rangá, Baldur og Baldvin Kristinn en báðir er á meðal stofnfélags Hreims. Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona tók lagið með körlunum og vakti sögur hennar almenna lukku. Efnisskráin var að sögn Arnars Inga vel valin lög sem spanna þá hálfu öld sem kórinn hefur starfað, „við litum yfir söngskrár frá fyrri tíð og völdum nokkur vinsæl lög frá hverju tímabili. Þetta féll vel í kramið hjá áheyrendum,“ segir hann.

Hreimsmenn stefna á að syngja fyrir Skagfirðinga í október og efna í kjölfarið til tónleika í Reykjavík. Kórinn heldur í skemmtiferð til Tenerife, „og aldrei að vita þó við brestum í söng þar skapist rétta stemmningin,“ segir formaðurinn.

Hugmyndin fæddist í gufubaði

Kórinn var stofnaður 21. janúar árið 1975 en nokkru áður höfðu nokkrir karlar hist í gufubaði í Hafralækjarskóla þar sem m.a. bar á góma en enginn væri karlakórinn í héraðinu. Var snarlega við því brugðist með stofnun Karlakórsins Hreims, í Ýdölum sem segja má að sé heimavöllur kórsins. Alls voru stofnfélagar 42 talsins og eru tveir þeirra enn að syngja með kórnum, Benedikt Arnbjörnsson frá Bergsstöðum, kenndur við bæ sinn og kallaður Bensi Bergur, hann er 74 ára gamall og Baldur Jónsson frá Ysta-Hvammi er níræður.

Arnar segir kórfélaga nú 43 talsins og koma þeir víða að, en kórinn er öllum opin hver sem búsetan er. Undirleikarinn kórsins er Judith György. Kórstjóri er Daníel Þorsteinsson sem tók til starfa á liðnu haust, „og við erum gríðarlega ánægðir með hann, enda kann hann sitt fag upp á 10,“ segir Arnar Ingi.

Daníel Þorsteinsson stjórnandi Hreims

Rangárbræður. Baldur Baldvinsson og Baldvin Kristinn Baldvinsson

Hera Björk Þórhallsdóttir frá Víðum

Baldur Jónsson frá Ystahvammi elstur stofnfélaga og enn að. Níræður og hefur ekki misst af neinum æfingum fyrir utan 2 vikna frí sem hann tók sér þegar hann hálsbrotnaði!

Nýjast