Fréttir

Mikil­vægt fram­fara­skref fyrir bændur og neyt­endur

Því miður hefur þróun síðustu ára verið með þeim hætti að innflutningur á kjötvörum hefur vaxið langt úr hófi fram með þeim afleiðingum að innlendur landbúnaður, þ.m.t. kjötframleiðsla hefur verið í umtalsverðri samkeppni við erlenda kjötframleiðslu. Þetta hefur aftur skapað erfiða stöðu fyrir bændur og ekki hefur verið mögulegt að hagræða frekar í greininni. Afleiðingarnar hafa verið að vöruverð hefur farið hækkandi. Við lifum í heimi sem breytist hratt, fyrir nokkrum árum datt mönnum ekki í hug að árið 2024 yrði stórfelldur innflutningur á kjöti til landsins, hvað þá innflutningur á lambakjöti til Íslands. Raunstaðan í dag er sú að samkeppni í landbúnaði kemur nú fyrst og fremst erlendis frá, og við því þarf að bregðast.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Tvær sýningar opnaðar á laugardaginn

Laugardaginn 23. mars kl. 15 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri, annars vegar sýning Salóme Hollanders, Engill og fluga, og hins vegar sýning Heiðdísar Hólm, Vona að ég kveiki ekki í. Á opnunardegi kl. 15.45 verður listamannaspjall við báðar listakonurnar sem Freyja Reynisdóttir, verkefna- og sýningarstjóri, stýrir.

Lesa meira

Mis­gengi í mann­heimum

Enn er höggvið í sama knérunn. Fyrir ári síðan virtist eins og umræðan á Íslandi væri farin að beinast að því að íslenska krónan sé hugsanlega einn helsti skaðvaldur í efnahagslífi þjóðarinnar. Bólaði jafnvel á efasemdum um að minnsti gjaldmiðill í veröldinni sé brúklegur fyrir þjóð sem gerir kröfur um sambærileg lífskjör og nágrannaþjóðirnar búa við. Vegna smæðar sinnar og umkomuleysis hoppar örkrónan og skoppar eins og korktappi á opnu úthafi alþjóðlegrar samkeppni. Í því ölduróti er hún með öllu ófær að tryggja traust rekstrarumhverfi fyrir skuldug íslensk heimili og þau fyriræki í landinu sem ekki eru þegar búin að forða sér í skjól stærri gjaldmiðla eins og fjölmörg þeirra hafa þegar gert.

Lesa meira

easyJet byrjað að selja flugferðir út febrúar til Akureyrar

Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í morgun flugáætlun sína fyrir tímabilið desember 2024- febrúar 2025. Nú er hægt að bóka ferðir með flugfélaginu til og frá Akureyri á þessu tímabili, sem bætist við október og nóvember sem áður hafði verið tilkynnt um.

Lesa meira

Bæjarráð Gjaldskrárhækkanir er varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu endurskoðaðar

Akureyrarbær mun endurskoða þær gjaldskrárhækkanir sem tóku gildi um síðustu áramót er varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu og miða við að hækkun ársins 2024 verði ekki umfram 3,5%

Bæjarráð fjallaði um áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024 á fundi í morgun.

Lesa meira

Gjaldskrár leik- og grunnskóla lækkaðar í Hörgársveit

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti á fundi sínum 21. mars 2024 að í tengslum við kjarasamninga verði gjaldskrár er varða leikskóla og grunnskóla lækkaðar frá því sem áður hafði verið ákveðið. Um áramót var samþykkt að gjaldskrá hækkaði um 4,9% á milli ára en á fundi sveitarstjórnar í dag var ákveðið að hækkunin næmi 3,5%.Þessi breyting tekur gildi 1. apríl 2024.

Lesa meira

Gestavinnustofa Listasafnsins opin á laugardaginn kl. 14-17

Brasilíska myndlistarkonan Clara de Cápua hefur dvalið í gestavinnustofu Listasafnsins á Akureyri undanfarnar vikur. Laugardaginn 23. mars kl. 14-17 verður vinnustofan opin þar sem de Cápua sýnir afrakstur vinnu sinnar. Gengið er inn úr porti bakvið Listasafnið.

Lesa meira

Sáttatillaga upp á 25 milljónir vegna tafa við gatnagerð í Móahverfi

Samþykkt hefur verið sáttatillaga milli Akureyrarbæjar og Norðurorku við verktakafyrirtækið G. Hjálmarsson um greiðslu 25 milljóna króna vegna tafa sem urðu við útboðsverkefnið Móahverfi 1, gatnagerð og lagnir.

Lesa meira

Fyrsta jarðgerðarvélin sett upp við verslun Samkaupa í Mývatnssveit

Samkaup hefur komið upp jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun Krambúðarinnar í Mývatnssveit. Vélin breytir lífrænum úrgangi í jarðvegsúrgang á aðeins einum sólarhring og allur jarðvegurinn sem kemur úr vélinni verður nýtt í nærumhverfinu. Gengið hefur verið frá samkomulagi við Skóla- og leikskólasvið Reykjahlíðar um að nemendur á svæðinu nýti jarðveginn í ræktun á grænmeti og til uppgræðslu á sínu nærumhverfi.

Lesa meira

Downs - dagurinn er i dag

Að eignast barn með Downs-heilkenni getur verið krefjandi og viðbrögð heilbrigðisstarfsfólks skipta þar öllu máli. Í tilefni af Downs-deginum í dag segir Arnheiður Gísladóttir (Addý), móðir Rúbens sem fæddist með Downs-heilkenni á Sjúkrahúsinu á Akureyri árið 2020 frá sinni upplifun.

Lesa meira