Mikilvægt framfaraskref fyrir bændur og neytendur
Því miður hefur þróun síðustu ára verið með þeim hætti að innflutningur á kjötvörum hefur vaxið langt úr hófi fram með þeim afleiðingum að innlendur landbúnaður, þ.m.t. kjötframleiðsla hefur verið í umtalsverðri samkeppni við erlenda kjötframleiðslu. Þetta hefur aftur skapað erfiða stöðu fyrir bændur og ekki hefur verið mögulegt að hagræða frekar í greininni. Afleiðingarnar hafa verið að vöruverð hefur farið hækkandi. Við lifum í heimi sem breytist hratt, fyrir nokkrum árum datt mönnum ekki í hug að árið 2024 yrði stórfelldur innflutningur á kjöti til landsins, hvað þá innflutningur á lambakjöti til Íslands. Raunstaðan í dag er sú að samkeppni í landbúnaði kemur nú fyrst og fremst erlendis frá, og við því þarf að bregðast.