Fréttir

Þingeyjarsveit Tækifæri á að fjölga óstaðbundnum störfum

Mikil tækifæri í fjölgun óstaðbundinna starfa eru fyrir hendi í Þingeyjarsveit. Góð aðstaða er til staðar í Gíg í Mývatnssveit og nýju stjórnsýsluhúsi á Laugum. Einnig er aðstaða fyrir óstaðbundin störf á Stórutjörnum.

Lesa meira

Vel heppnað filippseyskt matar- og skemmtikvöld hjá starfsmannafélagi Útgerðarfélags Akureyringa

Starfsfólk Útgerðarfélags Akureyringa og gestir skemmtu sér konunglega sl. laugardagskvöld í matsal félagsins. Starfsmannafélag Útgerðarfélags Akureyringa ( STÚA) efndi til filippseysks matar- og skemmtikvölds en hjá ÚA starfa nærri ‏þrjátíu manns sem rekja uppruna sinn til Filippseyja.

 

Lesa meira

Landssöfnun á birkifræi hófst í Reykhúsaskógi

Átakið Söfnum og sáum birkifræi hófst á degi íslenskrar náttúru 16. september með því að Lionsklúbburinn Sif í Eyjafjarðarsveit stóð fyrir söfnun í Reykhúsaskógi í Eyjafjarðarsveit. Þetta var í fjórða sinn sem klúbburinn efnir til slíks viðburðar og leggur sitt af mörkum til átaksins. Fræsöfnunarfólkið gat svo gætt sér á veitingum í Hælinu í Kristnesi sem hafði sérstaklega opið að þessu tilefni.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Fyrsti Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins

Þriðjudaginn 24. september kl. 17-17.40 heldur þýski myndlistarmaðurinn og verkefnastjórinn Michael Merkel fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins undir yfirskriftinni Nobody Has the Intention to Green a Wall. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og aðgangur er ókeypis.

Lesa meira

Að kafna úr frekju.

Eitt sinn gekk ég fram á leiði ókunnugs manns. Á steininum hans stóð „menn eiga að hafa vit á því að vera í góðu skapi.” Mér fannst þetta svo gott að ég lagði það á minnið og rifja það gjarnan upp með sjálfri mér þegar ég er ljót í hugsun, sjálfhverf og leiðinleg. Það gerist því miður of oft. Ef auðmýkt er fyrir hendi er hægt að rækta með sér gleði og háttprýði og verða skárri manneskja í dag en í gær. Það er ef til vill ágætis áskorun til okkar allra nú um stundir.

Lesa meira

Hugleiðingar að loknum sigri

Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA skrifaði á Facebook vegg sinn vangaveltur sínar í lok gærdagsins.  Vefurinn fékk leyfi Sævars til þess að birta skrif hans.

Lesa meira

Strákarnir héldu draumi mínum lifandi

Völsungur spilar í Lengjudeildinni næsta sumar

 

Lesa meira

Ólöf Rut hefur náð 100 ferða markinu Frábært að hafa náð markmiði sínu

„Þetta hefur verið virkilega gaman og gefandi. Ég hef kynnst fullt af fólki í þessum ferðum og það er bara skemmtilegt,“ segir Ólöf Rut Ómarsdóttir sem náði þeim áfanga um liðna helgi að fara ferð númer 100 á Fálkafell. „Ég er mjög ánægð með að hafa náð markmiði mínu, það er talsvert langt síðan ég hef sett mér markmið af þessu tagi og náð því þannig að þetta er mikil hamingja.“

Lesa meira

100 ferðir á Fálkafell Magnað að sjá hversu vel fólk hefur tekið í þetta

„Það er magnað að sjá hversu vel fólk hefur tekið í þetta. Við erum hæstánægðar,“ segir Heiðrún Jóhannsdóttir sem ásamt Halldóru Magnúsdóttur stendur fyrir skemmtilegu hvatningarátaki; 100 ferðir á Fálkafell. Sjálf hefur hún farið tæplega 80 ferðir á árinu, en nokkrir hafa náð því að fara 100 ferðir eða fleiri.

Lesa meira

Ferðamönnum fjölgar milli ára í Grímsey

„Ég er sátt við sumarið, ferðafólki hefur fjölgað jafnt og þétt hin síðari ár. Ég hef á tilfinningunni að það hafi verið  aukning á milli ára þó tölur liggi ekki fyrir,” segir Halla Ingólfsdóttir eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Trip í Grímsey. Veður hafi þó ekki endilega alltaf sýnt sínar bestu hliðar en það sama megi segja um aðrar staði á landinu.

Lesa meira