Listnáms- og hönnunarbraut VMA - Fengu litaljósakassa að gjöf

Borghildur Ína Sölvadóttir, Véronique Legros kennarar við listnáms- og hönnunarbraut VMA og Jóhann G…
Borghildur Ína Sölvadóttir, Véronique Legros kennarar við listnáms- og hönnunarbraut VMA og Jóhann Gunnar Malmquist sölustjóri í málaradeild Sérefnis við litaljósakassann góða Mynd VMA

Fyrirtækið Sérefni færði listnáms- og hönnunarbraut Verkmenntaskólans á Akureyri góð gjöf, svonefndar litaljósakassa.

Litaljósakassinn er þeim eiginleikum gæddur að að geta gefið mismunandi birtu. Fjórar birtustillingar eru í kassanum: náttúruleg birta, útfjólublátt, dagsbirta og hlý birta

Kennarar við brautina sjá fyrir sér margvíslega notkunarmöguleika, ekki síst í litafræðikennslu og við samanburð á litum út frá mismunandi birtuskilyrðum, og einnig komi hann að góðum notum við myndatökur nemenda af verkum.

Jóhann Gunnar Malmquist frá Sérefni segir það ánægjulegt að geta lagt list- og hönnunarnámi í VMA lið með þessum hætti. Sérefni rói dags daglega á ekki ósvipuðum miðum í litagreiningu, hönnun og umhverfi og því eigi Sérefni og listnáms- og hönnunarbraut VMA eitt og annað sameiginlegt.

Nýjast