Fréttir

Götuhornið - Iðrandi sveitapiltur

Ég hef átt erfitt með svefn eftir að ég sendi götuhorninu bréfið sem var birt í síðustu viku. Eftirá að hyggja var það ekki alveg nógu nærgætið.  Mig grunaði að einhver kynni að hafa komist í uppnám vegna þess og allir vita að það að skrifa eða segja eitthvað sem kemur einhverjum í uppnám er grafalvarlegt ódæði.  Ég sendi þess vegna annað bréf og ég vona að Gunni birti það líka.  Í þessu bréfi ætla ég bara að skrifa um það sem er vel gert í bænum sem ég er að brasa við að inngildast.

Lesa meira

Óásættanleg undirmönnun lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það er óásættanlegt að á sama tíma og málum á borði embættis lögreglunnar á Norðurlandi eystra fjölgar gríðarlega, brotin séu að verða alvarlegri og ofbeldi gegn lögreglumönnum margfaldist, fáist ekki nauðsynlegar fjárveitingar til reksturs embættisins.

Lesa meira

Forvarnir hafa margar myndir og geta haft áhrif á allt samfélagið.

 Oft er talað um að börnin læri af því sem fyrir þeim er haft, vissulega er margt til í því og mikilvægt að huga að því að styðja þarf vel við framtíðina.

Lesa meira

Miðaldatónlist í Akureyrarkirkju: Fjölröddun frá fjórtándu öld

Klukkan 16 laugardaginn 9. mars 2024 flytur sönghópurinn Cantores Islandiae ásamt gestasöngvara og hljóðfæraleikurum Maríumessu eftir franska miðaldatónskáldið Guillaume de Machaut. 

Maríumessa Machauts er er eitt helsta meistaraverk miðaldatónlistar og framúrskarandi dæmi um sérstæða fjölröddun sinnar tíðar, sem er afar ólík þeirri fjölröddun sem síðar þróaðist í vestrænni tónlist.

 Eins og titill messunnar gefur til kynna var hún samin til heiðurs Maríu guðsmóður og ætluð til notkunar á hátíðum sem tileinkaðar voru henni innan kirkjuársins. Þetta er heillandi tónverk og mjög ólíkt kórverkum seinni alda sem oftast heyrast flutt. Fjórir hljóðfæraleikarar leika með kórnum á ýmis hljóðfæri fyrri alda sem sjaldan heyrast á tónleikasviði. Hrynur og hljómar í messunni orka sérkennilega á eyra nútímamanns og færa hann í horfinn heim og hálfgleymdan.

Efnisskrá tónleikanna má finna hér.

 

Lesa meira

Í forgangi verði að fjarlæga ökutæki og lausamuni sem blasa við frá þjóðvegi

Starfsleyfi Auto ehf. vegna reksturs bílapartasölu að Setbergi á Svalbarðsströnd er fallið úr gildi fyrir nokkrum árum.  Á lóð fyrirtækisins er talsvert magn ökutækja í misjöfnu ástandi auk gáma og annarra lausamuna. Ábendingar hafa borist til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra varðandi umgengni og slæma ásýnd lóðarinnar. Nefndin beinir því til eigenda fyrirtækisins að hefja þegar tiltekt á lóðinni.

Lesa meira

Lokaorðið - Börn óvelkomin

Um miðja síðustu öld voru vinkonurnar Elsa og Alla að ráða sig í sveit á sinnhvorn bæinn í Höfðahverfi. Í ráðningarferlinu kom babb í bátinn, annarri stúlkunni fylgdi tveggja ára drengur og hann vildi bóndinn ekki fá í vist, heldur vildi hann ráða barnlausu stúlkuna. Nú voru góð ráð dýr. Þær hringja í ekkjuna í Höfða og kanna hvort hún sé tilbúin að taka Elsu með barnið í vist. Ekki stóð á svari hjá Sigrúnu: ,,blessuð vertu, það er nóg pláss fyrir börn í Höfða”. Reyndist þetta mikið happaráð og mæðginin urðu hluti af Höfðafjölskyldunni.

Lesa meira

Ný vettvangsakademía á Hofsstöðum

Vettvangsakademíu fyrir kennslu og rannsóknir á sviði fornleifafræði, minjaverndar og menningarferðaþjónustu verður komið upp á Hofstöðum í Mývatnssveit.  Þar verður boðið upp á fjölbreytt námskeið á meistara- og doktorsstigi og aðstöðu til þverfaglegra vettvangsrannsókna, tilrauna og þróunar til að byggja upp þekkingu á íslenskri menningarsögu og hagnýtingu hennar.

Vettvangsakademían er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Háskólans á Hólum og Minjastofnunar og hlaut á dögunum styrk upp á 30.9 milljónir króna úr Samstarfi háskóla fyrir árið 2023. Alls var tæplega 1,6 milljarði króna úthlutað til 35 verkefna.

Rúnar Leifsson, forstöðumaður Minjastofnunar segir á vef Þingeyjarsveitar að verkefnið hafi legið í loftinu lengi en farið formlega af stað í vetur þegar sótt var um styrkinn. Stórkostlegar fornminjar séu á Hofsstöðum enda verið stundaðar fornleifarannsóknir þar nær samfellt í 100 ár. Miðstöðin sé hugsuð sem suðupottur fræðslu og rannsókna í fornleifafræði og menningarþjónustu. Hugmyndin sé ekki ný af nálinni enda hafi verið til tveir alþjóðlegir vettvangsskólar í fornleifafræði upp úr aldamótum, einn á Hólum í Hjaltadal og hinn á Hofsstöðum.

Fyrstu nemarnir með haustinu

Fljótlega verður auglýst eftir verkefnisstjóra, hann á meðal annars að útfæra og þróa starfsemi miðstöðvarinnar, gera starfsáætlun til 10 ára og finna lausnir til að gera verkefnið sjálfbært til framtíðar. Stefnt er að fyrsta tilraunanámskeiðinu á haustmánuðum og á Rúnar von á því að færri komist að en vilja enda mikil þörf fyrir aðstöðu til vettvangsnáms í fornleifafræði. Stefnt er að því að nemarnir dvelji á Hofsstöðum mánuð í senn.

Fornminjar og ferðamenn

Verkefnið er virkilega jákvætt fyrir ferðaþjónustuna í Mývatnssveit enda á meðal annars að þróa námsleiðir og rannsóknarverkefni sem tengja saman fornleifafræði og ferðamálafræði. Fornleifar og nýting þeirra er háð ýmsum lagalegum skyldum og takmörkunum og samþætting þekkingar á fornleifa- og ferðamálafræði er mikilvægur grundvöllur til sjálfbærrar og ábyrgrar nýtingu þeirra í ferðaþjónustu.

Lesa meira

Áætlanir gera ráð fyrir að fyrstu stúdentar flyti inn fyrir skólaárið 2026

Arkitektastofan Nordic Office of Architecture hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um hönnun á nýjum stúdentagörðum fyrir Félagsstofnun stúdenta við Háskólann á Akureyri. Stofnunin í samstarfi við við Arkitektafélag Íslands efndi til samkeppni um hönnun stúdentagarðanna sem verða á svæði í námunda við Háskólann, við Dalsbraut. Alls bárust ellefu tillögur í keppnina. Í öðru sæti var tillaga HJARK+Sastudio og í þriðja sæti var tillaga Kollgátu og KRADS.

Lesa meira

Leikdómur - Í gegnum tíðina

Leikverk sýnt í félagsheimilinu Breiðumýri

 Höfundur: Hörður Þór Benónýsson

Leikstjórn: Hildur Kristín Thorstensen

Tónlistarstjórn: Pétur Ingólfsson

Lesa meira

Framsýn - Samþykkt að hefja undirbúning að aðgerðum

Samninganefnd Framsýnar kom saman til fundar í dag. Þar ríkti einhugur um að hefja undirbúning að aðgerðum takist deiluaðilum, Starfsgreinasambandi Íslands og Samtökum atvinnulífsins ekki að ná fram nýjum kjarasamningum í næstu viku. Bókunin er eftirfarandi:

„Samninganefnd Framsýnar samþykkir að hefja undirbúning að aðgerðum takist ekki að ganga frá nýjum kjarasamningi fyrir starfsfólk á almenna vinnumarkaðinum á næstu dögum. Það á við um félagsmenn Framsýnar sem starfa eftir kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Aðgerðirnar beinist í fyrstu að starfsfólki sem starfar við ræstingar og þrif á félagssvæðinu. Formanni og varaformanni Framsýnar verði falið að fylgja málinu eftir fh. saminganefndar félagsins.“

Lesa meira