Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur 31 mai n.k.

Lagður hefur verið góður grunnur að veglegum hátíðarhöldum á sjómannadaginn, en það er Sigfús Helgason ásamt trillukörlum í Sandgerðisbót sem hafa eins og fyrr forgöngu í málinu og njóta góðs stuðnings frá Sjómannafélagi Eyjafjarðar.
Sigfús fer yfir stöðuna eisn og hún er í færslu á Facebook og er h´nu hér að neðan.
,,Eftir góðan fund sem við gamlir sjómenn áttum um daginn með forsvarsmönnum Sjómannafélags Eyjafjarðar ætla menn að snúa bökum saman aog við stefnum ótrauðir á að halda fjölskylduhátíð í Sandgerðisbótinni laugardaginn 31 maí.
Grillað verður og trillukarlara bjóða heim í verbúðir og bátar verða til sýnis. Lögð verður áhersla á að gera eitthvað skemmtilegt fyrir börnin.
Við köllum því eftir fólki til að hjálpa okkur að gera skemmtilegt og gera daginn að þeirri fjölskylduhátíð sem að er stefnt.
Ennfremur ætlum við að vera með í aðdraganda sjómannadagsins og út júní hið minnsta sýningu á skipslíkönum okkar af Ú.A. skuttogurunum okkar sjómanna sem og skipslíkönum sem Sjómannafélag Eyjafjarðar eiga og voru smíðuð af Grími Karlssyni. Einnig líkön sem eru í einstaklingseigu.
Samhliða þessu verðum við með á sama tíma ljósmyndasýningu á sjónvarpsskjáum af ljósmyndum sem skipta þúsundum sem við höfum safnað á liðnum tveimur árum frá sjómönnuum sjálfum og erum við að vinna í því að finna þessu stað.
Stefnt er að því að Húni ll sigli með bæjarbúa eins og verið hefur á liðnum árum í boði Sjómannafélags Eyjafjarðar og þá væntanlega í hópsiglingu bátseigenda í Sandgerðisbótinni.
Einnig er í athugun að vera aftur með minningarsiglingu á Eyjafirði þar sem sjómanna er hvíla er votri gröf verður sérstaklega minnst. Þetta var gert í fyrra og var einkar tilkomumikil athöfn.
Orð sem ég heyrði "Það vaxa ekki blóm á leiðum sjómanna er hvíla í votri gröf eiga hér vel við. "
Sjómannamessa verður væntanlega á sunnudeginum í Akureyrarkirkju og blómsveigur frá okkur sjómönnum verður lagður á minnisvarða við Akureyrarkirkjugarð að lokinni messu.
Þeir sem hafa áhuga á og vilja endilega ahfið samband við mig Sigfús Helgason og eða Davíð Hauksson og samneinumst í að gera daginn og sjómannahelgina að fjölskylduhátið á ný.”