Fréttir

Stöðug aukning í blóð- og krabbameinsmeðferðum hjá SAk

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis afhenti formlega á dögunum almennu göngudeildinni á SAk þrjá meðferðarstóla og þrjú hliðarborð. Mikil aukning hefur orðið í blóð- og krabbameinsmeðferðum undanfarin ár og stefnir í að svo verði áfram.

Lesa meira

Formannaskipti í Sjálfsbjörg, félagi fatlaðara á Akureyri og nágrenni

Formannaskipti urðu í Sjálfsbjörg, félagið fatlaðra á Akureyri og nágrenni á aðalfundi nýverið. Herdís Ingvadóttir lét af formennsku eftir 24 ár. Hún getur að sögn gengið stolt frá borði eftir farsæla setu í stól formanns. Hún hafði um 6 ára skeið þar á undan setið í stjórn félagsins eða í allt í þrjá áratugi.

Lesa meira

Mikil aukning á hótunum og beitingu á ofbeldi gagnvart lögreglu á Norðurlandi eystra.

,,Það er ljóst að það að hér er um grafalvarlega stöðu að ræða. Svar dómsmálaráðherra við fyrirspurninni sýnir okkur að þróunin á starfssvæði lögreglustjórans á Norðurlandi eystra er með þeim hætti að það er nauðsynlegt að bregðast við. Það er mikilvægt að greina þessa stöðu. Hver er ástæðan fyrir þessari miklu fjölgun á brotum gegn lögreglumönnum og opinberum starfsmönnum á þessu landsvæði það er Norðurlandi eystra“ segir Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. 

Lesa meira

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Það hafa kannski margir klórað sér í hausnum yfir þátttöku minni í forsetakosningunum þar sem ég stíg nú eins og landkönnuður á nýjum slóðum og tek með mér ný og fersk sjónarhorn, smá húmor og djúpstæða trú á mátt hins ómögulega. Ég er eflaust ekki hinn hefðbundni frambjóðandi en ég er án efa ferskur blær inn í flokk frambjóðenda og það er einmitt það sem gerir þetta stóra verkefni svo skemmtilegt og hvetjandi.

Lesa meira

Líf að færast í Holtahverfi

Líf er að færast í nýtt Holtahverfi norður, svæði á milli Krossanesbrautar og smábátahafnar í Sandgerðisbót. Húsin rísa hvert á fætur öðru og fyrstu íbúarnir hafa komið sér fyrir í nýjum íbúðum. Enn er eitthvað eftir af lóðum og er Akureyrarbær um þessar mundir að auglýsa par- og raðhúsalóðir lausar til úthlutunar, en m.a. eru nokkrar lóðir lausar við Álfaholt, Hulduholt og Þursaholt.

Lesa meira

Frú Ragnheiður - Færri í nálaskiptaþjónustu en fleiri komu í bílinn

Fjöldi einstaklinga sem leitaði til Frú Ragnheiðar árið 2023 var 51 í 584 heimsóknum en árið 2022 voru einstaklingarnir 46 í 412 heimsóknum. Af þessum fjölda voru 10 viðbragðsaðilar og einstaklingar sem leituðu til verkefnisins til að fá Nyxoid nefúðann. Ekki er því um fjölgun skjólstæðinga í nálaskiptaþjónustu að ræða en þeim fækkaði um fimm milli ára, úr 46 í 41.

Lesa meira

Götuhornið - Gamlingi á villigötum

Mig hefur lengi langað til að senda bréf til Götuhornsins.  Mér hefur legið ýmislegt á hjarta og fannst það eiga fullt erindi til lesenda.  Þetta hefur þó ekki getað orðið fyrr en nú vegna vandræða sem ég lenti í og þurfti að greiða úr.

Lesa meira

Fyrsta alþjóðlega hótelið á landsbyggðinni mun opna á Akureyri árið 2025

Fyrirhugað er að fyrsta alþjóðlega hót­elið á lands­byggðinni mun opna á Ak­ur­eyri 2025  und­ir merkj­um Curio Col­lecti­on by Hilt­on. Framkvæmdin verður í samvinnu við Bohem­ian Hotels.  „Bohem­ian Hotels ehf., í sam­starfi við Hilt­on, til­kynn­ir með stolti und­ir­rit­un tíma­móta­samn­ings um bygg­ingu og rekst­ur tveggja hágæða hót­ela á Íslandi. Þess­ir samn­ing­ar marka ákveðin tíma­mót í hót­el­geir­an­um á Íslandi og færa Ak­ur­eyri gist­ingu og þæg­indi á heims­mæli­kv­arða til jafns við Reykja­vík" segir i tilkynningu frá Bohem­ian Hotels.  

Lesa meira

Kuldatíð seinkar vorverkum

Talsverðar líkur er á að kal verði í túnum í Svarfaðardal en sennilega sleppa önnur svæði í héraðinu betur þó ekki sé það fullvíst. Kuldatíð seinkar vorverkum bænda og gæti í versta falli orðið til þess að spretta fari seinna af stað en vanalega, snjór er yfir öllum túnum og því ekki hægt að bera á.

Lesa meira

Goblin opnar á Glerártorgi

 „Eins leitt og okkur þykir að yfirgefa fallega miðbæinn okkar, erum við afar spennt fyrir þessum flutningum og hlökkum til að bjóða viðskiptavini okkar velkomna á Glerártorgi,“ segja þau Þorsteinn Marinósson og Ásta Hrönn sem eiga Goblin. Starfsemin hefur verið við Brekkugötu undanfarin ár en flyst nú í rýmra húsnæði á Glerártorgi.

Lesa meira