Fréttir

Snjóflóð í öryggisskyni

Akureyringar ráku upp stór augu  í morgun þegar þeim var litið á Hlíðarfjall og sáu að gríðarstórt snjóflóð hafði fallið í fjallinu nokkuð norðan við sjálft skíðasvæðið.

Flóðið var framkallað af mannavöldum í öryggisskyni eins  og kemur fram á Facebooksíðu Njáls Trausta Friðbertsssonar en þar sköpuðust  nokkrar umræður um málið

Meðal þeirra sem  þar skrifa er bæjarstjórinn á Akureyri  Ásthildur Sturludóttir en hún leggur réttilega áherslu á að snjóflóð séu ekkert  grín:

Lesa meira

Frá lögreglunni á Norðurlandi eystra

Klukkan 13:00 barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning um að snjóflóð hefði fallið á Böggvisstaðadal ofan Dalvíkur. Talið var í fyrstu að nokkrir vélsleðamenn hefðu mögulega lent í flóðinu og var því allt viðbragð í Eyjafirði virkjað og því stemmt á svæðið sem og þyrlu LHG. Aðgerðastjórn var virkjuð á Akureyri sem og Samhæfingastöðin í Reykjavík.

Þegar fyrstu viðbragðsaðilar voru komnir inn á Böggvisstaðadal náðist yfirsýn um stöðuna og kom þá í ljós að hópur vélsleðamanna hafði líklega sett stórt snjóflóð af stað í Dýjadal, sem er inn af Böggvisstaðadal, en enginn þeirra lent í flóðinu. Hópur fólks á skíðum, sem hafði verið í nágrenninu og tilkynnt um flóðið, var einnig óhult.

Laust fyrir kl. 14:00 var staðan metinn þannig að nánast engar líkur væru á því að einhver hefði lent í flóðinu og var þá stærstum hluta viðbragðsaðila snúið frá. Til að tryggja samt endanlega að enginn hefði lent í flóðinu var unnið áfram að því með drónum að skoða allt svæðið nánar.

Viljum við vekja sérstaka athygli á því að mikil snjóflóðahætta er á Norðurlandi í kjölfar mikillar snjókomu nú um páskana og hvetjum við útivistarfólk til að huga vel að því á ferðum sínum.
https://vedur.is/#syn=snjoflod

Lesa meira

Eyjafjarðardeild Rauða kossins Tekjur af fatasölu tæpar 40 milljónir

Heildartekjur af fatasölu Eyjafjarðardeildar Rauða krossins voru um 39.400.000 krónur á liðnu ári. Það er  tæplega 1 milljón meira en árið 2022.

Lesa meira

Minningarsjóður um Arnar Gunnarsson, kennara og handknattleiksþjálfara stofnaður

Systkini Arnars stofna minningarsjóð til eflingar ungu handboltafólki!

 

Lesa meira

Skafrenningur- Unnið að mokstri

Fyrirsögnin hér að ofan er lýsing fyrir ástandið á vegum segja má frá Varmahlíð og austur á Kópasker.  Það hefur ekki farið framhjá fólki að óttalegt bras  hefur verið að komast á milli staða s.l. daga og oftar en ekki ófært.    Segja má að staðan á dag sé litlu skárri en undanfarna daga.

Lesa meira

„Þetta búið að vera tóm upplifun og skemmtilegheit

-Segir Sigurgeir Aðalgeirsson, einn af stofnmeðlimum Kiwanisklúbbins Skjálfanda á Húsavík en klúbburinn hélt nýverið upp á 50 ára afmæli sitt

Lesa meira

Billy Joel á Græna hattinum í kvöld!

Það eru svo sannarlega óvænt tíðindi sem berast frá Hauki Tryggva staðarhaldara á Græna í tilkynningu sem hann sendi út til fjölmiðla rétt í þessu.

Lesa meira

Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri: Heiða Björk Vilhjálmsdóttir

Þriðjudaginn 2. apríl kl. 17-17.40 heldur Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, safnfræðslufulltrúi Listasafnsins á Akureyri, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu undir yfirskriftinni Kata saumakona: Frá hugmynd til sýningar. Aðgangur er ókeypis. 

 

Lesa meira

Fjölmiðlastjarna og spriklandi doktor með ástríðu fyrir hjartanu og þjónandi forystu

Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólki Háskólans á Akureyri. Vísindamanneskjan í mars er Sigurður Ragnarsson, lektor við Viðskiptadeild. Samhliða lektorsstöðunni sinnir hann eigin fyrirtæki, Forysta og samskipti, sem hann stofnaði og rekur í dag. 

Lesa meira

Ekkert minnst á eldri borgara í aðgerðarpakkanum

„Það er öllum ljóst að stór hópur eldri borgara hefur mjög lágar tekjur og þarf sárlega að fá viðbót til að geta lifað eðlilegra lífi en hann gerir í dag,“ segir í ályktun aðalfundar Félags eldri borgara á Akureyri.

 

Lesa meira