Færri gistinætur í júní og ágúst en júlí var góður
„Í heildina hefur þetta ár komið ágætlega úr það sem af er,“ segir Ásgeir Hreiðarsson framkvæmdastjóri Hamra, útilífsmiðstöðvar skáta Akureyri. Fyrstu þrjá mánuði ársins var um 100% aukningu á milli ára að ræða og í aprílmánuði var fjöldi þeirra sem gisti á Hömrum svipaður og var árið á undan, „en það var í raun trúlega að mestu fyrir það að það snjóaði hraustlega í byrjun apríl og sá mánuður varð okkur þyngstur í snjómokstri,“ segir hann.