Ein með öllu fær 2 milljónir í styrk
Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að styrkja Vini Akureyrar um 2 milljónir króna vegna hátíðarinnar Ein með öllu árið 2024. Til viðbótar kemur vinnuframlag frá umhverfismiðstöð.
Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að styrkja Vini Akureyrar um 2 milljónir króna vegna hátíðarinnar Ein með öllu árið 2024. Til viðbótar kemur vinnuframlag frá umhverfismiðstöð.
Arna Rún Óskarsdóttir öldrunarlæknir hefur verið ráðin til starfa hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Varða – Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins framkvæmir árlega kannanir meðal launafólks í aðildarfélögum ASÍ og BSRB með það að markmiði að varpa ljósi á lífskjör launafólks á Íslandi þar með talið fjárhagsstöðu og heilsu. Greint er frá þessu á vef Framsýnar stéttarfélags, könnunin var lögð fyrir í janúar sl.
Aldrei hafa fleiri sjálfboðaliðar starfað að verkefnum Rauða krossins við Eyjafjörð en á liðnu ári, alls 354.
Þriðjudaginn 9. apríl kl. 17-17.40 heldur Guðrún Hadda Bjarnadóttir, handverks- og myndlistarkona, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Dyngjan – listhús. Aðgangur er ókeypis.
Kuldi, snjókoma, ófærð, gular viðvaranir, óvissuástand, snjóflóðahætta, meiri snjókoma. Þetta er nokkuð rétt lýsing á veðrinu og afleiðingum þess hér Norðanlands s.l daga.
„Það hefur verið stöðug aukning og fleiri umsóknir borist til okkar á þessum fyrstu þremur mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra,“ segir Herdís Helgadóttir formaður Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis. Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn á Akureyri, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og nágrennis og Rauði krossinn við Eyjafjörð standa að sjóðnum.
Ein umsókn barst til skipulagsráðs Akureyrarbæjar um fjölbýlishúsalóðir sem auglýstar voru til úthlutunar við Miðholt 1 til 9.
Ekki þarf að breyta neinu varðandi gjaldskrár í Grýtubakkahreppi í tengslum við gerð nýrra kjarasamninga. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur skorað á sveitarfélög í landinu að taka til baka hækkanir sem gerðar voru um síðustu áramót eða hækka ekki meira en 3,5%.
Sveitarstjórn Norðurþings tók ársreikning Norðurþings og stofnana sveitarfélagsins fyrir árið 2023 til fyrri umræðu á fundi sínum þann 4. apríl 2024