Fréttir

Færri gistinætur í júní og ágúst en júlí var góður

„Í heildina hefur þetta ár komið ágætlega úr það sem af er,“ segir Ásgeir Hreiðarsson framkvæmdastjóri Hamra, útilífsmiðstöðvar skáta Akureyri. Fyrstu þrjá mánuði ársins var um 100% aukningu á milli ára að ræða og í aprílmánuði var fjöldi þeirra sem gisti á Hömrum svipaður og var árið á undan, „en það var í raun trúlega að mestu fyrir það að það snjóaði hraustlega í byrjun apríl og sá mánuður varð okkur þyngstur í snjómokstri,“ segir hann.

Lesa meira

Fréttatilkynning – Sniðgangan 14. september 2024

Sniðgangan 2024 verður gengin á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri laugardaginn 14. september kl. 14:00.

Sniðgangan 2024 verður farin til að vekja athygli á sniðgöngu fyrir Palestínu og mikilvægi þess að sniðganga Ísrael og ísraelskar vörur þar til stjórnvöld í Ísrael lúta alþjóðalögum og virða frelsi og réttindi Palestínumanna.

Sniðganga er áhrifamikil og friðsamleg leið til að sýna palestínsku þjóðinni samstöðu og taka afstöðu gagnvart þeim sem hagnast á landráni, hernámi og stríðsglæpum ísraelskra stjórnvalda.

Lesa meira

Akureyrarvöllur - Vinna skal samkeppnislýsingu

Framtíðarnýting  svæðisins sem í daglegu tali er nefnt Akureyrarvöllur var til umræðu á fundi skipulagsráðs í vikunni.

Lesa meira

Ævintýragarðurinn lokar eftir gott sumar

Ævintýragarðurinn við Oddeyrargötu 17 sem hefur verið opinn í allt sumar mun loka frá og með mánudeginum 16. september.

Lesa meira

Halló! Er ein­hver til í að hlusta?

Einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma fer fjölgandi á Íslandi. Ástæðan er ekki sú að um faraldur sé að ræða heldur eru að eldast núna stórar kynslóðir eftirstríðsáranna og aldur er því miður einn af áhættuþáttum þess að þú fáir heilabilunarsjúkdóm.

Lesa meira

Svo læra börnin....

Það er ekki sjálfgefið að samfélagsumræða sem fram fer í kjölfar áfalla eða voðaverka leiði til farsællar niðurstöðu. Það getur verið erfitt að nálgast málefni af yfirvegun þegar hugurinn sveiflast milli sorgar, ótta og reiði. Og því miður sýnist mér að umræðan sem farin er af stað um vopnaburð barna eigi nokkuð í land með að verða þannig að líklegt sé að niðurstaða hennar verði farsæl.  Mér sýnist kveða við kunnuglegan tón harðari viðurlaga, öflugra eftirlits og inngripa í friðhelgi einkalífs barna eða mokstur á nöfnum barna inn á biðlista heilbrigðiskerfisins þar sem þau bíða árum saman eftir þjónustu sem ekki er til.

Lesa meira

Göngum flýtt víða en sums staðar var það ekki hægt

„Þetta var ekki góð sending, að fá þessa öflugu haustlægð yfir okkur svo snemma hausts,“ segir Sigurgeir Hreinsson framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Veður var afleitt í byrjun vikunnar og gular og appelsínugular viðvaranir í gildi. Bændur flýttu í einhverjum tilvikum göngum vegna veðursins.

Lesa meira

Þórssvæðið - knattspyrnuvöllur Nesbræður buðu lægst

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að taka lægsta tilboði í jarðframkvæmdir við gerð undirlags undir gervigras á knattspyrnuvöll á félagssvæði Þórs Akureyri.

Fjögur tilboð bárust. Það lægsta var frá Nesbræðrum að upphæð tæplega 110 milljónir króna og hafði umhverfis- og mannvirkjaráð áður samþykkt að ganga til samninga við Nesbræður vegna verkefnisins.

Lesa meira

Hvað er að vera læs?

Fyrir áhugasöm þá munu Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri (MSHA) og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu (MMS) standa fyrir læsisráðstefnu sem er gott innlegg inn í þann fjölda hugrenninga sem vakna þegar læsi ber á góma.

Lesa meira

Brostnir draumar og óbilandi von - Með kveðjum frá Gaza

Í kjölfar viðtals sem Vikublaðið tók við Kristínu S. Bjarnadóttur og birt var í blaðinu og á vef á dögunum hefur hefur nokkuð verið um það að okkur hafi borist skilaboð gegnum Facbook frá fólki í neyð á Gaza. Lýsingarnar eru sláandi og gefa mynd af stöðu sem  mjög erfitt er fyrir okkur sem höfum áhyggjur af snjókomu  í september að  ímynda okkur hvernig sé.

Ein af þeim sem hefur sent okkur skilaboð er May Ashqar gift kona  og móðir.  May Ashqar kýs að skrifa okkur að mestu í þriðju persónu og er það gott og vel.

 

Lesa meira