Ný heimasíða Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis er orðin að veruleika.

Síðan er styrktarverkefni nokkurra aðila og þar ber fyrst að nefna FKA félag kvenna í atvinnulífinu en fyrir tilstilli þessa félags sem Kristín Snorradóttir teymisstjóri Bjarmahlíðar er aðili að fór boltinn að rúlla. Kristín lét það berast innan félagsins að hún sem teymisstjóri Bjarmahlíðar óskaði eftir styrkjum til þess að fara í að gera nýja heimasíðu. 

Viðbrögðin létu ekki standa á sér og Harpa Magnúsdóttir eigandi Hoobla bauðst til þess að auglýsa eftir aðilum sem væru tilbúnir til að vera með styrktarverkefni í heimasíðugerð í von um að fá einstaklega gott verð.

Hoobla styrkti Bjarmahlíð með þessu og sá styrkur átti sannarlega eftir að margfaldast, mörg góð boð komu í verkið en fyrir valinu varð Vigdís Guðmundsdóttir vefhönnuður og Markaðssérfræðingur með meiru

https://www.linkedin.com/in/vigdisgudmunds/

Vigdís gaf  alla sína vinnu við vefinn sem styrk til Bjarmahlíðar og fylgir hún síðunni eftir og styður okkur starfsmenn í að læra að nota síðuna. Þá má nefna að Elfur Logadóttir sem er með fyrirtækið ERA lausnir ehf,  fyrirtækið er ráðgjafarfyrirtæki á sviði tækniréttar.

Bjarmahlíð hefur auk þess bætt við þjónustu sína við notendur og bíður nú upp djúpslökun. Rannsóknir sína að iðkun djúpslökunnar hefur góð áhrif á streitukerfi líkamans og lækkar magn kortisol sem er streituhormón og þar með hækkar það dópamín framleiðslu og er því mikilvægur liður í því að efla notandan á allan hátt. Kristín teymisstjóri er menntaður jóga kennari, jóga og hugleiðslukennari auk þess sem hún er með grunn og  framhaldsnám í klínískri dáleiðslu og  hefur nýtt djúpslökun í vinnu sinni með fólki síðustu ár með góðum árangri.  Notendum gefst kostur á djúpslökun þeim að kostnaðarlausu samhliða öðrum úrræðum sem Bjarmahlíð leiðir notandan í.

Kristín Snorradóttir

Teymisstjóri Bjarmahlíð

Stjórnarkona í FKA Norðurland

Þetta segir í tilkynningu frá Bjarmahlíð

Nýjast