Heilsu- og sálfræðiþjónustan heldur málþing um áföll í starfi
„Hvati okkar til að halda málþing sem þetta er margþættur. Það er stefna Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar að láta okkur samfélagsmál varða tengt lýðheilsu, hitta fólk, tala og vinna saman í þeim efnum,“ segir Sigrún Heimisdóttir, framkvæmdastjóri og sálfræðingur hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni sem efnir til málþings í næstu viku, föstudaginn 4. október um áföll í starfi. Það fer fram á Múlabergi, Hafnarstræti 89, Hótel KEA og hefst kl. 10.