Alþýðusamband Norðurlands styrkir Kvennaathvarfið á Akureyri
Á 38. þingi Alþýðusambands Norðurlands sem fram fór í síðustu viku var samþykkt samhljóða að færa Kvennaathvarfinu á Akureyri kr. 500.000 til starfseminnar.
Á 38. þingi Alþýðusambands Norðurlands sem fram fór í síðustu viku var samþykkt samhljóða að færa Kvennaathvarfinu á Akureyri kr. 500.000 til starfseminnar.
Þriðjudaginn 8. október kl. 17-17.40 heldur leikstjórinn og listakonan Snæfríður Sól Gunnarsdóttir Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Vega og meta, mega og veta.
Aðgangur er ókeypis.
Það gladdi alla Norðlendinga þegar karlalið KA varð Bikarmeistari í knattspyrnu í fyrsta skipti í sögu félagsins. KA var vel að þessum sigri komið, gleði og stolt þeirra einlægt. En við Þingeyingar, sem erum ekki þekktir fyrir mikla hógværð, viljum benda á staðreyndir sem tengjast þessu afreki
Klassíska hljómsveitin Stúlknabandið leggur land undir fót 12.-13. október næstkomandi og er stefnan tekin á Norðurlandið. Stúlknabandið mun spila tónlist, annars vegar í Mývatnssveit og hins vegar á Akureyri.
Meðalvigtin það sem af er sláturtíð hjá Kjarnafæði Norðlenska á Húsavík er 16,87 kg á móti 17,10 kg á sama tíma í fyrra.
„Haustlitir á birki virðast koma hægt þetta árið og getur bæði spilað inn í faraldur skaðvalda og svalt sumar,“ segir Pétur Halldórsson kynningarstjóri Lands og skóga. Birki á svæðinu er illa útleikið eftir tvo nýlega skaðvalda sem herjuðu sérstaklega illa á það hér um slóðir í sumar.
Í dag laugardag eru ráðgerðir viðburðir um allan heim til að minnast þess og mótmæla að þjóðarmorð hafa átt sér stað á G A Z A í heilt ár.
Viðamiklar framkvæmdir hafa staðið yfir undanfarnar vikur í Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit þar sem breyta þurfti lagnaleiðum, koma fyrir nýjum lögnum/strengjum, afleggja og endurnýja eftir þörfum í nokkuð flókinni framkvæmd þar sem samræma hefur þurft vinnu nokkurs fjölda veitu- og fjarskiptafyrirtækja.
Heimasíða Samherja segir frá því að nemendum í vélstjórn við Verkmenntaskólann á Akureyri gafst nýverið kostur á að fylgjast með endurbótum á sveifarási frystitogarans Snæfells EA, sem er í eigu Samherja. Um er að ræða sérhæft verkefni, sem krefst mikillar nákvæmni og voru erlendir sérfræðingar fengnir til landsins í tengslum við vélarupptekt og slípun á sveifarási.