Auto fékk frest til að ljúka tiltekt
Fyrirtækið Auto ehf. Setbergi Svalbarðsströnd fékk frest til 1. október til að ljúka tiltekt á lóð sinni. Verði ekki brugðist með fullnægandi hætti við tilmælum um tiltekt íhugar Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra að beita dagsektum þar til úr verður bætt.