Laufskálaréttarball – Unglingadrykkja verður tekin mjög alvarlega

 

Lögreglan á Norðurlandi Vestra hefur  haft ávinning af því að unglingar undir aldri m.a frá Akureyri ætli að fjölmenna á  Laufskálaréttarball  sem fram fer  í reiðhöllinni á Sauðarárkróki á morgun laugardag.

Í tilefni af þessu sendi Pétur Björnsson yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra frá sér meðfylgjandi vangaveltur á Facebook.

,,Kæru foreldrar og forráðamenn

Um næstu helgi er von á fjölda fólks í Skagafjörðinn m.a. til að fagna heimkomu hrossa af afréttum. Í tengslum við þá heimkomu hefur um árabil verið haldið svokallað „Laufskálaréttarball“ í reiðhöllinni á Sauðárkróki. Vakin er athygli foreldra og forráðmanna að 16 ára aldurstakmark er á ballinu. Reynslan hefur sýnt okkur að á slíkum samkomum eru meiri líkur á hvers konar áhættuhegðun sem ekki er aldurssamsvarandi, svo sem áfengisneyslu.

Lögregla í samstarfi við sveitarfélagið Skagafjörð mun viðhafa strangt eftirlit með ungmenna og áfengislöggjöfinni. Öll afskipti af ungmennum yngri en 18 ára verða skráð í kerfi lögreglu ásamt því að í þeim tilvikum þar sem bersýnilega er um að ræða áhættuhegðun ungmenna verður málum fylgt eftir með tilkynningum til barnaverndaryfirvalda. Í öllum tilvikum má ætla að haft verði samband við foreldra eða forráðamenn og óskað eftir því að viðkomandi ungmenni verði sótt. Ítrekað er að öll neysla ungmenna, þar með talin áfengisneysla verður tekin mjög alvarlega.

Áfengislöggjöfin gerir ráð fyrir því að engum yngri en 20 ára sé heimilt að neyta áfengis og ölvun á almannafæri er óheimil. Þá óskum við einnig eftir góðu samstarfi við foreldra, komi til þess að við þurfum að hafa afskipti af ungmennum þeirra.

Með góðri kveðju

Pétur Björnsson, yfirlögregluþjónn"

Nýjast