Hópur fólks á Akureyri sem glímir við erfið eftirköst Kóvid 19
Alþjóðlegur vitundarvakningardagur um „long covid” var 15. mars síðstliðinn. Í raun má segja að allir dagar séu mikilvægir vitundardagar um eftirstöðvar veirunnar. Þetta segir fólk sem glímir alla daga við erfið eftiköst Covid 19 og hefur stofnað hóp sem hittist á Akureyri. Vikublaðið hitti þrjú úr hópnum og hlustaði á sögu þeirra. Öll eiga þau það sameiginlegt að glíma við erfiðleika eftir að hafa fengið kórónuveiruna, þau búa við verulega skert lífsgæði miðað við það sem áður var og vita ekki hvort þau eigi sér von um fullann bata.