Fréttir

Perlað af krafti á Akureyri

Kraftur, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur ætlar að perla með Norðlendingum fimmtudaginn, 1. febrúar í Háskólanum á Akureyri í samstarfi við Krabbameinsfélagið á Akureyri og Stúdentafélag Háskólans á Akureyri.

 

Lesa meira

Svalbarðsströnd - Stefnt að því að auglýsa um 40 nýjar lóðir í ár

„Að búa og starfa í frjóu samfélagi er lykill að velgengni,“ segir Þórunn Sif Harðardóttir sveitarstjóri á Svalbarðsstrandarhreppi i pistli á vefsíðu sveitarfélagsins.

Lesa meira

Styrkir Norðurorku til samfélagsverkefna 2024

Fimmtudaginn 25. janúar, fór fram afhending á styrkjum Norðurorku til samfélagsverkefna vegna ársins 2024. Athöfnin fór fram í Menningarhúsinu Hofi, sem er vel við hæfi þar sem Norðurorka er bakhjarl Menningarfélagsins.

Í október 2023 auglýsti Norðurorka eftir umsóknum um styrki til samfélagsverkefna fyrir árið 2024 og rann umsóknarfrestur út í nóvember. Fram kom að veittir væru styrkir til menningar- og lista, íþrótta- og æskulýðsstarfs og góðgerðarmála. Markmið með styrkjunum er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðlar að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi.

Mikil gróska í samfélaginu

Alls bárust 100 umsóknir og eftirtektarvert var hve fjölbreytni verkefnana er mikil sem lýsir vel þeirri grósku sem býr í samfélaginu okkar. Fjögurra manna vinnuhópur (skipaður starfsfólki NO) fór yfir umsóknirnar og varð niðurstaða hópsins að veita styrki til 38 verkefna. Verkefnið var erfitt enda fjölmörg góð verkefni sem sótt var um styrk til og ákveðin upphæð sem var til ráðstöfunar.

Fjölbreytt verkefni sem byggja á brennandi áhuga og metnaði 

Í ár tengjast flest verkefnanna íþróttum og útivist annarsvegar og fræðslu og stuðningi hinsvegar, menning og listir eru þó einnig áberandi. Sem dæmi um fjölbreytileika verkefna sem hlutu styrk þá voru veittir styrkir til afreksíþróttafólks, heimildaskráningar, fræðslumorgna, þróun á notkun D&D sem kennslutækis og fræðandi fyrirlestra á öldrunarheimilum á Akureyri. Stærsta styrkinn í ár hlutu Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri, til kaupa á speglunarskurðtæki fyrir skurðdeild sjúkrahússins. 

Mörg þessara verkefna eiga það sameiginlegt að á bak við þau liggur mikil sjálfboðavinna fólks sem leggur sig fram við að veita sínu hjartans máli eða áhugamáli brautargengi og því er það sérstaklega ánægjulegt að geta átt þátt í að verðlauna slíkt starf.

 

Lesa meira

Mathöll opnar á Glerártorgi í byrjun sumars

Fyrsta mathöllin á Akureyri opnar í byrjun sumars. Stefnan er sett á að opna samtals sex veitingastaði í rýminu og eru framkvæmdir nú þegar hafnar.

Lesa meira

Uppbygging færni- og hermiseturs stóreflir kennslu í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, hafa undirritað samkomulag um fjárveitingu til að hefja undirbúning og uppbyggingu húsnæðis sem hýsir færni- og hermisetur við Háskólann á Akureyri.

Lesa meira

Tímalaus tenging á Húsavík

Unglingsstelpur á Húsavík spreyta sig á stuttmyndagerð

Lesa meira

Lionsklúbburinn Hængur gefur tvo rafsuðuhjálma sem fara til Burkina Faso

„Þessi gjöf mun örugglega koma sér mjög vel,“ segir Adam Ásgeir Óskarsson sem tók við tveimur rafsuðuhjálmum að gjöf frá Lionsklúbbnum Hæng. Gjöfin var afhent á þorrafundi Hængs á dögunum.

Lesa meira

Arfur Akureyrarbæjar - Fyrirlestur um hringrás byggingarefna

Félagið Arfur Akureyrarbæjar stendur fyrir opnum fræðslufundi næstkomandi  laugardag, 27. janúar kl. 14 í suðursal Rauða Krossins að Viðjulundi 2.

Arnhildur Pálmadóttir arkitekt heldur fyrirlestur undir yfirskriftinni: Hringrás byggingarefna: Umhverfisvænasta húsið er það sem ekki er byggt og óumhverfisvænast er að rífa og byggja aftur.

Lesa meira

Ný brú yfir Skjálfandafljót- Framkvæmdum hraðað

Morgunblaðið segir frá því í dag að undirbúningur sé hafinn við lagningu nýs vegar  og smíði nýrrar brúar yfir Skjalfandafljót en núverandi brú sem er tæpra 90 ára gömul ber ekki umferð þá sem um hana þyrfti að fara.   Í dag mega einungis fólksbílar fara yfir brúna. 

Samkvæmt frétt Mbl. er stefnan sú að hin nýju mannvirki verði tekin i notkun árið 2028

 

Lesa meira

Byggjum upp menningatengda ferðaþjónustu á Möðruvöllum

Í Vikublaðinu 9. desember síðast liðinn var fjallað um fyrirhugaða uppbyggingu að Hrauni í Öxnadal að undirlagi áhugamannafélags, Hraun ehf, með aðkomu menningar og viðskiptaráðherra.

Markmiðið er að heiðra minningu skáldsins Jónasar Hallgrímssonar sem fæddur er 16. nóvember 1807. Það er göfugt að heiðra minningu þjóðskáldsins. Það er hins vegar álitamál hvort það sé best gert með uppbyggingu að Hrauni.

Lesa meira