Hitað upp fyrir Mannfólkið breytist í slím

Ljósmynd: Andrés Rein Baldursson.
Ljósmynd: Andrés Rein Baldursson.

Fimmtudaginn 18. júlí fara fram þriðju og síðustu upphitunartónleikarnir fyrir tónlistarhátíðina Mannfólkið breytist í slím 2024 á Akureyri Backpackers.

Mannfólkið breytist í slím er hátíð utan meginstrauma sem haldin hefur verið árlega af listakollektífinu MBS síðan 2018. Sérstök áhersla er lögð á listafólk úr héraði og fjölbreytni atriða með markmiðið að koma hreyfingu á tónlistarsenuna norðan heiða og hrista upp í menningarlandslaginu. Aðalviðburður Mannfólkið breytist í slím fer fram að Óseyri 25. - 27. júlí.

Á þessum síðustu upphitunartónleikum Mannfólkið breytist í slím 2024 leiða saman hesta sína kraftrokksveitin The Validations, sem skipuð er tveimur Akureyringum en hefur hingað til aðallega gert út frá þýsku höfuðborginni Berlín, auk raftónlistarmannsins Áka Frostasonar sem fram kemur undir skáldanafninu Pitenz en hann býr og starfar í Vordingborg í Danmörku. Ástsælasti plötusnúður Eyjafjarðar, hinn margrómaði Vélarnar slær svo botninn í tunnuna auk þess að halda uppi stemningu milli atriða.

Röð atriða á upphitunartónleikunum 18. júlí er:

21:30 The Validations

22:15 Pitenz

23:00 Vélarnar

Samstarfs- og styrktaraðilar MBS 2024 eru // Collaborators and sponsors of MBS 2024 are: Akureyrarbær, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra - SSNE, KEA, Tónlistarsjóður, Segull 67, HS Kerfi, Prentmet Oddi, Akureyri Backpackers & Rás 2.

Nýjast